Hitinn eykst og metin með

Á komandi áratugum mun hitastig halda áfram að aukast, eins og flestir virðast vera búnir að átta sig á. En hverjar verða afleiðingarnar af hnattrænni hitastigshækkun upp á 4°C, sjá færslu af loftslag.is Gagnvirk kortaþekja fyrir Google Earth:

Við höfum áður fjallað um gagnvirkt kort frá Met Office, þar sem farið er yfir hugsanlegar afleiðingar þess ef hnattrænn hiti jarðar fer yfir 4°C, eins og sumar spár benda til að geti gerst á þessari öld.

Nú er hægt að skoða þetta gagnvirka kort í forritinu Google Earth (sem margir eru með í sínum tölvum) og búið að bæta við myndbönd sem hægt er að skoða í gegnum forritið með því að smella á tákn á kortinu. Myndböndin eru viðtöl við sérfræðinga þar sem þeir ræða afleiðingar þær sem 4°C hækkun getur mögulega haft.

Fleira er hægt að skoða með þessari kortaþekju og mælum við með að fólk kynni sér það nánar.

Hér er hægt að niðurhala kortaþekjunni(kml), nauðsynlegt er að hafa Google Earth í tölvunni til að skoða (Hægt er að hala niður Google Earth hér)

Ítarefni

Umfjöllun um fyrrnefnt gagnvirkt kort

Fyrir tíma loftslag.is birtum við á loftslagsblogginu upplýsingar um aðra viðbót fyrir Google Earth, til að skoða sjávarstöðubreytingar – sjá Sjávarstöðubreytingar

Þeir sem vilja eingöngu skoða myndböndin geta gert það á Youtube – MetOffice

Tengt efni af loftslag.is


mbl.is Hitamet féll í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þess má geta að fyrir 90 árum (árið 1920) mældist 36,8°C í Moskvu, þ.e 0,4 gráðum lægri hiti en nú.

Ágúst H Bjarnason, 26.7.2010 kl. 17:50

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það kemur fram í fréttinni á mbl.is Ágúst ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.7.2010 kl. 17:53

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk. Mér sást yfir það.

Annars er það merkilegt að það skuli  hafa verið þetta hlýtt þegar fyrir 90 árum.

Ágúst H Bjarnason, 26.7.2010 kl. 18:07

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það er eins með veðrið nú og þá að hitamet eru slegin. Munurinn er sá að þeim fjölgar nú með hækkandi hitastigi, samanber tengilinn: Hitamet mun fleiri en kuldamet í Bandaríkjunum.

Höskuldur Búi Jónsson, 26.7.2010 kl. 18:42

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er ekki óeðlilegt miðað við að frá 1920 hefur hlýnað á jörðinni um minna en eina gráðu. Þess vegna er ekkert óeðlilegt að hitabylgjur hafi komið í gamladaga. En hitabylgjur eru gjarnan um 10 gráðu hlýrri en eðlilegur hiti.

Emil Hannes Valgeirsson, 27.7.2010 kl. 21:29

6 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Sem er einmitt ástæðan fyrir að það er ekki hægt að segja að hitabylgja nú sé af völdum hlýnunar jarðar (tölfræðilega séð) - þó vitað sé að þær verði algengari við hækkun hitastigs.

Höskuldur Búi Jónsson, 27.7.2010 kl. 22:52

7 Smámynd: Karl Jóhann Guðnason

Hvað með þéttbýlismyndun og þéttbýlishitnun? Moskva var líklega minni borg árið 1920, minna malbik, og því staðbundið kaldara þá en nú. Ætli þessi 0,4 gráðu munur sé hægt að útskýra með þessum hætti?

Karl Jóhann Guðnason, 28.7.2010 kl. 23:07

8 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Eins og við vitum báðir, þá getur "þéttbýlishitnun" gengið í báðar áttir - þ.e. til kólnunar og hlýnunar. En jú það er alveg mögulegt að í þessu tilfelli sé það að einhverju leiti vegna þéttbýlismyndunar sem hitametið í Moskvu er slegið.

Hitt er annað - að hitametið í Moskvu er ekki aðalefni færslunnar, heldur þessi forvitnilega Google Map kortaþekja sem enginn virðist taka eftir í þessari færslu  

Höskuldur Búi Jónsson, 29.7.2010 kl. 09:01

9 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Til fróðleiks þá var fjallað um þéttbýlishitaaukninguna hér á loftslagsblogginu fyrir allnokkru síðan, sjá Tíu mótrök, liður 7.

Höskuldur Búi Jónsson, 29.7.2010 kl. 09:09

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað hitametið í Moskvu varðar má geta þess að hitamet hafa veirð að hrynja í miklu minni borgum mjög víða um Rússland. Málið er aðhitabylgjan í heild er af metstærð.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.8.2010 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband