Gróðurhúsaáhrifin mæld

Flestir vita að gróðurhúsaáhrifin valda því að Jörðin er mun heitari en annars væri og að aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu er að auka þau áhrif. En fæstir þekkja þó hvað það er í raun og veru í andrúmsloftinu sem gerir það að verkum að gróðurhúsaáhrifin verða og hvers vegna lítil breyting í snefilgösum í andrúmsloftinu – líkt og koldíoxíð (CO2) – skiptir svona miklu máli.

Það hefur verið þekkt frá því á nítjándu öld að sumar lofttegundir gleypa innrauða útgeislun sem berst frá Jörðinni, sem um leið hægir á kólnun frá Jörðinni og hitar upp yfirborð hennar. Þessar svokölluðu gróðurhúsalofttegundir eru meðal annars koldíoxíð (CO2) og vatnsgufa, auk ósons, metans og fleiri lofttegunda. Meirihluti lofttegunda í andrúmsloftinu sleppa þó þessari innrauðu útgeislun í gegnum sig, t.d. niturgas og súrefni. Auk þess má nefna að ský gleypa einnig innrauða útgeislun og leggja þar með sitt að mörkum til gróðurhúsaáhrifanna. Hins vegar þá valda ský því einnig að sólargeislar berast minna til jarðar og því eru heildaráhrif þeirra í átt til kólnunar.

[...]

Lesa nánar um þetta á loftslag.is, Gróðurhúsaáhrifin mæld

Tengt efni á loftslag.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Hafið þið aldrei heyrt um eðlisfræðingin og Nobelshafan Enrico Fermi.Ég ráðlegg ykkur að

lesa hans skrif í hitafræði (Termometri) 0g hætta þessu rugli.

Íslendigar ættu að þekkja hans kennisetningar og fræði, því öll okar notkun á fjarvarma

(hitaveitu) byggist á Fermis lögmálum.

Leifur Þorsteinsson, 12.4.2011 kl. 10:30

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Sæll Leifur.

Geturðu útskýrt hvað þú átt við? Sérstaklega hvað það er í skrifum Fermi sem er í mótsögn við það sem skrifað er í þessari færslu?

Höskuldur Búi Jónsson, 12.4.2011 kl. 12:23

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er mjög fróðlegt að kynna sér sögu Enrico Fermi, fyrir þá sem eru forvitnir um sögu hans. En að það sé eitthvað í hans fræðum sem hefur með eðlisfræði lofthjúpsins að gera tel ég frekar langsótt. En ef Leifur vill vera svo góður að benda á einhver rök eða heimildir fyrir þessum sleggjudómum sínum, þá skora ég á hann að gera það, ef ekki þá væri ráð fyrir hann að sleppa upphrópunum um meint rugl...

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.4.2011 kl. 19:22

4 Smámynd: Ragnar Einarsson

Vil frekar sjá jörðina springa en koma aftur á þessa síðu.

Ragnar Einarsson, 13.4.2011 kl. 00:59

5 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Til að sjá jörðina springa þarftu að koma þér út í geiminn. Geimferðir eru samt frekar dýrar og því best að byrja að safna.

Höskuldur Búi Jónsson, 13.4.2011 kl. 08:57

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ragnar Einarsson á komment dagsins, til lukku - vonandi sér hann þó að hann hafi fengið þennan mikla heiður

Sveinn Atli Gunnarsson, 13.4.2011 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband