Aðgerðaleysi er ekki góður kostur

Hingað til hefur aðgerðaleysi varðandi loftslagsvandann verið mest áberandi. Það hafa verið haldnar ráðstefnur og fundir þar sem koma fram vilyrði þjóða um aðgerðir. En þegar á hólminn er komið, virðast vilyrðin og áætlanirnar drukkna í einhverri heimatilbúinni pólitík þjóða. En hvað sem öðru líður, þá eru vísindin nokkuð blátt áfram í þessu og það þykir nokkuð ljóst að aukin styrkur gróðurhúsalofttegunda hefur áhrif á hitastig og þar með loftslag, að þessi aukning gróðurhúsalofttegunda er af völdum okkar mannanna og að hitastig jarðar hefur nú þegar hækkað og hlýnuninn lítur út fyrir að halda áfram.

Tengdar færslur á loftslag.is:


mbl.is Ógna öryggi heimsbyggðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skyldi veðurfarið lagast ef allar herþotur og önnur manndrápsvopn yrðu lögð til hliðar? S.Þ.ættu að huga að þessu áður en þeir samþykkja styrjöld í næsta landi. Allt er þetta svolítið mótsagnarkennt aðmér finnst.

Jóhanna (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 09:52

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir að koma á framfæri þinni skoðun Jóhanna.

Mig langar að benda á umfjöllun hjá Hilmari Þór Hafsteinssyni, CO2 veldur ekki loftslagsbreytingum. Þar sem hann hefur í sinni leit af "sannleikanum" lokað á óþægilega umræðu um alvöru vísindi. En ef einhver hefur áhuga á að benda honum á eftirfarandi tengla þá væri það fínt:

Mýta - Hlýnun jarðar er af völdum geimgeisla

Mælingar staðfesta kenninguna

Takk fyrir ef einhver tekur þetta þarfa verk að sér :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 21.7.2011 kl. 16:54

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Jæja, hann er líka búinn að banna mig. Það þurfti ekki mikið til.

Emil Hannes Valgeirsson, 21.7.2011 kl. 23:29

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já, það er erfitt að þurfa að rökstyðja svona málatilbúnað eins og hans Hilmars, ef það eru einhverjir (eins og við) sífelt að benda honum á einhverjar bölvaðar staðreyndir og mælingar - það virðist best fyrir hann að banna/ritskoða okkur bara, enda truflum við eðlilegt flæði í málatilbúnaði hans...

Sveinn Atli Gunnarsson, 22.7.2011 kl. 00:13

5 Smámynd: Halldór Sverrisson

Ég er kominn á þá skoðun að flestir stjórnmálamenn í heiminum geri sér grein fyrir því að koldíoxíð og fleiri lofttegundir valda hlýnun. Margir ráðamenn stærstu ríkjanna virðast samt hafa tekið þá ákvörðun að fylgja núverandi orkustefnu áfram og taka bara afleiðingunum þegar að þeim kemur, og vona sjálfsagt líka að þetta verði nú ekki jafn slæmt og spáð er!

Halldór Sverrisson, 24.7.2011 kl. 12:15

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Enda er thad mun viskulegar ad takast a vid afleidingarnar.

Jardefnaeldsneyti verdur hvort ed er upp urid eftir 100-200 ar. Hversu slaemt getur astandid ordid? Er ekki frekar spurning um ad fara ad athuga med hentug kvaemi af palmatrjam a Skeidararsandi?

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.7.2011 kl. 18:07

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Halldór:
Ég held að þetta sé að hluta til rétt hjá þér - við snúum þessum báti, núverandi orkustefnu, ekki svo glatt við - enda eru öfl í þeirri skútu sem ekki vilja skoða aðrar lausnir en áframhaldandi stefnu. Ráðamenn eru líka á stundum fastir í eigin hagsmunum og eiga erfitt að sjá hagsmuni heildarinnar eða leita lausna við erfiðum málum - en við verðum að vona að þeir sjái fyrir rest að ekki þýðir að afneita vísindum fyrir einhverja hugmyndafræði sem ekki gengur upp.

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.7.2011 kl. 00:11

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar:
Það er talið ódýrara að koma í veg fyrir vandamálið, heldur en að bíða og vona hið besta - sjá t.d. Hagfræði og loftslagsbreytingar. En allavega ánægjulegt að þú teljir að vísindamenn hafi eitthvað til síns máls, þar sem þú telur ljóst að hitastig muni hækka sem afleiðing losunar gróðurhúsalofttegunda - vonandi verður það þó ekki á næstu allavega 1000 árum að við getum farið að rækta pálmatré á Skeiðarársandi, þá held ég að við gætum verið komið með nokkuð mikið of heita plánetu... En í mínum augum er allavega mikilvægt að skoða orsakir og afleiðingar með það fyrir augum að finna lausnir sem við getum byrjað að nota og jafnvel minnkað það hversu háð við erum einum orkugjafa (eins og jarðefnaeldsneyti er í dag) - ekki er verra ef við getum í leiðinni sloppið við verstu afleiðingar hlýnandi heims og breytinga í loftslagi.

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.7.2011 kl. 00:11

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Getur verið að einhverjir hérna gleymi að hugsa út fyrir Ísland?

Er líklegt að Ísland sleppi við afleiðingar hungurdauða  tugmilljónaþjóða í Afríkuríkjum ef fram heldur sem horfir?

Hverjir eiga að "njóta vafans," kannski bara hlutabréfamarkaðir iðnríkjanna?

Árni Gunnarsson, 4.8.2011 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband