Færsluflokkur: Bækur og greinar

Tröllakrabbinn – ágengur við Suðurskautslandið

Líkt og í vísindaskáldsögu, þá virðist sem þúsundir tröllakrabba séu á leiðinni upp landgrunnshlíðar Suðurskautsins. Þeir virðast koma af miklu dýpi, um 6-9 þúsund feta dýpi – sem samsvarar um 1800-2700 m dýpi.

Í  milljónir ára hefur lífríki landgrunnsins við Suðurskautið verið laust við rándýr í líkingu við tröllakrabbann, að því að talið er – því er líklegt að mjúkskelja lífverur Suðurskautsins, sem þróast hafa fjarri slíkum dýrum, eigi eftir að fara illa út úr þessari innrás.

[...]

Nánar á loftslag.is, Tröllakrabbinn – ágengur við Suðurskautslandið - þar sem einnig má sjá stutt myndband um efnið.

Tengt efni á loftslag.is

 


Himalayajöklar og hlýnun andrúmslofts

Okkur er það ánægja að kynna gestapistil sem birtist í dag (16. feb.) á Loftslag.is. Höfundur er Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands. Hér undir má lesa inngang pistilsins, allan pistilinn má lesa á Himalayajöklar og hlýnun andrúmslofts

Inngangur

Ártalið 2035 hefur verið mjög til umræðu í dagblöðum og vefmiðlum um víða veröld frá því í nóvember sl. Skyndilega komst í hámæli að margumrædd loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC, hefði spáð því í viðamikilli skýrslu sinni að jöklar Himalayafjalla bráðnuðu svo ört í hlýnandi loftslagi að þeir yrðu líklegast með öllu horfnir árið 2035. Það mundi þýða að um 12.000 rúmkílómetrar jökulíss, sem jafngildir meir en þreföldu rúmmáli allra jökla á Íslandi, bráðnuðu úr fjöllunum á komandi aldarfjórðungi og rynnu til sjávar um stórfljót á borð við Ganges, Indus og Brahmaputra. Þessi frægu fljót má kalla lífæðar hundraða milljóna manna í Asíulöndum og þótt ekki mundu þau þurrkast upp ef jöklarnir hyrfu mundu rennslishættir þeirra breytast og áhrifin á landbúnað og lífsskilyrði á Indlandi og víðar yrðu að líkindum veruleg.

Varla er ofmælt að gagnrýni á umrædda spá og fleira í starfi nefndarinnar hafi gengið Himalayafjöllunum hærra í heimspressunni að undanförnu og verður nánar að því máli vikið síðar í þessum pistli. En hugum fyrst að stuttu yfirliti um snjó- og ísþekju í þessum mesta fjallgarði Jarðar, sem stundum hefur verið nefndur Himinfjöll á íslensku.

Nánar á Loftslag.is:

Hægt er að gera athugasemdir við færsluna á Loftslag.is.


Annáll - Loftslagsfræði ársins 2009 í hnotskurn

nullVið vonum að allir hafi átt ánægjulegar stundir um hátíðarnar. 

Á loftslag.is vorum við að birta yfirlit yfir nokkur helstu atriðin í heimi loftslagsvísindanna fyrir árið 2009. Komið er víða við, þó ekki sé t.d. talað mikið um COP15, sem við dekkuðum hér á Loftslag.is þegar ráðstefnan stóð yfir.

Þar má t.d. finna umfjöllun um rannsóknir sem benda til þess að Suðurskautið sé einnig að hlýna, misskilning sem kom upp á árinu um að yfirvofandi væri kólnun jarðar, spáð í rannsóknir á sjávarstöðubreytingum, loftslagsverkfræði, Climategate og fleiri atriði sem fóru hátt í loftslagsfræðum og umræðunni um þau.

 Sjá nánar á loftslag.is - Annáll – Loftslagsfræði ársins 2009 í hnotskurn


Enn ein skýrslan

Nú er komin út enn ein skýrslan sem maður þarf að prenta út og lesa í sumarfríinu. Hér er um að ræða skýrslu sem ætluð er að brúa bilið frá IPCC skýrslunum 2007 og uppfæra þá þekkingu sem bæst hefur við síðan þá. Hún er unnin upp úr ráðstefnu sem haldin var í mars í Kaupmannahöfn og virðist full af nýjum upplýsingum sem hjálpa mun þjóðum heims að ákveða hvað skuli gera, hvað varðar viðbrögð við loftslagsbreytingum. Eftir að hafa rennt mjög lauslega í gegnum skýrsluna þá sýnist mér að það helsta í skýrslunni sé þetta:

Skýrslan sýnir fram á að staðan er verri í dag, en áætlanir IPCC gera ráð fyrir og að hættan hafi aukist á dramatískum áhrifum loftslagsbreytinga. Þá fer hún yfir viðbrögð til að takmarka áhrifin. Þá segir í skýrslunni að aðgerðarleysi sé óafsakanlegt í ljósi þeirra þekkingar sem við búum yfir. Eflaust er mun meira í henni, en skoða má skýrsluna ->Hér<-

Á sama tíma birtir umhverfisstofnun þær fréttir að losun íslendinga á gróðurhúsalofttegundum hafi aukist um 6% milli árana 2006 og 2007.


Bækur um loftslagsbreytingar

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa sér bækur um loftslagsbreytingar, þá má finna dóma um nokkrar bækur hér.

Skýrslur um ástandið á Norðurslóðum.

Vistkerfi sjávar á norðurslóðum

Ég rakst á nýlega skýrslu frá The Marine Climate Change Impacts Partnership (MCCIP) sem undirstrikar hversu miklar, hraðar og samtengdar breytingar í sjónum eru af völdum hlýnunar (skýrsluna má finna hér - þar er tengill yfir í skýrsluna á pdf formi - mæli með henni).

Hún er eiginlega útdráttur úr safni ritrýndra greina þar sem tekið var saman sú þekking sem til er á fimm sviðum tengdum vistkerfum sjávar á Norður-Atlantshafi (sérstaklega í nágrenni Bretlands): Umfjöllunarefnin eru súrnun sjávar (CO2 and ocean acidification), hafís norðurskautsins (Arctic sea ice), sjófuglar (A view from above), nýjar tegundir sjávar (Non-native species) og íbúar strandsvæða (Coastal economies and people). Á síðum þeim sem tengillinn vísar í er hægt að nálgast ritrýndu greinarnar á pdf formi.

Vistkerfi norðurslóða

Þá vil ég minna á ágæta norska skýrslu sem ég gæti hafa verið búinn að minnast á áður (hún er á ensku - eins og skýrslan hér fyrir ofan), um áhrif hlýnunar jarðar á vistkerfi norðurslóða. Hér er frétt um hana.


Nýjasta Nature

Fróðlegt væri að nálgast nýjasta heftið af Nature, en þetta hefti er að hluta tileinkað loftslagsbreytingum:

cover_nature

Latest content : The Climate Crunch

Research published in Nature reveals that once a trillion tonnes of anthropogenic carbon has been released into the atmosphere, a peak global warming exceeding 2°C is likely. Yet only a third of economically recoverable oil, gas and coal reserves can be burned before 2100 if that 2°C warming is to be avoided. Faced with this climate crunch, three news features ask: will cutting back on carbon be tougher than we think? Can we drag CO2 directly from the air? And could we cool the planet with a wisp of mist? The worst-case scenario is a world in 2100 that has twice the level of pre-industrial CO2 in the atmosphere. If we want to avoid that, the time for action is now, says Nature

 

 


Málið er...

... að í útreikningum Milliríkjanefndarinnar um loftslagsbreytingar (The Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC), var tekin sú ákvörðun að miða ekki við mögulegar breytingar á jökulskjöldum Grænlands og Suðurskautsins, vegna þeirrar óvissu sem var á hvort og hve mikið þeir myndu bráðna. Útreikningar hingað til og áætlanir um hækkun sjávar hafa því miðað við útþennslu sjávar við hlýnun og við bráðnun minni jökla:

Líkleg hækkun sjávaryfirborðs til loka aldarinnar er háð því hversu mikið hlýnar, en varmaþennsla veldur um 70% af hækkuninni. Stór óvissuþáttur í sjávaryfirborðshækkun felst í hugsanlegum breytingum á ísflæði í stóru íshvelunum á Grænlandi og Suðurskautslandinu. Þessi óvissuþáttur er ekki tekinn inn í útreikninga IPCC, en gæti aukið við sjávaryfirborðshækkunina. Hér að neðan verður því miðað efri mörk hækkunarinnar sem kemur fram hjá IPCC. Þetta er ófullkomin aðferð við að vega saman óþekkta óvissu vegna hugsanlegrar aukningar ísflæðis og þekktrar óvissu vegna annarra þátta, og mikilvægt er að hafa í huga að ekki er hægt að útiloka mun meiri sjávaryfirborðshækkun.
Sjá skýrslu um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á Íslandi (pdf 10 mb). *

*óvíst er hvort áhrifin verði svo mikil hér á landi vegna jarðskorpuhreyfinga af völdum minna fargs frá jöklum - fjalla um það síðar.

Hægt er að lesa um niðurstöður þær sem fréttin vísar í, í þessari skýrslu hér (Update on selected issues of concern pdf ~9 Mb).

Ég hef ekki séð sjálfa fréttina í Morgunblaðinu, en í skýrslunni segir meðal annars:

Glaciers can be difficult to use as indicators of change, in part because melt area is not direct a measure of change as the change in mass of glacier, but mass is more difficult to measure. Chenges in mass correspond to accumulation or loss of ice. Nearly all glaciers studied are decreasing in mass, sesulting in rising sea level as the water drains to the ocean. Excluding Antarctica and Greenland, the rate of sea level rise from glacial melt is estimated at 0,58 millimeters fer year from 1961 to 2005, with að higher rate of  0,98 milleters per year between 1993 and 2005. The largest contributors to this rise are glaciers in Alaska and other parts of the Arctic, and the hig mountain of Asia. By 2100, glacial melt may increase sea level further 0,1 to 0,25 meters.

Þá segja þeir frá því að bráðnun á Grænlandi fyrir árið 2007 hafi verið það mesta frá því mælingar hófust (1973):

Greenland
Mynd úr skýrslunni sem sýnir frávik í lengd sumarbráðnunar á Grænlandi, fyrir árið 2007 í samanburði við meðaltal áranna 1973-2000.


mbl.is Þrefalt meiri hækkun sjávar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hví að blogga um loftslagsmál?

Ég tók það upp hjá sjálfum mér að blogga um loftslagsmál fyrir nokkrum vikum síðan, því mér fannst sem sumir bloggarar og lesendur þeirra væru í mörgum tilfellum að fara með rangt mál, en margir hverjir hafa ansi skrítnar upplýsingar í höndunum um það hvað er að gerast á þessari jörð - sumir halda að ekki sé að hlýna, aðrir segja að ekki sé að hlýna af mannavöldum og sumir halda því jafnvel fram að það sé bara gott ef það er að hlýna. Áður hafði ég skautað í gegnum hitt og þetta og komist að þeirri niðurstöðu að líklega væri jörðin að hlýna og að allt benti til þess að það væri af mannavöldum, en ég var alls ekki viss en hafði gaman af því að rökræða þessi mál og finna upplýsingar með og á móti. Skemmtilegt áhugamál jafnvel.

Fyrst eftir að ég byrjaði að blogga um þetta, þá tók ég það því upp á mitt einsdæmi að skoða þær upplýsingar sem eru til á netinu, en netið er endalaus uppspretta upplýsinga um hin ýmsustu álitamál.  Ég hef eytt ótal kvöldstundum síðustu vikur við að skoða hitt og þetta um þessi mál, en á netinu má finna hafsjó af upplýsingum um hlýnun jarðar af mannavöldum og einnig fullt af síðum um menn sem fullyrða að kenningin sé röng.

Ég las bókina Gróðurhúsaáhrif og Loftslagsbreytingar eftir Halldór Björnsson, auk þess sem ég hef blaðað í gegnum skýrslu sem gefin var út í fyrra um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á Íslandi (pdf 10 mb). Þessi rit eru á vel skiljanlegu máli og enginn heimsendastíll í þeim, en rauði þráðurinn er þó sá að hlýnun jarðar af mannavöldum er raunveruleg og áhrifa þeirra gætir nú þegar og að allt bendir til þess að þetta eigi eftir að versna.

Þetta var í ákveðinni mótsögn við margt af því sem maður hefur verið að lesa á erlendum netsíðum, en þar eru ákveðnar síður sem endurspegla þær skoðanir sem margir netverjar íslenskir halda fram um hlýnun jarðar, að búið sé að afsanna kenningar um hlýnun jarðar af mannavöldum, talað um samsæri vísindamanna og annað í svipuðum stíl.

Svo rak á fjörur mínar Ritið: 1/2007 og Ritið 2/2008 (takk Guðni). Það síðarnefnda verð að segja að ætti að vera skyldulesning fyrir áhugafólk um loftslagsbreytingar - þá á ég að sjálfsögðu við greinarnar sem fjalla um hlýnun jarðar (en fjölbreyttar greinar um önnur mál eru í þessu tímariti).

Ég ætla að fjalla lítillega um Ritið 2/2008, en mæli einnig með grein Guðna í Ritinu 1/2007 sem fjallar um gróðurhúsaáhrifin og íslenska umræðuhefð.

1012690    1015085

Þar er grein eftir Þorstein Vilhjálmsson sem heitir Viðhorf og vistkreppa, sem er eiginlega sögulegt yfirlit um hugmyndir að vistkreppu, auðlindaþurrð og hlýnun jarðar. Einn punktur vakti helst athygli mína en það er að spár um framtíðina (t.d. hlýnun jarðar), eru ekki í raun forsagnir um það sem koma skal, heldur aðvaranir um það sem getur gerst ef ekki verður brugðist við, því falla þessar spár um sjálft sig ef brugðist er við vandanum (eins og gert var með ósonlagið). Þetta eru því ekki í raun heimsendaspámenn, heldur eru þetta aðvaranaorð frá mönnum sem hafa vit í sínu fagi. Lokaorðin voru líka viðeigandi:

Að lokum er rétt að tilfæra hér frægt spakmæli frá Kenía sem lýsir kjarna málsins. Í rauninni ættu allar ritsmíðar um umhverfismál að enda á því:

Við höfum ekki fengið jörðina til eignar frá foreldrum okkur; við höfum hana að láni frá börnunum okkar.

Grein Halldórs Björnssonar og Tómasar Jóhannessonar er skyldulesning, þar er fjallað um á einföldu máli hvað er lagt til grundvallar kenningunni um gróðurhúsaáhrifin og hlýnun jarðar og afleiðingar þeirra. Einnig er farið yfir nokkur rök efasemdamanna um hlýnun jarðar af mannavöldum og þau hrakin.

Þarna var einnig grein eftir Snorra Baldursson um áhrif hlýnunar á lífríki jarðar og Íslands, svolítið yfirborðskennt enda um víðfeðmt efni að ræða og erfitt að kafa djúpt í slíkt í lítilli grein í tímariti - þetta efni á erindi í bók og mæli ég með að einhver kýli á að skrifa þá bók. Fínt yfirlit samt.

Þá er merkileg grein eftir Guðna Elísson um efahyggju og afneitun. Fjallar hann um pólitíkina í kringum þetta viðfangsefni og umfjöllun manna hér á landi um hlýnun jarðar. Mjög uppljóstrandi og lýsir hann ótta frjálshyggjumanna við þessar kenningar og hvernig þær geti grafið undan þeirra hugmyndum um frelsi (þetta er mín túlkun). Hann vitnar í Hannes Hólmstein hér:

"Hvers vegna ættum við að afsala okkar þægilegu lífi venjulegs Vesturlandamanns fyrir orð þeirra ein? Kapitalisminn hefur fært okkur stórkostleg lífsgæði. Ég ætla ekki í björgunarbátana, fyrr en ég er viss um, að skipið sé að sökkva," sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarsson í einni af mörgum greinum sínum um umhverfismál um þá sem varað hafa við hættunni af alvarlegum loftslagsbreytingum. Skipið sem Hannes vísar til er jörðin sjálf, en Hannes fer ekki nánar út í hvert hann ætlar að fara.

Það sem vakti þó einna helst athygli mína var þýdd grein í Ritinu og er eftir George Monbiot, en sú grein fjallar um afneitunariðnaðinn. Eftir lestur þeirrar greinar áttar maður sig á þeim sterku öflum sem hvíla þungt á baki margra af þeim röddum sem eru hvað háværastar um það að hlýnun jarðar af mannavöldum sé bull. Búið er að sá efasemdafræjum víða (og hér á landi virðast þau vaxa vel).

Margir geta vottað það að ég hef verið duglegur síðustu vikur að blogga um þetta málefni og jafnvel svarað færslum annarra um þessi mál og reynt að rökstyðja mál þeirra sem halda því fram að hlýnun jarðar af mannavöldum sé veruleiki. En alltaf koma upp aftur og aftur sömu rökin, sem hafa verið hrakin og því fer þetta að verða leiðingjarnt til lengdar. Því er ég mikið að íhuga að hætta þessu bara, leyfa efasemdaröddunum að eiga sig, enda virðist pólitíska landslagið loks vera að lagast út í hinum stóra heim (Obama virðist ætla að gera góða hluti og loks er kominn forseti sem er ekki í eigu afnetunarsinnanna). Þá er sá flokkur hér á landi sem er hvað harðastur á því að hlýnun jarðar af mannavöldum sé ekki staðreynd, kominn í stjórnarandstöðu og vonandi tekur við ríkisstjórn sem tekur á þessum málum af festu.

Því er það eingöngu vandræðalegt að hér á landi skuli vera svona sterkar raddir á móti kenningunni um hlýnun jarðar, en ég held að það muni ekki hafa nein úrslitaáhrif á þróunina hnattrænt séð - þótt vissulega séu Íslendingar hálfgerðir umhverfissóðar hvað varðar útblástur CO2  - og þótt eingöngu væri fyrir stolt okkar sem upplýsta þjóð, þá ættum við að standa okkur betur.


Ritið

Þökk sé Guðna Elíssyni þá hef ég fengið í hendurnar meira lestrarefni og því skrifa ég sjálfsagt minna á meðan.

Það eru sitt hvort eintakið af Tímariti Hugvísindastofnunar, Ritið: 1/2007 og Ritið 2/2008

1012690    1015085

Takk Guðni - byrjaður að lesa.

-----

Ég hef alltaf ætlað að skrifa um bókina sem ég las yfir páskana, en þá las ég Gróðurhúsaáhrif og Loftslagsbreytingar eftir Halldór Björnsson.  Ég á eftir að lesa hana aftur við tækifæri og punkta þá mögulega eitthvað niður til að blogga um en í bili segi ég þetta: Mjög góð bók og fræðandi - ansi sannfærandi að mínu mati. Það tók þó einhvern tíma að stauta sig í gegnum fyrstu kaflana, sem voru lýsing á fyrirbærinu gróðurhúsaáhrif (samt alls ekki flókið) - en eftir það varð bókin of stutt og hún hefði mátt vera lengri og ítarlegri. Góð bók og mæli með henni.

smallforsida-242x300


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband