Undarleg hegðun vísindamanna…

The Onion News Network er með skemmtilegan vinkil á það sem þau kalla undarlega hegðun vísindamanna. Kannski ágætis veganesti inní helgina.

Góða helgi og gangið vel um gleðinnar dyr.

...

Innlegg/myndband The Onion News Network má sjá á loftslag.is, Undarleg hegðun vísindamanna…

Tengt léttmeti á loftslag.is:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf gaman að sjá svona grín.

Ég fann annað sem gerði það að verkum að ég veltist um af hlátri. Góð byrjun á vitlausramannahelginni :-)

Fyrri hluti   og   seinni hluti.

 Með kveðju úr góða veðrinu fyrir austan.

Manni (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 08:48

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Manni, takk fyrir athugasemdina.

Já, fróðlegt að þér finnist þetta fyndið Manni. Það er þó grundvallar munur á þessu "gríni" sem nefnt er til sögunnar. The Onion News Network er að grínast, hinir (sem þú vísar til Manni) halda því fram að það sé eitthvað til í "gríninu" þeirra, einhver falin sannleikur... Jæja, en hvað um það, bara að þér þyki það fyndið, það er kannski aðalmálið í þessu tilfelli. Mér þykir það nú stundum grátbroslegt og jafnvel sorglegt þegar einhverjir svona karlar eins og Penn & Teller skilja vísindin svo illa að þeir sjá samsæri í hverju horni og leggja þar með út með svona illa hugsaða nálgun... En hvað um það, ef þetta skemmtir einhverjum þá verður bara svo að vera - þó svo þeir haldi sjálfir að þetta sé einhver "sannleikur" hjá þeim...

Það má væntanlega finna svör við ýmsum mýtum sem koma fram hjá þeim Penn og Teller á mýtusíðunni okkar. Kannski ágætt að benda á eina, svona af því að sú mýta kom fram í byrjuninni á fyrri hlutanum hjá þeim P&T - Ísöld spáð á áttunda áratugnum? - þessi mýta er oft nefnd en það er tiltölulega lítið á bak við þessa staðhæfingu.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.8.2011 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband