Þeir breyttu úr hnattrænni hlýnun yfir í loftslagsbreytingar

Röksemdir efasemdamanna…

Þeir breyttu úr hnattrænni hlýnun yfir í loftslagsbreytingar

Það sem vísindin segja…

Því hefur lengi verið haldið fram  að einhverjir óskilgreindir “þeir” hafi breytt heiti fyrirbærisins  “hnattrænni hlýnun” yfir í “loftslagsbreytingar”. Í raun lýsa þessi tvö heiti tveimur mismunandi fyrirbærum og hafa þessi heiti verið notuð jafnhliða í áratugi. Einu aðilarnir sem hafa gert það að markmiði sínu að skipta yfir í heitið loftslagsbreytingar – eru “efasemdamenn” um hnattræna hlýnun.

Hnattræn hlýnun (e. global warming) eða loftslagsbreytingar (e. climate change)

Bæði heitin eru mikið notuð í vísindagreinum, vegna þess að þau vísa í tvö mismunandi eðlisfræðileg fyrirbæri. Eins og við má búast, þá þýðir hnattræn hlýnun að langtíma leitni hitastigs sé að rísa hnattrænt. Loftslagsbreytingar eru einnig lýsandi heiti og vísar í hnattrænar breytingar í loftslagi sem afleiðing af hækkandi hitastigi Jarðar. Sem dæmi þá eru breytingar í úrkomumunstri, breytingar í tíðni og lengd hitabylgja og þurrka og annarra öfgaveðuratburða.

[...]

Skiptir þetta einhverju máli? Hverjir breyttu þessu og/eða var þessu breytt? Hvers vegna er þetta eiginlega í umræðunni? Lesa má nánar um þetta og skoða gröf og útskýringar á loftslag.is - Þeir breyttu úr hnattrænni hlýnun yfir í loftslagsbreytingar.

Heimildir og ítarefni

Þessi færsla er þýðing á færslu af Skeptical Science, sjá einnig hér.

Tengt efni á loftslag.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég geri mér vonir um að það verði álíka hlýtt á næstu árum og þegar hægt var að rækta grænmeti og annað á Grænlandi á landnámsöld...og þá dugar ekki 1-2° hlýnun, heldur þarf að bæta verulega í áður en náð verður viðlíka búslædarlegum áhrifum á norðuhjara og ríkti fyrir margt löngu, litla ísöld á þó sennilega eftir að spilla þessari bjartsýni minni áður en svo notalegt verði veðurfarið.

Georg P Sveinbjörnsson, 16.2.2011 kl. 21:41

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Georg: Má bjóða þér að lesa eftirfarandi umfjallanir - sem tengjast beint þessari athugasemd þinni:

Það var hlýrra á miðöldum

Er hlýnun jarðar slæm?   og  Er hnattræn hlýnun góð?

Er lítil ísöld eða kuldaskeið ða skella á?

Höskuldur Búi Jónsson, 16.2.2011 kl. 23:47

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Takk, skoða þetta með opnum hug.

Georg P Sveinbjörnsson, 17.2.2011 kl. 04:28

4 Smámynd: Kristinn Pétursson

Fagmennskan verður ávallt best.  Loftslagsbreytingar er bera orð - sem lýsir meiri fagmennsku.

Hér er mynd af jöklastöði Íslands fyrir 2500 áru,

 

Kristinn Pétursson, 17.2.2011 kl. 08:32

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Bæði orðin eru ágætt til síns brúks, eða eins og segir í færslunni:

Þannig að þótt þessi tvö fyrirbæri séu skyld, þá eru þau ekki hið sama. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum er að valda hnattrænni hlýnun, sem um leið veldur loftslagsbreytingum. Þess ber þó að geta að vegna skyldleika fyrirbæranna, þá eru heiti þeirra oft notuð jöfnum höndum – sérstaklega í daglegu tali og í fjölmiðlum.

Sjá nánar, Þeir breyttu úr hnattrænni hlýnun yfir í loftslagsbreytingar

PS. Þessi mynd sem þú sýnir Kristinn er ekki í samræmi við nýjustu upplýsingar, þó svo rétt sé að jöklar voru minni fyrir 2500 árum, þá eru þetta gamlar upplýsingar sem þú vísar til og betra og fagmannlegra væri að nota nýrri upplýsingar, t.d. úr bók Helga Björnssonar, Jöklar frá árinu 2009.

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.2.2011 kl. 08:38

6 Smámynd: Kristinn Pétursson

og hér er jöklastaðan við landnám....

 

Klofajökull (Vatnajökull í tvennu lagi) er staðreynd sem getið er í skjalfestum heimildum -

Áróðurinn hjá ykkur um "efasemdarmenn" - er ósmekklegur á þá aðila sem geta heimilda og staðreynda -  sem hentar áróðri ykkar ekki - það er ykkur til skammar.

Þetta á að vera fagleg umfjöllun - en  ekki ýktur áróður um einhverja "hættulega hlýnun" - en hlýnun (aftur) fyrir Ísland er góð -  .... hentar okkur vel...

Kristinn Pétursson, 17.2.2011 kl. 08:38

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kristinn:

Ég bendi einfaldlega á nýrri heimildir, engin áróður í því. Það er vitað mál að jöklar hafa verið minni, bæði við landnám og eitthvað fyrr. Alger óþarfi að fara upp á háa séið þó þér sé bent á nýrri heimildir Kristinn.

Það er eigingjarnt og mikil einföldun (rangfærsla að mínu mati) að líta á loftslagsbreytingar vegna hnattrænnar hlýnunar sem bara jákvæðan hlut, af því að það muni hugsanlega hlýna á Íslandi...ef þetta væri bara svo einfalt Kristinn, þá væri engin ástæða til að ræða þetta frekar. En hlutirnir eru ekki svona einfaldir og þ.a.l. þarf að ræða þessi mál, alveg sama hvaða stærð var á jöklum á Íslandi fyrir 1.000 árum eða meira.

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.2.2011 kl. 09:01

8 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Kristinn, þú segir:

Áróðurinn hjá ykkur um "efasemdarmenn" - er ósmekklegur á þá aðila sem geta heimilda og staðreynda -  sem hentar áróðri ykkar ekki - það er ykkur til skammar.

Hvaða heimildir og staðreyndir ertu að meina?

Hvaða áróður ertu að tala um?

Höskuldur Búi Jónsson, 17.2.2011 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband