Vælubílinn takk

Athyglisvert þykir okkur á loftslag.is hversu langt rebúblikanar seilast í að fá samúð almennings, sjá tilvitnun á mbl.is í fréttinni sem tengt er við: 

Hafa repúblikanar haldið því fram að ekki séu öll kurl komin til grafar í rannsóknum á hlýnun jarðar og hafa sakað leiðandi sérfræðinga í þeim málefnum sem hafa komið fyrir þingnefnd í dag um að vera hrokafulla og tilheyra elítu.

„Þeir reyna bókstaflega að láta menn líta út fyrir að aðhyllast kenningu um flata jörð en þeir eru bara ósammála þeim á vísindalegan hátt,“

Þetta er ekki spurning um að vera ósammála á vísindalegan hátt - til þess að vera ósammála því að grípa eigi til viðeigandi ráðstafana þá þurfa menn að í fyrsta lagi að brjóta ýmsar vísindalegar nálganir - t.d. að líta á öll loftslagsgögn í samhengi. 

Fingraför mannkyns á hina hnattrænu hlýnun eru ýmis og koma úr ólíkum áttum. Það er að okkar mati frekar mikil pólitísk lykt af þessari nálgun repúblíkana. Ef við tökum t.d. einn af þeim sem svokölluðu sérfræðingum (Christopher Monckton) sem repúblíkanar hafa kallað fyrir þingnefnd varðandi loftslagsmál, þá er alveg ljóst að þeir kalla ekki til bestu sérfræðinga varðandi efnið, þegar leita á svara varðandi vísindin. En svona er þetta, hún er skrítin tík, þessi pólitík.

....

Á loftslag.is má lesa um sögu hugmynda og kenninga um loftslagsbreytinga og það hvernig áhrif CO2 var uppgötvað. Þar má einnig lesa um orsakir fyrri loftslagsbreytinga og hvernig vitneskja um fornloftslag styður við þá ályktun og yfirlýsingu vísindamanna að bregðast verði við hnattrænni hlýnun.

Lesa má um grunnatriði kenningarinnar og hvernig mælingar staðfesta kenninguna. Einnig má lesa um það hvernig gróðurhúsaáhrifin eru mæld og Hvernig CO2 stjórnar hitastigi Jarðar.


mbl.is Tekist á um loftslagsvísindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband