Þegar styrkur CO2 í andrúmsloftinu var svipaður og í dag

Með því að skoða fornloftslag er hægt að sjá nokkuð skýra mynd af framtíð loftslags hér á jörðinni. Styrkur CO2 eykst sífellt í andrúmsloftinu og nú hefur hann náð styrkleika sem er um 390 ppm. Síðast þegar styrkur CO2 í andrúmsloftinu var í slíkum hæðum var fyrir um það bil 3 milljón árum síðan (2,6-5,0 m.á), á plíósen tímabilinu. Á þeim tíma var styrkur CO2 í andrúmsloftinu um 365-410 ppm og nokkuð stöðugur í þúsundir ára. Því er óhætt að segja að plíósen veiti okkur góða innsýn í þau langtímaáhrif sem CO2 í þessu magni getur valdið. Nýlegar rannsóknir styðja fyrri rannsóknir sem sýna fram á að plíósen hafi verið nokkuð hlýrra en hitastigið í dag.

Csank o.fl. 2011 , nota tvær óháðar aðferðir til að mæla staðbundið hitastig Ellesmere eyja á plíósen, en eyjarnar eru nú í nístingskulda norðurskautsins norðvestur af Grænlandi.  Samkvæmt þeim aðferðum er sýnt fram á að hitastig eyjanna var á bilinu 11-16°C hærra yfir sumartímann en hann er í dag.  Hnattrænt hitastig á þessu tímabili er áætlað um 3 til 4°C heitara en var rétt fyrir iðnbyltingu.  Sjávarstaða var þá um 25 metrum hærri en núverandi sjávarstaða (Dwyer og Chandler 2008).

[..]

Sjá færsluna í heild á loftslag.is: Þegar styrkur CO2 í andrúmsloftinu var svipaður og í dag

Tengt efni af loftslag.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Í greininni er bara talað um magnandi svörun. Afhverju er ekki minnst á neikvæða svörun?

Það er heldur ekkert minnst á aðra þætti sem gætu skírt (a.m.k. að hluta til) hvers vegna svona mikið hlýrra var fyrir 3 miljón árum síðan.

Hver var t.d. staða jarðarinnar á braut um sólu? Hver var virkni sólar á þessum tíma?

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.4.2011 kl. 19:57

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það þarf ekki að útskýra hvert einasta smáatriði í hverri færslu Gunnar, ef þú vilt lesa um orsakir fyrri loftslagsbreytinga, þá er hér færsla sem við höfum bent þér á oftar en einu sinni, Orsakir fyrri loftslagsbreytinga - þú ættir kannski að skoða þá færslu nánar, mæli með því

Hitt er svo annað mál að í færslunni er verið að skoða áhrif þess að magn gróðurhúsalofttegunda var álíka hátt fyrir um það bil 3 milljónum ára og það hitastig sem var þá (magn gróðurhúsalofttegunda var þá svipað og í dag). Það er því ekki passandi að fara að fabúlera um einhverja neikvæða svörun sem ekki virðist vera nokkur fótur fyrir að hafi haft mikil áhrif þá, enda hitastig mun hærra þá en í dag - sem hugsanlega hefur eitthvað með magnandi svörun af völdum aukina gróðurhúsaáhrifa að gera...enda er eðlisfræði gróðurhúsalofttegunda nokkuð vel þekkt staðreynd - þó þú virðist vilja hundsa allar rannsóknir varðandi það Gunnar...

Enn annað er að þó að við nefnum það í þessari færslu að hitastig hafi verið mjög hátt fyrir u.þ.b. 3 milljónum ára, þá er ekki þar með sagt að við séum að fullyrða um að öll skilyrði séu nákvæmlega eins í dag - en það er þó umhugsunarvert að hitastig hafi verið þetta hátt þá og getur kannski gefið okkur einhverja hugmynd (ekki 100% vissu) um það hvað getur gerst við óhefta losun gróðurhúsalofttegunda í framtíðinni.

Sveinn Atli Gunnarsson, 19.4.2011 kl. 21:41

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki einu orði minnst á í greininni á neikvæða svörun og þú ferð í bullandi vörn þegar minnst er á það. Svarar í niðrandi stíl.

Enda nenna orðið fáir að eiga við ykkur orðastað hérna. Þið, og reyndar sérstaklega þú, Svatli, hagar þér eins og geðsjúklingur hérna.

Bless

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.4.2011 kl. 22:55

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Nú hvað varð um vistkvíðasjúklinginn? Alltaf sama persónulegu uppnefningarnar hjá þér Gunnar...þú ættir kannski að huga að eigin sálarheill í stað þess að væna aðra um einhverja persónulega kvilla...

Reyndar er ekki minnst á neikvæða svörun og það er einfaldlega af því að þess er ekki talið þörf í þessari ákveðnu færslu - ekki einu sinni þó þú dragir það fram sem eitthvað sem þú telur að við ættum að ræða frekar...eins og ég sagði í síðustu athugasemd:

Það þarf ekki að útskýra hvert einasta smáatriði í hverri færslu Gunnar

Reyndar er það merkilegt að þú ert búinn að vera í persónulegu stríði við okkur alveg frá því við fórum í loftið - og oftar en ekki þá ræðstu á manninn í stað þess að ræða málefnalega við okkur...merkileg staðreynd það...og umhugsunarverð. Ef þú hefur raunverulegan áhuga á málefninu, þá mæli ég með því að þú skoðir efnið með opnum huga, en ef þú ert að leyta að einhverjum smáatriðum til að gagnrýna okkur með persónulegum uppnefningum að vopni, þá skaltu bara sleppa því - sá eini sem kemur illa út úr svoleiðis bulli er sá sem það stundar Gunnar...

Sveinn Atli Gunnarsson, 19.4.2011 kl. 23:33

5 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Gunnar: það getur vel verið að það hafi verkað dempandi (neikvæð) svörun á plíósen tímabilinu - en þá hefur jákvæða svörunin verið mun meiri, samanber hitastig það sem fengist hefur verið með veðurvitnum. Í heildina séð er það því magnandi svörun sem ræður í hvaða átt hitastigið fór. Því er það rétt sem Sveinn Atli segir að það sé í raun óþarfi að ræða það í þessu samhengi - hitastigstölurnar tala sínu máli.

Mögulega geta þó komið fram ferli sem dempa hitahækkunina, staðbundið - en til lengri tíma þá eru það magnandi svaranir sem eru ráðandi að því er virðist vera og ná að draga hitann upp (eða ýta honum niður ef það er í þá áttina).

Dempandi svörun er sem dæmi þar sem ljós gróður vex og hylur dökka sanda (á fáum stöðum annars staðar en á Íslandi).

Annars segir þessi mynd hér fyrir neðan nokkuð mikið, mynd sem sýnir breytileika í loftslagi (fengið af heimasíðu Trausta Jónssonar - mæli með Þessari færslu). Það er líklegt að það séu hægfara breytingar sem ráða þessum miklu sveiflum (breytingar í sporbaug, legu landa, vöxtur jökla). Samt sem áður eru sveiflurnar þetta miklar - ekki beint líklegt að dempandi svörun hafi mikið að segja þarna.

  Samsætuvik

Höskuldur Búi Jónsson, 20.4.2011 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband