Jöklar Himalaya og álitshnekkir IPCC

Álitshnekkir IPCC

Trúverðugleiki loftslagsvísindanna og þá sérstaklega IPCC varð fyrir álitshnekki þegar fram kom villa í 4. matsskýrslu Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Villan er tiltölulega mikilvæg og er sú að í skýrslunni er sagt að það sé líklegt (sem merkir 66-90% líkur) að jöklar Himalaya muni minnka úr 500.000 í 100.000 ferkílómetra fyrir árið 2035. Einnig er nefndur möguleikinn á því að þeir verði horfnir fyrir 2035. (IPCC, vinnuhópur II, 2007).

Samkvæmt fréttum, þá er villan upphaflega komin úr grein New Scientist frá 1999, sem byggð var á stuttu tölvupóstsviðtali við þekktan Indverskan jöklafræðing (Syed Hasnian) sem sagði að miðað við þáverandi bráðnun þá myndu jöklar í Mið- og Austur Himalaya hverfa fyrir árið 2035. Svo virðist sem WWF (World Wide Fund for Nature) hafi síðar skrifað skýrslu - þar sem þessum ummælum var haldið á lofti.

....

Röð mistaka

En hvað sýnir þetta atvik okkur?

Nánar er hægt að lesa um þetta á Loftslag.is í færslunni [Jöklar Himalaya og álitshnekkir IPCC]

 


mbl.is Játa á sig ýkjur um bráðnun jökla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðist vera, að þessi síða; "Loftslag.is" sé einvörðungu haldin til að sýna fram að að loftslag Jarðar fari hlýnandi og því sé voðin vís. 

Er þetta ekki of einstrengingslegur málatilbúnaður?  Er vitað í að loftlslag fari hlýnandi í raun og veru? - og að það sé að mannavöldum eingöngu? - eins og oft er haldið fram, m.a. á síðunni Loftslag.is.

Þó vitað sé að CO2 geti valdið gróðurhúsaloftslagi, er það þó víst að það sé ástæða hlýnandi veðurfars?

Hvað ætla loftlagsfræðingar og umhverfisverndarsinnar að gera, ef það kemur í ljós að það fari klónandi á Jörðunni, en ekki hlýnandi? - Ekki neitt?

Erum við bara ekki núna inn í hitasveiflu sem varað hefur frá ca. 1985 og senn er á enda?  Athugið að þar á undan var kuldatíð sem varaði frá 1960.

Níels Almar Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 08:55

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sæll Níels

Á loftslag.is er sagt frá því sem vísindin hafa um málið að segja, nýjustu rannsóknum, mælingum og þeim kenningum sem eru á bak við fræðin. Ef að t.d. það byrjar að kólna þvert á spár og raunveruleika dagsins í dag, þá verðum við með þeim fyrstu að segja frá því hvað veldur, orsakir og afleiðingar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.1.2010 kl. 09:19

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, þetta er líka helv. ótrúlegt að Himalaya jöklar verði horfnir eða næstum horfnir eftir 25 ár eða svo.

Væri athyglsivert að kanna þessa villu nánar og tilkomu hennar (hver veit nema ég prófi við tækifæri)  Sega þarna á bbc grein að ein uppástunga um tilurð villunnar sé mislestur um 300 ár, þ.e. upphaflega hafi staðið 2335 - þessu er þó neitað af vísindamönnum.

En, þetta breytir ekkert þeirri staðreynd að Himalayjaöklar fari minkandi vegna hlýnunar jarðar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.1.2010 kl. 16:57

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

"En, þetta breytir ekkert þeirri staðreynd að Himalayjaöklar fari minkandi vegna hlýnunar jarðar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum."

nú er ekki til nein jarðfræðileg eða söguleg gögn af þessu svæði og þeim svæðum sem fá vatn frá jöklunum? hafa ekki þessir jöklar hopað og vaxið á mis eftir hlý og kuldaskeiðum síðastliðin 12.000 ár? 

Af orðum Ómars Bjarka mætti ráða að hann sé að búa sig undir hörmungar í anda 2012? að það hafi aldrei áður bráðnað ís í neinu mæli? afhverju þora menn aldrei að nota viðmiðið um hitastig eins og það var fyrir síðasta ísaldarskeið? tímabilið þegar Ísland var vaxið skógi vaxi af risafuru og um skóganna reikuðu dádýr. 

eða má bara miða við kaldastaskeiðið sem er fyrir tilviljun á þeim tíma þegar iðnvæðing hefst á vestulöndum. tímabil þegar fólk var að drepast úr hor hér á fróni og mikil öskugos með tilheyrandi skyggingu í lofthjúpnum höfðu átt sér stað árin áður. 

Fannar frá Rifi, 20.1.2010 kl. 19:49

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Fannar, hitastig hefur hækkað á síðustu áratugum og það sé af völdum aukins styrks gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Síðasta ár var t.d. 5. heitasta ár í heiminum samkvæmt NOAA frá því mælingar hófust og það er tiltölulega lítill munur á efstu sætunum. Hækkandi hitastig getur valdið því að jöklar hopa, eins og flestir jöklar á Íslandi svo og annarsstaðar í heiminum gera um þessar mundir.

Þetta er bagaleg villa og ekki til fyrirmyndar fyrir IPCC. En í raun þá eru ekki uppi nein gögn sem styðja það að þessi bráðnun sé eðlileg. Þrátt fyrir þessa villu þá bendir margt til að jöklar Himalaya séu að hopa eins og á mörgum öðrum stöðum, en við höfum meiri tíma en kom fram í skýrslu vinnuhóps 2 hjá IPCC. Þessar upplýsingar vinnuhóps 2 eru í mótsögn við orðalag úr skýrslu vinnuhóps 1, sem hlýtur að teljast frekar óheppilegt.

Svo ég vitni í athugasemd á Loftlsag.is:

"Málsgreinin þar sem þetta kemur fyrir (WG 2, Ch. 10, p436) er furðuleg. Tölulegar upplýsingar þar stangast á við upplýsingar í skýrslu WGI. (Sjá t.d. mynd 4.15 í WG I, þar sem “Asian High Mts.” skera sig ekki úr hvað afkomu varðar, eða þá málsgrein á bls 360 í WGI þar sem sagt er að háfjallajöklar í Asíu “have generally shrunk at varying rates”, auk þess sem nefnd dæmi um jökla sem hafa þykknað eða gengið fram.)"

Fannar, þú getur lesið þér til um Orsakir fyrri loftslagsbreytinga hér.

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.1.2010 kl. 20:31

6 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það er best að halda löppunum á jörðinni.

Góð veðurspá endist í 12 klst með 75% öryggi.  Að spá lengra fram í tímann með veðrið er bara sýndarmennska en svona tölvuleikir eru engin alvara.

En sýndarmennska selst jú vel...

Kristinn Pétursson, 21.1.2010 kl. 01:57

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Fyrst og fremst Kristinn, þá ertu að rugla saman veðurspá og spám í loftslagsvísindum, sem eru ekki alls skyld mál. En ætli það sé ekki gott fyrir alla að halda jarðsambandi fyrir því.

Sveinn Atli Gunnarsson, 21.1.2010 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband