Styrkur CO2 var hærri til forna

Röksemdir efasemdamanna…

Sönnun þess að CO2 hafi lítil áhrif við loftslagsbreytingar má finna á fyrri tímabilum jarðsögunnar, t.d. á Ordovisíum/Silúr og Júra/Krít. Á þeim tíma var styrkur CO2 allt að tíu sinnum meiri en hann er nú – en samt urðu ísaldir.

Það sem vísindin segja…

Þegar styrkur CO2 var þetta hár á fyrri tímabilum jarðsögunnar, þá var styrkur sólar einnig minni. Sameiginleg áhrif sólar og CO2 sýna góða samsvörun við loftslagsbreytingar.

Í gegnum sögu jarðar hafa komið tímabil þar sem styrkur CO2 var mun hærri en styrkur þess er í dag. Það vekur því furðu að á sumum þessara tímabila uxu jöklar með töluverða útbreiðslu. Er það í mótsögn við títtnefnd áhrif CO2 til hlýnunar? Nei, af einfaldri ástæðu. CO2 er ekki eini þátturinn sem hefur áhrif á loftslagsbreytingar. Til að skilja fyrri loftslagsbreytingar verðum að að taka með í dæmið aðra þætti sem hafa áhrif á loftslag. Ein rannsókn sem miðaði að því að skoða þetta, tók saman þekkingu manna á þeim gögnum sem til eru um styrk CO2 í andrúmsloftinu síðastliðin 540 milljón ár (Royer 2006). Það tímabil er kallað Phanerozoic – eða öld hins sýnilega lífs.


Mynd 1: Styrkur CO2 í andrúmsloftinu síðustu 540 milljón ár (
Phanerozoic). Brotalínan sýnir spár GEOCARB líkansins – með grárri skyggingu fyrir óvissumörk.Heil lína sýnir einfaldaða mynd samkvæmt proxí gögnum (Royer 2006).

Styrkur CO2 í andrúmsloftinu hefur verið gríðarlega hár á fyrri hluta Phanerozoic, að öllum líkindum hefur hann farið yfir 5000 ppm. Hinsvegar var útgeislun sólar einnig stöðugt minni því lengra aftur sem við förum...

[...]

Nánar á loftslag.is, þar sem einnig er listi yfir ítarefni ásamt fleiri gröfum og myndum, Styrkur CO2 var hærri til forna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg meirháttar þreitt umræðuefni, sem aldrei þrýtur.  Því miður er það svo, að meðal okkar manna finnst fólk sem ekki vill breitingar í tilverunni og því standa þeir sem styttur gegn vísindum.  Það þýðir lítið að benda á þessi dæmi, til forna, því að það skiptir engu máli hvort við tökum nútíman eða í þann tíma, þær upplýsingar sem við höfum eru sárafáar.  Þessu er að kenna kerlingum og karla-kerlingum, sem vilja banna bækur til að vernda börnin, og vilja meðhöndla allt mannkynið eins og börnin sín.  Þetta er svo hrykalegt, að það er ástæða til stórstyrjaldar til að breita þessu því að afdrif okkar mannkyns stendur með því að við "skiljum" umhverfi okkar, en ekki á því að við bönnum mjólk í hvert sinn sem kemur upp sú buna úr fólki, að mjólk sé hættuleg.  Fólk má ekki stunda kynlíf, það getur orðið blint, má ekki drekka mjólk því hún er hættuleg ... ef svona fólk fær að ráða, þá endum við á sama stigi og fólk í Afghanistan eða Saudi-Arabíu ... gnómatar, eða kamel-negrar eins og Bandaríkjamenn kalla þá.

Það sem um er að ræða, er að jörðin snýst kringum sjálfan sig sem er upphaf dags og nætur.  Hún hefur segulsvið sem hefur aukist, því eru engar risaeðlur lengur ... þær myndu eiga erfitt með að hreifa sig með g=9,8 m/s.  Jörðin snýst í kringum sólu, sem er upphaf vors-sumars-veturs og huast.  En hérna lýkur "skilningi" mann, en sólin á líka sín tímabil að ræða sem eru upphaf um það bil 11 ára tímabils, þar sem við finnum áhrifin með auknum hita.  Við vitum einnig að jörðin er ekki stöðug í gróf sinni, þannig að norður póllin hreifist og vafrar frá Alaska til Síberíu, og Grænlands til Japans.

En í himingeimnum er tugþúsundfallt fleiri dæmi um hreifingu hnatt tungla.  Að halda að þessi hnatttungl hafi enginn áhrif hér, er hreinn hálfvitaháttur.  Við vitum, bara að lesa mannkynssöguna að á hverju þúsund ára tímabili, eða svo ... verður stökk breiting í Þjóðfélögum.  Á sama tíma og þessar stökkbreitingar verða, eru þessi þjóðfélög með sögur um aukin styrk sólar (hlýnun), þar sem suður ameríku búar fórnuðu fólki til að breita þróuninni, því þeir héldu að guðirnir væru reiðir þeim.  Aukin styrk veðurafla, samanber flóð, eldingar.  Þetta er ekkert hægt að hunsa, bara vegna þess að einhver kerlingar hró einhvers staðar er haldinn geðveikislegri hræðslu um að einhver ráðist á hana ef hann fær að lesa klámblöð.

Það sem við þurfum að óttast mest, nú ... er okkar eigið fólk, sem vill banna allt.  Því næst eru náttúruöflin, sem við erum einungis á byrjunarstigi með að skilja, en ef við tökum ekki á fyrsta dæminu, fer eins fyrir okkur og fór fyrir Rômverjum og Grykkjum, við hverfum aftur í myrkar aldir boða og banna.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 07:37

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Bjarne: Þú ert frekar óhefðbundinn og eflaust hrókur alls fagnaðar í þínum vinahóp. EN vísindamenn segja eitt og þú segir annað. Ekki ætlastu til þess að við tökum þig alvarlega?

Höskuldur Búi Jónsson, 26.1.2011 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband