Ritskoðun

Merkilegt nokk, þá höfum við nú upplifað mjög snögga lokun á báða ritstjóra loftslag.is hjá Hilmari Þór Hafsteinssyni. Færsla hans fjallaði um Eðlileg hamskipti - þar sem hann hélt því fram að 500 vísindamenn hafi gefið út gögn sem andmæla viðurkenndum vísindum um loftslagsfræðin. Við í ritstjórninni lögðum fram okkar gögn og heimildir og báðum um heimildir varðandi þessa 500 vísindamenn og greinar þeirra. Ekki bólaði nú á þeim heimildum, en það endaði með því að Hilmar Þór lokaði á okkur báða... Jæja, svona er þetta nú stundum þegar fólk kemst í rökþrot. Síðasta athugasemd Sveins (sem var blokkuð) er hér undir fyrir þá sem vilja lesa hana, annars vísum við bara í færsluna þar sem fram kemur geysilegt rökleysi þeirra sem afneita vísindum og mótsagnirnar eru ótrúlegar.

Athugasemdin sem var blokkuð:

---

Jæja, Hilmar, það er fróðlegt að sjá þig detta í algert rökþrot, enda hefurðu ekki getað stutt mál þitt með minnstu röksemdum eða heimildum sem standast skoðun. Þá er lang best fyrir þig (eins og marga á undan þér) að ráðast að okkur persónulega og búa til einhverjar skoðanir eða hugmyndir sem þú telur okkur hafa... Ég man nú ekki eftir að hafa boðað skatta eða heimsendi, en þú getur kannski fundið þá heimild...eða nei, þú skalt bara halda áfram að fullyrða út í loftið, þú virðist kunna það best...

En rannsóknir og mælingar gerðar með vísindalegum aðferðum hafa ekkert með einhver trúarbrögð eða fagnaðarerindi að gera. En staflausar staðhæfingar þínar, Hilmar, gætu flokkast í undir flokk hindurvitna eða fagnaðarboðskaps...enda stenst þessi málatilbúnaður þinn enga skoðun. Ég skrifaði líka ágæta grein - Mýtan um trúarbrögð í loftslagsvísindum. Þar er m.a. komið inn á muninn á trúarbrögðum og vísindalegum aðferðum (sem virðast vera þér hulin ráðgáta). Þar stendur m.a. eftirfarandi:

Trúarbrögð:trú á tiltekinn guð (tiltekna guði eða goðmögn), guðsdýrkun samkvæmt ákveðnu hugmyndakerfi (tekið úr veforðabók, íslensk orðabók, snara.is); önnur skilgreining er trú á yfirnáttúrulegar verur, guði eða dýrlinga ásamt siðfræði, venjum og jafnvel stofnunum tengdum trúnni.” (tekið af Wikipedia, íslenska útgáfan, sjá hér).

Vísindi: athuganir, rannsóknir gerðar á kerfisbundinn, óhlutdrægan, raunsæjan hátt til að afla þekkingar” (tekið úr veforðabók, íslensk orðabók, snara.is)

Vísindaleg aðferð: “aðferðafræði ber að leggja mikla áherslu á að athuganir séu hlutlægar og að aðrir vísindamenn geti sannreynt niðurstöðurnar, og að rannsóknir skuli miðast við að sannreyna afleiðingar sem hægt er að leiða út af kenningum.” (sjá wikipedia)

Kenning: “er sett fram af þeim sem framkvæmdi tilraunina og fer hún eftir niðurstöðunum úr henni. Hverjar sem niðurstöðurnar verða, þá er hægt að setja fram kenningu um það sem prófað var. Þegar kenning er mynduð þarf að fylgja lýsing á öllu ferlinu ásamt þeim rannsóknargögnum sem leiddu til niðurstöðunnar svo að aðrir geti staðfest eða afsannað kenningu. Í heimi vísindanna er ekkert sem telst algerlega sannað og byggist allt á því sem að menn vita best á hverjum tíma.” (sjá wikipedia)

Þú hefðir gott af því að skoða þetta, Hilmar, enda virðistu aðhyllast innihaldslausar fullyrðingar sem mest virðast eiga skylt með blinda trú, frekar en eitthvað sem hefur með vísindi að gera. Samt hefurðu gert þig breiðan á þeim forsendum að nóg sé til af vísindaefni (eftir hina 500 meintu vísindamenn), en getur þó ekki bent á eina heimild sem líkist aðferðafræði vísinda og styður mál þitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hilmar virðist hafa lokað fyrir IP-tölur okkar, en núna get ég gert athugasemd, þar sem ég er komin undir aðra IP-tölu síðan í gær. Spurning hvað það heldur lengi.

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.6.2011 kl. 08:47

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Smá uppfærsla... nú hefur Hilmar eytt athugasemdinni. Jæja, svona er það nú bara í heimi afneitunar, að ef viðkomandi er beðin um að færa rök fyrir máli sínu og tekst það ekki, þá þykir stundum betra að ritskoða bara... Það nær þá ekki lengra í þetta skiptið.

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.6.2011 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband