Siglingaleiðir og útbreiðsla hafíss

Það bendir ýmislegt til að bæði norðaustur- og norðvesturleiðin verði oftar opnar í framtíðinni. Við meiri hlýnun má gera ráð fyrir minna af hafís á norðuslóðum og þar með opnari siglingaleiðir á þeim slóðum, allavega í einhvern tíma yfir sumartímann. Í nýlegum gestapistli á loftslag.is veltir Emil H. Valgeirsson fyrir sér opnun siglingaleiða á norðurslóðum, þar skrifar hann m.a. eftirfarandi:  

Þótt deila megi um ágæti þess að heimskautaísinn bráðni mikið, þá horfa ýmsir vonaraugum til Norðvesturleiðarinnar í sambandi við skipaferðir. Sjálfsagt er þó langt í að slíkar siglingar verði almennar nema í mjög takmarkaðan tíma á ári. Norðausturleiðin sem liggur norður fyrir Síberíu er hinsvegar mun oftar aðgengileg stórskipum, ísinn er samt óútreiknanlegur og sem dæmi um það þá opnaðist Norðausturleiðin ekki árið 2007 þrátt fyrir metbráðnun.

 

Sjá nánar gestapistil eftir Emil H. Valgeirsson á loftslag.is, Íshafsbráðnun og siglingaleiðir.

Í annarri færslu á loftslag.is komum við inn á hafísútbreiðslu í sumar, nánar tiltekið í júlí, þar kemur eftirfarandi fram:

Útbreiðsla hafíss í júlímánuði var sú næst minnsta fyrir mánuðinn síðan gervihnattamælingar hófust, frá 1979 til 2010. Í júlí hægði á bráðnun hafíss (miðað við júní og maí), en nú er eldri ísinn sem endaði í Beaufort hafinu fyrr í vetur byrjaður að bráðna.

 

Sjá nánar á loftslag.is, Hafís | Júlí 2010.

Tengt efni á loftslag.is:


mbl.is Danir sigla norðausturleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband