NOAA – ástand Norðurskautsins 2010

Á loftslag.is er áhugavert myndband um ástand Norðurskautsins 2010. Þar er farið myndrænt yfir helstu niðurstöður skýrslu NOAA, sem byggt er á 17 greinum eftir 69 höfunda.

Sjá nánar á NOAA – ástand Norðurskautsins 2010

Tengt efni á loftslag.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Höfundar skýrslunnar segja áhrif minnkandi íss og hlýnandi loftslags á fiskveiðar, vera flókna.  

Sömuleiðis segja þeir í myndbandinu að sumar spendýrategundir eigi erfitt uppdráttar, en aðrar ekki. Svo birta þeir myndir af hinum ólíkustu spendýrum, frá hvölum og selum, til ísbjarna og hreindýra.

Hver af þessum fjórum dýrategundum eru í hættu?

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.10.2010 kl. 15:05

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Náttúran er flókið fyrirbæri Gunnar...við vitum að það er að hlýna og það mun væntanlega halda áfram að hlýna, en það er ekki einfalt mál að sjá fyrir allar afleiðingar hlýnunar og það hefur svo sem engin haldið því fram að það væri einfalt, t.d. má lesa um fiskveiðar og hlýnandi haf á loftslag.is, Fiskistofnar fylgja sínu kjörhitastigi

Í myndbandinu kemur fram, þegar þeir sýna hvalina, að þeir tala um að stofnar sumra hvala séu að styrkjast (e. increase) í þann mund sem myndin af hvölunum kemur upp (0:37). Það er vitað að Ísbirnir eiga erfitt uppdráttar og munu eiga erfiðara uppdráttar við minni hafís, sjá t.d. Ísbirnir við hnignandi hafís. Varðandi selina og hreindýrin, þá þekki ég það ekki svo gjörla, en eins og ég sagði var ekki bara talað um þau dýr sem eru í hættu (en þetta eru þó dýr sem lifa á norðuslóðum), en ef þú skellir þér t.d. á Wikipedia, þá eru ýmsar upplýsingar um dýrin þar. Það eru líka margar undirtegundir af bæði selum og hreindýrum og það getur verið að það sé átt við ákveðnar undirtegundir sem búa á ákveðnum svæðum sem séu í hættu (en ekki t.d. íslenska hreindýrastofninn, svo dæmi sé tekið) - t.d. eru allavega 2 undirtegundir hreindýra sem dóu út á síðustu öld (samkvæmt http://en.wikipedia.org/wiki/Reindeer. Þannig að þetta er flókið, en þó er ljóst að afleiðingar hlýnunar eru ekki bara jákvæðar...

Einnig langar mig að benda á súrnun sjávar sem afleiðingu sem við (á Íslandi) eigum að mínu mati að taka alvarlega, þar er einnig flókið samspil sem erfitt er að sjá fyrir.

Sveinn Atli Gunnarsson, 25.10.2010 kl. 15:58

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Gunnar: Með því að fylgja tenglinum Arctic Report Card sem er í færslunni á loftslag.is þá má svala forvitni sinni.

Um sjávarspendýr (t.d. hvalir, selir og ísbirnir):  Marine Mammals

Um hreindýr: State of Wild Reindeer Herds

Höskuldur Búi Jónsson, 25.10.2010 kl. 16:14

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Engin þessara dýrategunda eru í hættu. Reyndar spurning um einhverjar hvalategundir, þó ekki þá sem sýnd er í myndbandinu (að ég hygg)

Að sjálfsögðu breytist kjörhitastig lífvera, bæði í lofti, á láði og í legi, við hlýnandi loftslag. Það þarf ekki "vísindamann" til að segja manni það.

En lífverurnar eru hreyfanlegar, sem betur fer  og þær hnika sér eitthvað til. Aðrar lífverur, o..þ.m.t. maðurinn, verða að hlýða kallinu og elta.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.10.2010 kl. 16:17

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Svona fullyrðingar út í loftið um að engar af þessum dýrategundum séu í hætttu, eru bara ekki réttar Gunnar...ef þú hefðir lesið svarið mitt (og Höska), þá hefðirðu kannski ekki þurft að vera með svona staðhæfingar. Skoðaðu skýrslurnar sem Höski bendir á.

Það að vistkerfi þurfi að "hreyfa" sig er afleiðing hlýnunar Gunnar, þú hlýtur að sjá það. Það er þá bara vonandi að allar lífverurnar hreyfi sig í takt, þannig að bæði fæðan (bæði plöntur og dýr) og svo aðrar lífverur sem lifa á fæðunni færi sig í takt, sem er þó alls ekki sjálfgefið enda um flókið samspil að ræða Gunnar. En til að skoða svona þarf vísindamenn og rannsóknir, enda segja staðhæfingar út í loftið okkur ósköp lítið um vistkerfin.

Sveinn Atli Gunnarsson, 25.10.2010 kl. 16:38

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég stend við það að; 

  • Hreindýr eru ekki í hættu.
  • Selir eru ekki í hættu.
  • Ísbirnir eru ekki í hættu.
  • Hvalir eru ekki í hættu, með örfáum undantekningum, og þá ekki vegna hnattrænnar hlýnunar.

Ég þykist vita að þið hafið eitthvað við ísbjarnarfullyrðinguna að athuga. Ykkar upplýsingar eru á móðursýkislegum misskilningi byggðar. Varla væru leyfðar veiðar á 1000 dýrum, ef þessi dýr væru í útrýmingarhættu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.10.2010 kl. 21:39

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þetta eru staflausar staðhæfingar hjá þér Gunnar, enda er ekki öruggt að það sem þú "þykist vita" sé í samræmi við rannsóknir vísindamanna.

Samkvæmt rannsóknum vísindamanna eru ákveðin sjávardýr (í sumum tilfellum er um að ræða ákveðnar undirtegundir eða ættkvíslir) í hættu, þar á meðal ísbirnir (þeir eru taldir vera um 20 - 26 þúsund talsins - íbúar Hafnarfjarðar eru líka um 26 þúsund, svona til að fá eitthvað samhengi í töluna). Í tenglinum sem Höski bendir á er talað um ísbirni sem eru frá 19 svæðum. Á 5 svæðum fer þeim fækkandi, á 2 svæðum fjölgar þeim, á 5 svæðum er fjöldin í jafnvægi og á restinni eru ónógar upplýsingar til að segja til um þróunina. Um seli virðist vera meiri óvissa. Samkvæmt rannsóknum vísindamanna á hreindýrum þá fækkar flestum hópum hreindýra. Eins og fram kom í myndbandinu, þá fjölgar sumum tegundum hvala, en einnig er hægt að finna tegundir sem fækkar. Það er að sjálfsögðu erfitt að vita hvað það er nákvæmlega sem veldur fækkun í öllum tilfellum, en breytingar á lífskilyrðum vegna hlýnunar geta að sjálfsögðu vegið þungt, sérstaklega hjá tegundum eins og ísbjörnum og t.d. rostungum.

Það er lítið að marka fullyrðingar eins og þú kemur með Gunnar ef þú getur ekki bent á einhver gögn sem styðja mál þitt. Það getur hver sem er staðhæft um einhverjar fullyrðingar út í loftið. Við erum ekki með neinn "móðursýkislegan misskilning" þó að við viljum benda á það sem vísindamenn (þú veist þeir sem framkvæma rannsóknir) segja um hugsanleg breytt lífskilyrði ýmissa dýra á norðuhjara við hækkandi hitastig jarðar. Það kemur líka fram í þessu hjá okkur að það er óvissa varðandi ýmis atriði, en það er ekki sjálfgefið að óvissan í sjálfu sér minnki hættuna fyrir dýrin í framtíðinni, en vonandi verður óvissan okkur í hag...en það er svo sem ekkert öruggt í þeim efnum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 25.10.2010 kl. 22:08

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ágætu félagar:

Kannski þróunin sé á réttri leið frá sjónarhóli blessaðra dýranna...

 - Var ekki síðastliðinn vetur með mestu útbreiðslu hafíss síðustu sex ára á norðurhveli?

 - Var ekki  síðastliðinn vetur með með næstmestu snjóþekju á norðurhveli síðan mælingar hófust, og þá mestu síðastliðin rúm þrjátíu ár?

Hvað haldið þið félagar að næstu ár beri í skauti sér? Er þróunin nokkuð að snúast við?  Er nokkur hætta á hafísárum hér við land á næstu árum?   Eru þetta óþarfa áhyggjur hjá mér?

 http://icecap.us/images/uploads/icecover_2010-63.JPG

 http://icecap.us/images/uploads/nhland_season1.gif

Ágúst H Bjarnason, 25.10.2010 kl. 22:32

9 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst:

Það er (eins og við höfum margoft bent þér á) betra að skoða útbreiðslu hafís í meira en aðeins síðustu 6 árin til að fá heildarmyndina á því sem er að gerast þar. Þar fyrir utan var útbreiðsla hafíssins það þriðja minnsta við lágmarkið í september síðastliðin og einnig hefur hafísinn orðið þynnri á síðustu árum og áratugum (þ.e. minna rúmmál), sjá t.d. Hafís yfirlit fyrir september ásamt umfjöllun um hafíslágmörkin tvö. Hvort það kemur hafísár, er ómögulegt fyrir mig að vita, enda margt sem spilar þar inní, vindar, straumar, magn hafíss á ákveðnum svæðum o.s.frv. S.s. margir þættir sem spila þar inn í, en það er allavega orðið langt síðan síðast og ég myndi halda að líkurnar væru minni núna en oft áður.

Þetta með snjóinn segir okkur nú ekki svo mikið eitt og sér. Þarna er um eitt ár að ræða og í sjálfu sér getur ástand eins og var yfir Norðurpólnum síðastliðin vetur alveg orðið til þess að ákveðin svæði í BNA og Evrópu fái meiri snjókomu en í meðalári, sjá t.d. Does record snowfall disprove global warming?. Á heimasíðu NOAA er þetta líka útskýrt lítillega, þar segir t.d. (sjá nánar hér):

Large-Scale Climate Patterns

During the 2009/2010 Cold Season, two major global-scale climate events—El Niño and a negative Arctic Oscillation—were occurring simultaneously. The combination of their atmospheric influences brought several unusual temperature and precipitation patterns to the U.S.

Það má einnig geta þess að vorið var snjólétt á norðurhveli, sem sjá má á heimasíðu Rutgers University Climate Lab (þar sem myndin sem Ágúst vitnar í kemur upprunalega frá). Reyndar er leitnin í snjóþekjunni á vorin tiltölulega ákveðið niður á við á síðustu árum. Hérna má líka sjá snjóþekjufrávikið á annan hátt (Rutgers University). En það eru klárlega meiri sveiflur í snjóþekjunni, enda hafa fleiri þættir, t.d. úrkoma að vetri til, áhrif þar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.10.2010 kl. 00:27

10 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hér má sjá þróunina undanfarna áratugi í snjóþekju á Norðurhveli Jarðar -myndrænt af heimasíðu Rutgers háskólans: 

En við þurfum svo sem ekki að fara langt til að sjá upplýsingar um snjóþekju, því í tenglinum sem fylgir færslunni sem vísað er í hér fyrir ofan má einnig finna upplýsingar um snjóþekju - sjá Terrestrial Snow - en þar má einnig sjá þessa áhugaverðu mynd af snjóþekju að vori á Norðurhveli Jarðar samkvæmt NOAA:

Þrátt fyrir það, þá má búast við aukinni snjókomu samfara hlýnun jarðar um háveturinn, eins og sést á mynd Ágústar - en það er tengt meiri úrkomu, vegna meira vatnsinnihaldi lofthjúpsins samfara hlýnun.

Einnig má búast við kuldahreti á vissum svæðum í Norður Ameríku, Norður Evrópu og Norður Asíu um háveturinn - samfara hlýnun Norðurskautsins, en það tengist því að kalt loft nær þá meira að flæða frá Norðurskautinu og til nærliggjandi meginlanda.

Sem sagt, það er búist við aukinni snjókomu og kuldum um háveturinn á þessum svæðum - einmitt vegna hlýnunar jarðar.

Höskuldur Búi Jónsson, 26.10.2010 kl. 08:56

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þegar hlýnun jarðar er orðin ástæða fyrir kuldum... tja, þá er nú fokið í flest skjól

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2010 kl. 09:31

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er svo margt sem þú skilur ekki Gunnar, enda er náttúran flókið fyrirbæri.

En eigum við ekki að skoða það saman hvað Höski tiltekur sem ástæður Gunnar:

Einnig má búast við kuldahreti á vissum svæðum í Norður Ameríku, Norður Evrópu og Norður Asíu um háveturinn - samfara hlýnun Norðurskautsins, en það tengist því að kalt loft nær þá meira að flæða frá Norðurskautinu og til nærliggjandi meginlanda.

...má búast við aukinni snjókomu samfara hlýnun jarðar um háveturinn, eins og sést á mynd Ágústar - en það er tengt meiri úrkomu

Það eru engar mótsagnir í þessu og hlýnun Jarðar (sem er á heimsvísu), þó þú virðist ekki skilja þetta Gunnar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.10.2010 kl. 10:02

13 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Jamm - þetta er frekar beisik Gunnar

Höskuldur Búi Jónsson, 26.10.2010 kl. 10:32

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Bara að taka það fram að bláa stólparitið sem sýnir snjóþekju á norðurhveli er af vefíðu Rutgers:

http://climate.rutgers.edu/snowcover/chart_seasonal.php?ui_set=nhland&ui_season=1

Það sýnir snjóþekjuna í milljónum ferkíómetra, en er ekki frávik frá meðaltali.

Meiri snjór kemur sér væntanlega vel fyrir blessaða hvítabirnina og meiri úrkoma fyrir gróðurinn. Gróðurinn kann líka vel að meta aðeins hærra hitastig, eins og við þekkjum vel hér á landi, og svo er auðvitað líka nammið plantanna sem kallast koltví... eitthvað

Jæja, fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott, eins og einhvers staðar stendur skrifað.

Það skipti þó miklu máli fyrir okkur hér að landsins forni fjandi haldi sig fjarri landinu. Vonandi verður það þannig næstu ár og áratugi.... Það verður spennandi að fylgjast með honum.

Ágúst H Bjarnason, 26.10.2010 kl. 11:23

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skilduð þið ekki húmorinn í þessu.... greyin

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2010 kl. 11:45

16 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst:

Ertu að segja mér að þú hafir fengið stólparitið beint af heimasíðu Rutgers (copy - paste eða dregið beint hingað), en ekki frá eftirfarandi síðu, http://icecap.us/?. Ég veit að stólparitið er af síðu Rutgers upphaflega, en þú náðir EKKI í það þangað, heldur á http://icecap.us/, það er alveg ljóst í mínum huga. Síðan http://icecap.us/ er nefnilega ein af þessum afneitunarsíðum sem einmitt stundar það að misskilja vísindin ansi hressilega (viljandi eða óviljandi), væntanlega í pólitískum tilgangi.

Snjór er ekki aðalatriðið fyrir ísbirnina, heldur hafísinn og afkoma hans...ég hélt að þú vissir það Ágúst ???

En eins og við höfum marg oft farið yfir með þér, Ágúst, þá er ekki sjálfgefið að allar afleiðingar hnattrænnar hlýnunar verði jákvæðar, þó að þú teljir það. Allavega eru vísindin að benda á ýmsa þætti sem hugsanlega geta verið neikvæðir þættir...sjá t.d. afleiðingar. En ef maður hefur allar helstu upplýsingar varðandi loftslagsmálin af síðum eins og WUWT og http://icecap.us/, þá er hægt að eiga von á að þekkingin varðandi þessi mál sé af skornum skammti, ráðlegg þér því að nota aðrar heimildir Ágúst.

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.10.2010 kl. 12:11

17 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar greyið, ertu að bakka í land með þessar athugasemdir þínar, var þetta allt eitt djók hjá þér?

Ef svo er, þá :D

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.10.2010 kl. 12:12

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, ég bakka ekki í land með þessar dýrategundir.

"Vistkvíðasjúklingar" hafa áhyggjur, en það kemur engum á óvart.

Svokallaðir "válistar" yfir dýra og plöntutegundir, er ekki það sama og að viðkomandi tegund sé í hættu í raun, heldur að það sé merkjanleg fækkun í tegundinni og að fylgjast þurfi með henni. Fyrir nokkrum árumn fækkaði hröfnum á Íslandi og þá voru þeir settir á válista. Engin hætta var á ferð.

Það er alveg rétt að sumar dýra og plöntutegundir hverfa af svæðum, ef búskilyrði versna. Þið getið sofið rótt yfir því (jafnvel án lyfjagjafar). Þetta hefur gerst nokkrum sinnum áður.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2010 kl. 10:04

19 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar:

Það að dýr séu á válista merkir ákveðna hættu (misjafnlega mikil eftir svæðum og tegundum), það er engin að fullyrða um að allar dýrategundir á þannig lista séu í bráðri útrýmingarhættu, en að hætta sé til staðar (það er alger óþarfi hjá þér að misskilja það öðruvísi). Þ.a.l. er mikilvægt að fylgjast með dýrategundum sem fækkar og eru í hættu, eins og þú sjálfur viðurkennir Gunnar. Breytingar á vistkerfum eins og vegna hlýnandi loftslags eru breytingar sem geta valdið því að ákveðnar tegundir (t.d. ísbirnir og rostungar) geta verið í meiri hættu en aðrar. Og annað, sem einnig kemur fram í myndbandinu, þá eru aðrar tegundir að fá betri lífsskilyrði. Þetta eru allt hlutir sem þarf að fylgjast með og rannsaka, fullyrðingar út í loftið (eins og Gunnar hefur sett fram hér í athugasemdum) er ekki til þess fallnar að bæta þekkingu okkar á vistkerfum og lífsskilyrðum dýrategunda.

Við höfum hvergi fullyrt nokkuð um að breytingar á vistkerfum hafi ekki gerst áður, þannig að það er bara orðhengilsháttur hjá þér að vera að koma fram með einhverjar pillur varðandi það. En aftur á móti lítur út fyrir að athafnir okkar mannanna hafi nokkur áhrif á afkomu vistkerfa og það er nauðsynlegt að þekkja hvaða afleiðingar hlutir eins og t.d. loftslagsbreytingar geta haft á afkomu vistkerfa. Þá þekkingu fáum við ekki með staflausum fullyrðingum, heldur mælingum og rannsóknum vísindamanna.

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.10.2010 kl. 10:41

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"...fullyrðingar út í loftið (eins og Gunnar hefur sett fram hér í athugasemdum)

Þú ert "trúarofstækismaður" þegar kemur að þessum málum, Svatli.

Ég stend við allt sem ég segi hér um þessar dýrategundir. Ég ætla mér samt ekki að vísa í þær fjölmörgu heimildir um þessi mál, sem draga verulegu úr þessari hysteríu. Gúggel er við núna. Spyrjið hann

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2010 kl. 11:13

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

.... enda sýnist mér að engum tilgangi þjóni að benda þér/ykkur á heimildir. Ef þær stangast á við móðursýkishugmyndirnar, þá er uppruni heimildanna vafasamur að þykkar mati.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2010 kl. 11:15

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

... og svo þegar rekið er ofan í ykkur vitleysan sem kemur fram í heimsendaspádómunum, þá reynið þið að klóra yfir og draga úr.

Vísindaleg vinnubrögð? Maður spyr sig

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2010 kl. 11:19

23 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Óttaleg nafnaköll eru þetta Gunnar. Ef þú leggur ekki neitt frekar fram af heimildum, þá eru þetta að mínu mati staflausar fullyrðingar. Þú hefur reyndar ekki gert neina tilraun til að benda okkur á heimildir hingað til, ættir kannski að fara að byrja á því við fyrsta tækifæri.

Það sem við gerum aftur á móti á loftslag.is, er að benda á rannsóknir og mælingar vísindamanna, heimilda er líka getið. En af því að það virðist ekki passa við hugmyndafræði þína, þá telur þú þig geta fullyrt út í loftið varðandi þessi mál og svo reynir þú að vefengja okkar heimild með enn fleiri staðhæfingum sem ekki standast nánari skoðun. Orð þín dæma sig sjálf Gunnar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.10.2010 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband