3 Myndbönd

Síðustu daga höfum við birt þrjár færslur á loftslag.is með myndböndum sem eru áhugaverð, hvert á sinn hátt:

  • Abraham á móti Monckton - Í þessu myndbandi er sýnd glærusýning þar sem vísindamaður að nafni John Abraham fer í gegnum glærusýningu Monctons og uppgötvar ýmislegt misjafnt. Þetta er langt myndband, en er þó fróðlegt þeim sem vilja kynna sér mistúlkanir og óheiðarleika sumra þeirra sem afneita loftslagsvísindunum.
  • Ósérhæfðir sérfræðingar - Myndband frá Potholer54 sem fjallar m.a. um ósérhæfða sérfræðinga, gott ef Moncton bregður ekki fyrir þarna líka. Í myndbandinu er m.a. fjallað um sjálfskipaða sérfræðinga. Myndir þú t.d. láta veðurfræðing gefa þér sérfræði ráð varðandi húðsjúkdóma? - Varla, en það eru margir sjálfskipaðir "sérfræðingar" þegar kemur að loftslagsfræðunum.
  • Fyrirsagnir um loftslagsmál - Áhugaverður TED fyrirlestur sem Rachel Pike hélt um rannsóknir þær sem mynda fyrirsagnir blaða og tímarita um loftslagsmál. Það liggur ýmislegt að baki fyrirsögnunum, mikil vinna við rannsóknir og mælingar.
Verði ykkur að góðu og njótið dagsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sælir félagar.

Þar sem þið minnist á hinn ofursnjalla og áheyrilega Christopher Monckton þá var hann fyrir fáeinum dögum, 24 maí s.l.,  í alllöngum spjallþætti CrossTalk á stöðinni Russia Today (www.rt.com).

Sjá upptöku af þættinum á YouTube:
http://www.youtube.com/watch?v=pQ0iDoZhLKk

Ágúst H Bjarnason, 29.5.2010 kl. 17:54

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sæll Ágúst

Verst hvað hann fer ansi frjálslega með staðreyndir karlgreyið... Svona mistúlkanir gagna eins og hann augljóslega stundar, gerir hann nú ekki mjög snjallan í mínum huga. Annars held ég að með þessu háttalagi sínu sé hann að grafa undan málatilbúnaði afneitunarsinna, sem er kannski bara hið besta mál

PS. Þú veist væntanlega Ágúst, að hann er ekki Lord (lávarður), eins og hann titlar sjálfan sig opinberlega? Annars má sjá nánar um það og fleira í myndböndunum Hrakningar Lord Monckton – 1. hluti og Hrakningar Lord Monckton – 2. hluti

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.5.2010 kl. 18:09

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kæri Ágúst

Ég tók mig til og horfði á þetta viðtal við Monckton og 2 aðra sem þú bentir á. Þetta er alveg eftir bókinni, hann fer með rangt mál og er óheiðarlegur í sínum málflutningi. Í þessu viðtali er hann einnig dónalegur, þar sem hann gefur viðmælendum sínum ekki möguleika á að svara fyrir sig vegna endalausra framíkalla. Þar fyrir utan virðist hann byggja allan sinn málflutning í þessu viðtali á gögnum Lindzen og Choi 2009, sem búið er að marg hrekja. Sjá t.d. Relationships between tropical sea surface temperature and top-of-atmosphere radiation (Trenberth o.fl. 2010) og einnig (Murphy 2010). Þú getur strax byrjað að hlakka til mánudagsins þegar við birtum færslu um jafnvægissvörun Lindzen, á loftslag.is, en jafnvægissvörun hans virðist byggð á sérvöldum gögnum sem passa við fyrirfram ákveðna niðurstöðu. Þó er hann einn af örfáum úr hópi efasemdarmanna sem getur státað sig að því að geta titlað sig sem loftslagsvísindamaður, en það virðist þó ekki koma í veg fyrir að hann geti mistúlkað gögn.

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.5.2010 kl. 01:35

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Eins og ég hef áður sagt, þá vona ég að þið hafið rétt fyrir ykkur og hlýindin góðu haldi áfram, þó svo ég óttist hið gagnstæða.

Með ykkar hjálp held ég þó í vonina...

Ágúst H Bjarnason, 30.5.2010 kl. 06:00

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Að mínu mati væri óskandi að vísindamenn (þ.e. hinn mjög stóri meirihluti) hefðu rangt fyrir sér varðandi áhrif gróðurhúsalofttegunda, þó fátt ef eitthvað bendi til þess að svo sé. Við höfum persónulega engin sérstök áhrif á hlýnunina, þannig að það er óþarfi að nefna okkur sérstaklega í því ljósi, enda erum við einungis að segja frá því sem vísindin hafa um málið að segja.

En kannski er sá lærdómur sem hægt er að draga af þessari umræðu í þessari færslu að Monckton er langt frá þvi að vera áreiðanlegur hvað varðar loftslagsumræðuna. Hann fer með fleipur og er óheiðarlegur í nálgun sinni, þó svo einhverjir telji hann, einhverra hluta vegna, vera ofursnjallann og áheyrilegann.

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.5.2010 kl. 09:48

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Monckton er alveg magnaður

Ágúst H Bjarnason, 30.5.2010 kl. 10:29

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já Ágúst, það er magnað bullið sem kemur frá honum, hann er ekki eftirbátur margra í þeim efnum

T.d. það sem hann skrifaðu um AIDS á sínum tíma:

"there is only one way to stop AIDS. That is to screen the entire population regularly and to quarantine all carriers of the disease for life. Every member of the population should be blood-tested every month ... all those found to be infected with the virus, even if only as carriers, should be isolated compulsorily, immediately, and permanently."

Ætli hann sé ekki bara hræddur lítill karl, sem einhverra hluta vegna telur að hans skoðanir hans skipti einhverju máli og að honum sé óhætt að bulla endalaust til að fá athygli.

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.5.2010 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband