Kólnun í Norður Evrópu - ekki hnattræn

Hér er greinilega ákveðinn misskilningur í gangi hjá fréttamönnum mbl.is. Það er ekki verið að spá kuldaskeiði, nema ef hægt er að segja að lítilsháttar kólnun í Norður Evrópu sé hægt að flokka sem kuldaskeið. Þess ber að geta að þessi staðbundna kólnun er ekki talin hafa nægileg áhrif til að draga úr hlýnun jarðar á næstunni - en hitastig síðustu 12 mánuða er það hæsta frá upphafi mælinga (samkvæmt gögnum frá NASA), þrátt fyrir niðursveiflu í sólinni.

Hitt er annað, að þetta er áhugaverð grein, sjá færslu um hana á loftslag.is: Lítil sólvirkni kælir Norður-Evrópu - en þar segir meðal annars:

Tímabil lítillar virkni Sólarinnar, leiðir af sér breytingar í lofthjúp jarðar sem verða til þess að það verður óvenjulega kalt í Norður Evrópu, samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í Environmental Research Letters fyrir stuttu.

Vísindamenn greindu 350 ára gögn frá mið Englandi sem ná aftur til ársins 1659 og báru saman við sólblettagögn á sama tímabili. Með því að sía í burtu hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda, þá kom í ljós að vetur í Evrópu voru um 0,5°C kaldari, þegar lítil virkni var í sólinni.

Svo sterk er fylgnin að þrátt fyrir að hnattrænn hiti Jarðar árið 2009 hafi verið sá fimmti hæsti frá upphafi mælinga, þá var veturinn á Englandi sá 18. kaldasti síðastliðin 350 ár.

Lesa meira

Það kemur einnig fram að höfundar benda á að þó að núverandi niðursveifla í sólvirkni haldi áfram þá muni það ekki hafa áhrif á hina hnattrænu hlýnun – áhrifin séu mjög svæðabundin og þá nær eingöngu Evrópskt fyrirbæri. Því megi allt eins búast við að Evrópa verði kaldari yfir vetrartíman á næstunni – þ.e. ef að niðursveifla í virkni Sólar heldur áfram.

Heimildir og ítarefni

Greinina má finna hér: Lockwood o.fl. 2010 – Are cold winters in Europe associated with low solar activity?

Góða umfjöllun um greinina má sjá á Nature News: Ebbing sunspot activity makes Europe freeze

Tengdar færslar á loftslag.is


mbl.is Spá köldum vetrum næstu árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.4.2010 kl. 20:05

2 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Ég tók eftir því að greinin var móttekin 12. mars 2010. Þann 31. mars 2010 var hún samþykkt til birtingar.

Mér finnst þetta býsna skammur tími fyrir jafningjarýni á vísindagrein.

Þó er þetta skárra en hjá IPCC þar sem í ljós er komið að á þeim bæ eru yfir 30% tilvitnaðra heimilda ekki jafningjarýndar.

Sjá nánar í bloggi hérna: http://finnur.blog.is/blog/finnur/

Er ekki kominn tími til að bæta einni mýtunni við á loftslag.is.:

"IPCC byggir niðurstöður sýnar eingöngu á jafningjarýndum vísindaniðurstöðum"

Finnur Hrafn Jónsson, 26.4.2010 kl. 21:08

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur, það er rétt að IPCC byggir skýrslur sínar ekki eingöngu á ritrýndum vísindaniðurstöðum, þar af leiðandi getur það vart orðið að mýtu...

Á heimasíðu IPCC er þessi mynd og þar stendur m.a. "...and selected non-peer reviewed literature...", þannig að þetta ratar ekki í mýtusafnið, þar sem þetta er ekki mýta, heldur vel þekkt staðreynd, sem engum sem nennir að athuga málið nánar ætti að vera hulið.

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.4.2010 kl. 21:33

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Finnur: Geturðu bent mér á ritrýnda grein sem að sýnir fram á að hnattræn hlýnun jarðar undanfarna áratugi sé af einhverjum öðrum völdum en vegna aukins styrks CO2 í andrúmsloftinu af mannavöldum?

P.S. Áhugaverðast væri að fá grein sem er rituð á þessari öld og hefur ekki verið hrakin af seinnitíma rannsóknum.

Höskuldur Búi Jónsson, 26.4.2010 kl. 21:51

6 Smámynd: Kjartan R Guðmundsson

...en hitastig síðustu 12 mánuða er það hæsta frá upphafi mælinga ...

Bara forvitni: Hvenær var upphaf mælinga í þessu samhengi? Er verið að tala um borkjarna rannsóknir frá Grænlandi, eða eitthvað sem fer skemmra aftur í tímann?

Kjartan R Guðmundsson, 27.4.2010 kl. 00:44

7 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

"...Allar helstu rannsóknarniðurstöður, eins og t.d. gögn sem notuð eru í matsskýrslur IPCC eru ritrýnd og rannsóknir eru almennt gerðar á mjög faglegan hátt. ..."

Svatli í aths (#32) í bloggfærslu hjá Ágústi Bjarnasyni 26. nóv. 2009.
Sjá: http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/982131/


"People can have confidence in the IPCC's conclusions…Given that it is all  on the basis of peer-reviewed literature." - Rajendra Pachauri, IPCC chairman, June 2008

Það er sem sagt ekki hægt að trúa sjálfum formanni IPCC nefndarinnar.

Finnur Hrafn Jónsson, 27.4.2010 kl. 01:11

8 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Finnur kl. 00:34: Þessa rannsókn tel ég að sé búið að hrekja (eins og reyndar allflestar rannsóknir Svensmarks), sjá Calogovic o.fl. 2010 - Sudden cosmic ray decreases: No change of global cloud cover

Höskuldur Búi Jónsson, 27.4.2010 kl. 08:09

9 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Kjartan: Hér er verið að tala um beinar mælingar og því síðastu 150 ár sirka.

Höskuldur Búi Jónsson, 27.4.2010 kl. 08:13

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þetta er útúrsnúningur hjá þér Finnur, ég tala um "...allar helstu rannsóknarniðurstöður..." séu ritrýndar, en það breytir í sjálfu sér ekki því að skýrslurnar eru faglega unnar, þó svo að notað sé óritrýnt efni til stuðnings. Annars er það bara útúrsnúningur hjá þér að reyna að finna einhverja athugasemd sem ég hef gert og reyna að fella vísindin á þann hátt. Loftslagsvísindin eru eins og önnur vísindi byggð á gögnum sem unnin eru með aðferðum vísindanna.

Það hafa ekki komið nein sannfærandi gögn frá þeim sem afneita aðferðafræði vísindanna, um það að jörðin hafi ekki hlýnað undanfarna áratugi eða að hlýnunin sé ekki vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.4.2010 kl. 08:35

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það verður auðvitað að hafa í huga að Finnur er sennilega "efasemdarmaður" og því er lítið mark takandi á því sem hann hefur fram að færa.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.4.2010 kl. 18:26

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur; geturðu komið með tengingu á t.d. þessi ummæli sem þú vitnar í hjá Pachauri (Finnur Hrafn Jónsson, 27.4.2010 kl. 01:11), það væri fínt að fá beina tilvitnun í greinina þar sem hann segir þetta. Þarna stendur bara að hann hafi sagt þetta í júní 2008 og ekkert meira, en ef maður fær ekki heildarmyndina, þá er erfitt að fullyrða um samhengið. Þá fyrst er hægt að segja til um hvort hann er að tala um allar skýrslurnar, einhvern afmarkaðan hluta eða afmarkaðar niðurstöður eða hvernig samhengið er í þessari tilvitnun sem þú vitnar til. 

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.4.2010 kl. 19:25

13 Smámynd: Kjartan R Guðmundsson

Þannig að setningin:

...en hitastig síðustu 12 mánuða er það hæsta frá upphafi mælinga...

hefði getað verið

...en hitastig síðustu 12 mánuða er það hæsta síðustu 150 ár...

og verður einhvern veginn bara ekkert dramatísk.

Kjartan R Guðmundsson, 27.4.2010 kl. 21:38

14 identicon

Svatli:

Af því að þú varst að biðja Finn um greinar um aðrar hugsanlegar skýringar en CO2 þá er er ein hér :

http://www.agu.org/pubs/crossref/2007/2007GL030288.shtml

þetta er reyndar módel-æfing  en fjallar um hvernig  staðbundin hæðar-lægðarsvæði s.s.NAO = Íslandslægðin+Azoreyjahæðin ) geti og í reynd gerist stundum að þau lendi í takt um einhverra ára skeið og valdi einhverra ára tímabudnum sveiflum á lofthitastigi á heimsvísu. Módelið kemur glettilega vel út fyrir seinustu öld, og er byggt á óreiðufræði ("Chaos-Theory). og það er ritrýnt, og birt í GRL

Hér er önnur einnig ritrýnd og birt einhverstað á virðulegum stað, þessi fjallar um kólnun heimshafanna undanfarin ár og ef hún er rétt og "týndi varminn " finnst ekki þá eiginlega fellur nánast kenningin um "óðahlapsáhrif CO2" á  lofthita og varmabúskap jarðarinnar niður  stóra svarholið sem flógistónið og eterinn ásamt flötu jörðinni eru.En þessi týndi varmi er öll orkan sem samkvæmt Kenningunni , og öll IPPC módelin fá út , ætti að hafa hlaðist upp í heimshöfunum, það virðist ekki hafa gerst og enginn skýring þar á sjáanleg , nema að kenningin sé vitlaus.

   Svona til gamans hér er smá ítarefni um "týnda varmann" annars vegar grein , um sama efni og að ofan og skoðar þetta í ljósi ofanstáandi greinar, en ekki reyndar ritrýnd (ég held allavega ekki) , en ágætt yfirlit um hvað er verið að tala um.

http://www.friendsofscience.org/assets/documents/Falling_Ocean_Heat.pdf 

og svo fréttatilkynning frá UCAR þar sem K. Trenberth er að tala um "týnda varmann" ens og hann sé einhver "hitaboli" í feluleik og komi til að stanga þig þegar þú átt síst von á , hann veit bara ekki hvar Bolinn felur sig en hann er viss um að hann sé í felum. Þetta virkar hálf máttlaust hjá honum en kíktu sjálfur.

http://www2.ucar.edu/news/missing-heat-may-affect-future-climate-change 

Nú þá er hérna tiltölulega nýleg grein (ritrýnd) sem tekur fyrir eðlisfræðina í CO2-kenningunni og nánast rústar henni, höfundar eru talsvert stórorðir, og ég tek svo sem enga afstöðu til eða frá en a.m.k sumt sem þeir eru að tala um virðist í lagi, hvað svo sem má segja um heildarniðurstöðu þeirra. sem ég kaupi sjálfur ekki alveg í bili, ég held að það sé eitthvað til í greenhouse-effektinu , ég held bara að það séu fleiri faktorar í dæminu , áhrif af CO2  séu í sjálfu sér sé léttvægt í heildardæminu, kannski svona á bilinu 2-5% eða svo

http://www.worldscinet.com/ijmpb/23/2303/S021797920904984X.html

hér er svo grein (ritrýnd , birt í  GRL) sem er  úttekt ástandi og áræðanleika hitamælinga í Bandaríkjunum og tilsvarandi gagnagrunns sem er unnin upp úr þeim, svokallað "Bandaríska sögulega loftslagsgagnasafn-net"-gagnamengið (USHCN-dataset) og er allstór hluti af samsvarandi gagnamengi fyrir heiminn. Þar er reynt að meta áhrif svokallaðra mælabreytinga (instrument change) sem áttu sér stað á árunum rétt um og fyrir 1990 þegar verið var að koma upp sjálfvirkum mælum, og verið að færa veðurmælingastöðvar til, þá var reiknaður út einn stuðull sem átti að virka þannig að hægt væri að beyta honum á raunverula hitamælingu úr nýju tólunum, sama hvaða mælir var sem leiðrétti hugsanleg áhrif flutninga s.s. "UHI-effect" of fleira  þannig að hitastig úr eldri mælum væri samanburðarhæft við nýju mælingarnar í loftslagslegfræðilegu tilliti. Niðurstað var sú að útriknaður stuðull væri "úti að skíta" frávik á stöðvum var all upp í + eða - 1 Celsíusgráða og niður í ekki neitt, og sami stuðull fyrir allar stöðvar væri hreinlega bara bull.

http://www.agu.org/pubs/crossref/2006/2006GL027069.shtml

Sem þýðir þá líka að meðaltalstölur upp á tíunduduparat úr Celsíus ú þessum gagnagrunni eru ekki nothæfar til segja til um hvort og/eða hve mikil hitastigshækkunin er , þannig að allar staðhæfingar um hitastigshækkunina eru í raun seinustu 25-30 árin eða svo í raun bara getgátur en ekki staðreyndir.

Ég veit að a.m.k. sumir ykkar kíkið inn á "WattsUp" , þar sem hópur af liði er með gæði mælinga á  hitastigi lofts í eins meters hæð yfir jörðu á heilanum, og hafa ýmislegt við núverandi aðferðir, aðstæður og niðurstöður að  athuga og það er í sjálfu sér réttmætt, þar sem mikið af loftslagstalinu seinustu áratugina hefur snúist um þessa tíunduparta úr gráðu, en ég hinsvegar get ekki annað en velt því fyrir mér hvort er nokkuð vit í vinnuaðferðum þeirra félaga P. Johns í UK og Giss liðsins í US, er í raun hægt að komast að vitrænum niðurstöðum með eitthvað allsherjarmeðaltalshitastig fyrir hnöttinn í hendinni, því meira sem ég skoða hvernig það er reiknað, og áleitnari verður sú skoðun að svona tala geti bara alls ekki sagt nokkurn skapaðan hlut til eða frá, þegar hún er fullreiknuð eru hún búinn að tapa svo mikilli marktækni að tíundupartarnir eru löngu orðnir ómarktækir vegna skekkju sem enginn veit hvort gekk upp eða niður.  

Bjössi (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 22:00

15 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Kjartan: Það er nú sitthvað dramatískt í gangi, þó ætlunin hafi ekki verið að dramatísera hlutina í þessari setningu - eingöngu var ætlunin að benda á staðreynd sem að virðist hulið mörgum sem að halda því enn fram að það sé kólnun í gangi.

Hitt er annað - að ég hefði getað sagt eftirfarandi, þ.e. ef ég hefði viljað vera über-dramatískur:

Hitastig nú er þar með að öllum líkindum komið uppfyrir það þegar hitinn var mestur á núverandi hlýskeiði (fyrir 6-10 þúsund árum) - eða lengur, sjá t.d. grein frá árinu 2006 í Proceedings of the National Academy of Sciences: Global temperature change, en þar segir t.d.:

"Comparison of measured sea surface temperatures in the Western Pacific with paleoclimate data suggests that this critical ocean region, and probably the planet as a whole, is approximately as warm now as at the Holocene maximum and within ?1°C of the maximum temperature of the past million years." 

Hitt er svo allt annað - að í samhengi hlutanna sem ég útskýri hér fyrir ofan, þá var rétt að nota eingöngu mæld gögn (ekki óbeinar mælingar).

Höskuldur Búi Jónsson, 27.4.2010 kl. 22:26

16 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Til að sjá samhengið í ummælum Pachauris má fylgja undirlinkunum í þessum link:
http://www.noconsensus.org/ipcc-audit/not-as-advertised.php

Ef ekki dugar ein ritrýnd grein efasemdarmanns, hvað þá um 700 ritrýndar greinar efasemdarmanna:

http://www.populartechnology.net/2009/10/peer-reviewed-papers-supporting.html

kveðja - Finnur "efasemdarmaður"

Finnur Hrafn Jónsson, 28.4.2010 kl. 11:03

17 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já í samhengi segir hann eftirfarandi:

Defining what counts is dangerous, Pachauri said, and cannot be decided on the basis of averages.

"It is really a question of looking at the most vulnerable regions of the world ... like small island states and parts of sub-Saharan Africa."

People can have confidence in the IPCC's conclusions, he said.

"The process is so robust - almost to a fault - that I'm not sure there is too much scope for error. Where there are gaps we are very candid in admitting we don't know enough about this subject," he said.

"Given that it is all on the basis of peer-reviewed literature. I'm not sure there is any better process that anyone could have followed.

"Yes there are sceptics but the number has gone down - even if their decibel level has not."

Hann segir í raun að heildarniðurstaðan sé byggð í grunninn (basis) á ritrýndum greinum, sem í sjálfu sér getur alveg verið rétt, þar sem 93% af öllu efni sem vinnuhópur 1 (sem vinnur að því að skoða hinn vísindalega hluta fræðanna) notar er ritrýndur, annað getur t.d. verið alls kyns skýrslur og efni frá t.d. stofnunum um allan heim, einskonar stoðefni.

En ég efast alveg stórlega um að þú hafir sannfærst Finnur, en bendi þér líka á grein um þessar 700 "ritrýndu" greinar sem eru á öndverðu meiði sem þú bendir á...en þú verður að passa þig, hann notar orðin afneitunarsinnar (e. denier) og lygar til að ræða um þennan svokallaða "ritrýnda" lista, sjá hér.

Annars máttu pikka út hvaða grein sem er af þessum 700 greina lista og við skullum ræða nánar um hana fyrir þig. Þitt er valið, gjörðu svo vel.

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.4.2010 kl. 11:36

18 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Bjössi ég hef ekki beðið Finn um nein sérstök gögn varðandi þetta, en ég bað hann um tengil á ummælin sem Pachauri á að hafa sagt, sjá hér að ofan... Jæja, en hvað um það, um að gera að skoða þetta efni sem þú kemur með. Það skal tekið fram að Höski kom einnig að því að gerð þessa svars, svo því sé haldið til haga.

Bjössi:

Ertu búinn að lesa fyrstu greinina sem þú bendir á (eftir Tsonis o.fl)? Ef þú hefur gert það þá veistu að hún er ekki í nokkru ósamræmi við kenninguna um hlýnun jarðar af mannavöldum. Rannsóknir þeirra sýna fram á að þessi innri breytileiki í loftslagskerfum sem þeir finna valda því eingöngu að hlýnunin hægir á sér eða eykur hraðan. Þegar þessi innri breytileiki er tekin í burtu þá er einsleit og aukin hlýnun einkennandi fyrir 20. öldina.

Um týnda hitann - við fjölluðum um það á loftslag.is fyrstir fjölmiðla (og líklega einir): sjá Hinn týndi hiti. Ég sé ekki að þetta afsanni kenninguna um hlýnun jarðar af mannavöldum - það eina sem þetta segir er að mælitæki eru ekki nógu góð og dreifð til að mæla hita, t.d. í djúpsjónum eða hinn möguleikinn að gervihnattagögn sem mæla inngeislun og útgeislun séu röng.

Varðandi grein Gerlich og Tscheuschner, þá er það víst síðasta sort að vitna í þá grein - það hefur verið sýnt fram á að hún er rugl, sjá Proof of the Atmospheric Greenhouse Effect - ég verð þó að viðurkenna að ég fann ekki neitt ritrýnt um þetta, enda virðast menn ekki almennt séð vitna í þessa grein, hvort heldur menn eru "með" eða á "móti" kenningunni um hlýnun jarðar. Ástæða þess er íklega sú að hún er yfir 100 blaðsíður og uppfull af rangfærslum.

Varðandi grein Hubbard og Lin, þá er sú grein alls ekki notuð af vísindamönnum til að hrekja kenninguna um hlýnun jarðar af mannavöldum - mér skilst að hún sé frekar gagnleg grein til að leiðrétta gögnin. Einnig skilst mér að þessi villa sem þeir fundu valdi því frekar að síðari hluti gagnasafnsins sýni of mikla kólnun en hitt. Það skal getið að ég hef ekki stúderað þetta í detail - en ef þú vilt þá getum við skoðað þetta mál eitthvað frekar. Lesa má um þessi gögn frekar á heimasíðu NOAA, en þar segir meðal annars:

"Adjustments applied to USHCN Version 2 data largely account for the impact of instrument and siting changes, although a small overall residual negative (“cool”) bias appears to remain in the adjusted USHCN version 2 CONUS average maximum temperature. Nevertheless, the adjusted USHCN CONUS temperatures are well aligned with recent measurements from the U.S. Climate Reference Network (USCRN)."

Þá segir einnig á sama stað um áhugamál Watts um að finna lélagar og góðar veðurstöðvar:

"Moreover, the sign of the bias is counterintuitive to photographic documentation of poor exposure because associated instrument changes have led to an artificial negative (“cool”) bias in maximum temperatures and only a slight positive (“warm”) bias in minimum temperatures."

Að lokum er kannski vert að benda á umfjöllun okkar um þessar mælingar sem m.a. Anthony Watts hefur verið duglegur að benda á, eins og þú kemur inná. Í grein á Loftslag.is, má lesa um það hvernig Watts og félagar eru staðnir að óvönduðum vinnubrögðum við þessar athuganir sínar, þar kemur m.a. fram að þeir kunna vart til verka þegar kemur að því að gera þennan samanburð og útreikninga sem þarf að gera til að komast að sannfærandi niðurstöðu varðandi hitamælingarnar. Í raun réttri má segja að þeir hafi fullyrt um niðurstöðuna af annaðhvort þekkingarleysi eða þá með því að halda ákveðnum atriðum út úr myndinni (sem eru þá einhverskonar falsanir ef þeir hafa vitað betur), annars er best að lesa sjálfa greinina til á átta sig á því hvernig þeir Watts og félagar klúðruðu þessu. 

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.4.2010 kl. 11:49

19 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Svatli, þakka þér fyrir að vara mig við þessum sem notar afneitunarsinnar um efasemdarmenn. Ég frábið mér alveg að vera líkt við þá sem afneita helförinni.

Ef menn geta ekki verið málefnalegir sé ég ekki ástæðu til að eyða tíma í að lesa skrif þeirra.

Finnur Hrafn Jónsson, 28.4.2010 kl. 22:10

20 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur: Þetta er reyndar fín grein sem þú missir af. En orðið afneitunarsinni í þessu tilfelli er um þá sem afneita vísindum, eins og margir virðast því miður gera varðandi loftslagsvísindin.

Þú lætur okkur vita þegar þú ert búinn að finna einhverja grein af þessum lista yfir "700 ritrýndar" greinar sem þú vilt að við skoðum nánar. Við erum tilbúnir þegar þú finnur út úr einhverri grein sem þér finnst þessleg að hún standist frekari skoðun.

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.4.2010 kl. 22:45

21 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Það hvarflar ekki að mér að afneita vísindum yfirleitt. Þegar hins vegar vísindamenn greinir á, er augljóst að þeir geta ekki allir haft rétt fyrir sér.

Þá reyni ég að átta mig á því hverjir hafa rétt fyrir sér og hverjir rangt.

Finnur Hrafn Jónsson, 29.4.2010 kl. 00:15

22 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur: Ég hélt því ekki fram að þú afneitaðir vísindunum yfirleitt, en benti bara á hvernig orðið afneitunarsinni var notað á þessari síðu, þar sem rætt var um þessar "700 ritrýndu" greinar.

En þegar svona lista er haldið á lofti sem einhverskonar sönnun á því að það sé mikill ágreiningur á milli vísindamanna varðandi fræðin, þá er lágmark að viðkomandi, í þessu tilfelli þú, kynnir þér listann vel. Á þessum lista eru bæði óritrýndar greinar, greinar með efni sem hefur verið hrakið eftir að þær komu út, greinar sem styðja kenningar um gróðurhúsaáhrif af mannavöldum (já, svei mér þá), greinar sem hafa ekkert með málið að gera o.s.frv.

Þess vegna erum við alveg tilbúnir að taka hvaða grein sem er af þessum 700 og útskýra nánar, ef þú hefur þá tíma til að kynna þér þetta nógu vel til að vita hið minnsta um innihaldið og velja svo eina... Það er lágmark að afla sér smá þekkingar á málunum áður en fullyrðingum um innihald þessara "700 ritrýndu" greina er haldið á lofti sem einhverjum stóra sannleik um hversu mikill ágreiningur er á milli vísindamanna, sjá nánar mýtu af loftslag.is, Vísindamenn eru ekki sammála um að hlýnunin sé af mannavöldum, þar kemur m.a. fram:

Ekkert bendir til að vísindamenn séu almennt ósammála um að það sé að hlýna af mannavöldum - þeir fáu sem ósammála eru hafa ekki getað bent á aðrar skýringar fyrir hlýnun jarðar – rök þeirra hafa verið hrakin. Því er hið almenna samhljóða álít nokkuð traust.

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.4.2010 kl. 00:44

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ömurlegt að sjá bloggsíðu um áhugavert og fræðandi efni, rústaða af manni eins og svatla, sem talar niður til fólks og er oft á tíðum hreinn dóni í samskiptum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.4.2010 kl. 00:58

24 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það eru þín orð Gunnar, en það þarf að svara því þegar farið er með  rangfærslur. Reyndar er það líka aðferð til að sverta fólk með því að halda því fram að maður sé dóni fyrir að svara...hálf kjánalegt.

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.4.2010 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband