Hnattræn hlýnun eða loftslagsbreytingar?

Í nýju myndbandi á loftslag.is, tekur Greenman3610 (Peter Sinclair) fyrir skilgreiningarnar hnattræna hlýnun og loftslagsbreytingar. Hvers vegna er stundum talað um loftslagsbreytingar og stundum um hnattræna hlýnun. Sumir “efasemdarmenn” hafa valið að misskilja þetta á einhvern hátt og telja jafnvel að það sé eitthvað samsæri í gangi… Jæja, en hvað um það, lýsing höfundar á myndbandinu er eftirfarandi – varúð þarna er talað um afneitun…

Það að nota orðið “loftslagsbreytingar” í staðin fyrir hnattræna hlýnun – er það einhver útsmogin, orvelsk afbökun á tungumálinu, einskonar sálfræðilegur orðaleikur til að ná taki á hugsunum fólks, og sem er búið til af sálfræðilegum loddurum hins Nýja Alheimsskipulags.

Loftslagsafneitarar gera sér ljóst að aðeins þeir geta séð í gegnum hin illu plön hugsanalögreglu heimsins.
Hvaða dularfulla og leynilega samsæri liggur að baki þessa tröllvaxna hugsanaspils?

Já, já, hann er ekkert að skafa utan af kaldhæðninni, það er hægt að skera út ísstyttur í þessi orð hans, en myndbandið má allavega sjá á loftslag.is, fyrir þá sem þora: Hnattræn hlýnun eða loftslagsbreytingar?

Tengt efni á loftslag.is – Greenman3610 myndbönd:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það rann upp fyrir mér um daginn, hvers vegna hugtakið "loftslagsbreytingar" eru að koma svona sterkt inn hjá alarmistunum þessa dagana.

Það er auðvitað vegna kuldanna í Evrópu, Kína, Bandaríkjunum, Ástralíu, (gleymi ég einhverju?)  "Hnattræn hlýnun" hljómar eitthvað svo kjánalega þessa dagana.

Ykkur hlýtur þó að hafa létt við fréttirnar frá Argentínu um daginn. Það er hitabylgja þar!!

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.12.2010 kl. 12:56

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Miklir vetrarkuldar í Evrópu Asíu og Bandaríkjunum verða auðvitað að dragast frá allri hlýnuninni á norðusrlóð.

Mér er ekki alveg ljóst hver er nettó staðan.

Ég er einn þeirra varfærnu - sem vil láta náttúruna njóta vafans - á þann hátt að "vegir náttúrunar lúta einungis lögmálum náttúrunnar sjálfrar.

Heimshöfin eru öll í myrkri - og þekking okkar á höfunum er varla nema  2-3 metra niður ....

Það er  afkaplega mikilvægt að vera ósammála um forsendur þessarar hlýnunar - "átakakenningin" er  hvati til að þvinga fram hvað stenst - í ljósi tímans.

 Gleðilegt ár - takk fyrir skoðanaskipti á árinu KP

Kristinn Pétursson, 30.12.2010 kl. 14:00

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir athugasemdirnar. En þessir kuldar í Evrópu í desember breyta vísindunum svo sem ekki, enda í sjálfu sér ekki í mótsetningu við það sem vísindamenn eða við sjálfir höfum sagt varðandi náttúrulegar sveiflur í hitastigi, t.d. staðbundið. Það verður forvitnilegt að sjá þegar tölurnar fyrir desember koma fram, hvert meðalhitastigið hefur verið á heimsvísu, hvað sem hægt er að segja um staðbundið hitastig... Við í ritstjórn loftslag.is, veltum almennt ekki fyrir okkur einstökum hitabylgjum eða einstökum kuldaköstum, heldur skoðum leitnina í víðara samhengi og til lengri tíma, svo það komi fram hér.

Kristinn, ég myndi vilja taka undir orð þín um að láta náttúruna njóta vafans, þó ég leggi nú væntanlega aðra meiningu í það en þú ;)

En allavega takk fyrir skoðanaskiptin á árinu báðir tveir, það er bara hið besta mál að standa í skoðanaskiptum á málefnalegum grundvelli og vonandi getum við allir haldið þeim merkjum á lofti á nýju ári - þó stundum hlaupi væntanlega smá "hiti" í umræðuna á köflum :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.12.2010 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband