COP16 í Mexíkó

Næsta loftslagsráðstefna verður eins og sagt er í frétt mbl.is í Mexíkó (COP16). Það er væntanlega ágætt að stilla væntingum í hóf, þar sem of miklar væntingar geta haft áhrif á útkomuna, eins og hugsanlega gerðist í Kaupmannahöfn (COP15). Helstu niðurstöður COP15 eru gerðar upp á loftslag.is í Kaupmannahafnaryfirlýsingunni, þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:

Í textanum að yfirlýsingunni segir að það eigi að vera “passandi, fyrirsjánleg og sjálfbær fjárhagslegur forði, tækni og afkastageta uppbyggingar”, sem á að hjálpa þróunarlöndunum í að aðlagast loftslagsbreytingunum. Iðnríkin hafa sett sér markmið um að leggja fram 100 miljarða dollara á ári frá 2020, sem eiga að koma til móts við að hjálpa þróðurnarlöndunum að aðlagast loftslagsbreytingunum. Í einni viðbót við yfirlýsinguna, er loforð um stuðning við þróunarlöndin til skamms tíma, 2010-2012, upp á 10,6 miljarða dollara frá ESB, 11 miljarðar dollara frá Japan og 3,6 miljarðar dollara frá BNA.

Það fer ekki mörgum sögum af efndum og þ.a.l. er það kannski rétt mat að setja sér ekki of miklar væntingar á COP16 í Mexíkó. 

Tengt efni á loftslag.is - um COP15:

 


mbl.is Svartsýni í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband