Hlýnun miðalda í Evrópu.

Ég hef áður minnst á hlýnunina sem varð í Evrópu á blómaskeiði miðalda - það er ein af þeim rökum sem notuð eru gegn hlýnun jarðar af mannavöldum (útblástur CO2 var ekki á miðöldum og því er hlýnunin nú af náttúrulegum völdum). Rannsóknir sýna aftur á móti að hlýnunin sem varð hér í Evrópu var ekki hnattræn eins og hlýnunin sem við erum að verða vitni af í dag (og er af mannavöldum).  Óljóst hefur verið hingað til af hvaða völdum hlýnunin í Evrópu varð. 

Nú er komin fram kenning sem útskýrir þessa staðbundnu hlýnun (sjá frétt á NewScientist: Natural mechanism for medieval warming discovered). Rannsóknin byggir á árhringjum trjáa í Marokkó og dropasteinum í helli í Skotlandi undir mýri og ætlunin var að finna út hversu blautt eða þurrt var á þessum slóðum síðastliðin þúsund ár.

Stalagmites_Carlsbad_Caverns
Dæmigerðir dropasteinar (mynd Wikipedia).

Veðrið á Skotlandi verður fyrir miklum áhrifum af lægðakerfi (sem kennt er við Ísland - Icelandic Low) og veðrið á Marokkó af hæðakerfi (Azores High). Á miðöldum var úrkoma mikil á Skotlandi og mjög þurrt á Marókkó og því var hægt að endurskapa þrýstingsmun á þessum slóðum á miðöldum.

Þessi þrýstingsmunur bendir til að á miðöldum hafi verið mjög sterk jákvæð Norður-Atlantshafssveifla (North Atlantic Oscillation - NAO). 

Norður-Atlantshafssveiflan er loftslagsfyrirbrigði, sem lýsir sveiflum í loftþrýstingi yfir Norður-Atlantshafi. Hún sýnir loftþrýstingsmun á milli Íslands og Asoreyja en sá munur segir til um stefnu og styrk vestanáttar yfir Norður-Atlantshafinu og er einn af aðalorsakaþáttum breytilegs veðurfars í Evrópu. Norður-Atlantshafssveiflan er öflugasta loftslagsfyrirbrigðið á norðurhveli jarðar, þar sem hún er til staðar alla mánuði ársins. Hún er þó öflugust yfir vetrarmánuðina, frá desember fram í mars.  (tekið af http://is.wikipedia.org).

Því sterkari sem sveiflan er, því meira af heitu lofti sem leikur um Evrópu. Þessi sterka sveifla varði í um 350 ár, frá 1050-1400.

Ástæðan fyrir þessum sterku hlýju vindum má rekja til þess að í Kyrrahafi var El Nino kerfið í neikvæðu La Nina ferli, sem þýðir að þar var kaldara en venjulega.

El Nino og Atlantshafssveiflan eru tengd með svokallaðri seltuhringrás:

conveyor
Seltuhringrásin á upphaf sitt við Grænland, en þar sekkur kaldur sjór og dregur með sér heitan yfirborðsjó. Hringrásin nær um allan hnött (mynd af http://www.srh.noaa.gov/) 

Kenningin gerir ráð fyrir að svokölluð jákvæð afturhverf áhrif (positive feedback) milli La Nina og Norður-Atlantshafssveiflunnar gætu hafa styrkt hvort annað og haft áhrif á stöðugleika miðaldarhlýnunarinnar í Evrópu. Vísindamennirnir telja að breyting í annað hvort útgeislun sólar eða eldvirkni hafi hleypt þessu af stað og slökkt á því.

Talin er hætta á að hin manngerða hlýnun sem nú á sér stað geti sett El Nino í langtíma La Nina ferli, þrátt fyrir að líkön bendi til að það verði akkúrat öfugt. Ef það myndi gerast gætu svæði, sem nú þegar þjást af þurrkum vegna hlýnunar jarðar, orðið harðar úti af völdum þurrka og nefnd sem dæmi norðvestur Ameríka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

Rétt að benda á gagnrýni á þessa frétt: http://www.climateaudit.org/?p=5647

Loftslag.is, 4.4.2009 kl. 21:29

2 identicon

Það virkar hálfeinkennilega að enn sé verið að reyna að galdra burt MWP hina eldri, og argumentin, hér að hún hafi verið lókalt fyribæri standast ekki því, því hún sést ágætlega í árhringjaproxum frá kína og indlandi , varla hefur íslandslægðin áhrif þar, og þess utan kemur hún greinilega fram í  borholgögnunum frá grænlandi, þetta sífellda hokkístangarrasspot er löngu orðið fúlt. Globa Warming is M.Mann made mot man made.

Bjössi (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 15:14

3 Smámynd: Loftslag.is

Ertu viss um að þessi árhringjaproxar hafi ekki sýnt kólnun  - endilega bentu mér á lestrarefni, ég er alltaf að læra eitthvað nýtt. Mig minnir reyndar að rannsóknir á kóral frá þessu tímabili sýni að þá hafi verið óvenjukalt í Kyrrahafinu - sem tengist þá sterku La Nina (kaldi fasinn). - þar af leiðir, ekki hnattræn hlýnun.

En hvað um það, allflest gögn sýna að hlýnunin nú er mun meiri en nokkurn tíma á miðöldum, hvort heldur hlýnunin var staðbundin eða hnattræn þá (sem hún virðist ekki hafa verið).

Einnig er rökvilla að áætla að fyrst hlýnunin þá hafi verið náttúruleg, (sem hún hlýtur að hafa verið) þá hljóti hlýnunin nú að vera náttúruleg - það hefur allavega ekki enn fundist náttúrulegt ferli sem skýrt getur hlýnunina sem nú er. Það er aðallega ein kenning um náttúruleg ferli sem menn halda á lofti núna til að útskýra hlýnunina.

Útgeislun sólar. Ekki hefur mönnum tekist að útskýra hlýnun síðustu 3-4 áratugi með því að tengja það við gögn frá sólinni. Það er heldur ekki rétt að núverandi niðursveifla í útgeislun sólar sé að hafa afgerandi áhrif nú til kólnunar. Í fyrsta lagi er ekki að kólna (jú ef miðað er eingöngu við viðmiðunina 1998 þegar óvenju sterkur El Nino losaði mikinn varma úr Kyrrahafi - semsagt ekki góð viðmiðun).

------------

Að öllum líkindum var hlýnunin á miðöldum ekki hnattræn, en sú staðbundna hlýnun sem þó varð er mun minni en nú er og var náttúruleg. Hlýnunin nú fæst ekki skýrð út frá náttúrulegum ferlum.

Loftslag.is, 8.4.2009 kl. 22:34

4 identicon

Það er greinilegt að það eru fleiri en ég sem hafa áhuga á loftslagsmálunum en það sem er ótrúlegt er að þetta fæst nánast ekki rætt  opinberlega, menn verða að hamast á blogginu til að fá að láta álit sitt í ljósi. Mér sýnist að þú Höski sért mjög hallur undir IPCC, kenningar lofstlagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sú nefnd fékk Nóbelinn ásamt Al Gore. Ég trúði þeim lengi vel en svo gerði ég tvennt !) ég fór að hugsa 2) ég fór að kynna mér málið.

Þá kom margt furðulegt í ljós svo sem það að kenningar IPCC byggjast fyrst og fremst á rannsóknum og kenningum Próf. Mcahel Mann og graf hans af hitaþróun síustu 1000 ára kallast hokkýstafurinn.

Hokkýstafskenningin er í mínum huga (þeir verða sífelt fleiri í vísindaheiminum sem eru því sammála)   vægt til orða tekið blekking, af sömu gæðum og kenning kristinnar kirkju áður fyrr að jörðin væri flöt. MM miðar aðallega við árhringi trjáa sem er ónothæf viðmiðun, árhringir trjáa sýna aðeins hvað gerist að sumarlagi þegar trén eru að vaxa, annars eru þau í dvala og sýna ekkert.

Sigurður Grétar

Sigurður Grétar Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 12:10

5 Smámynd: Loftslag.is

Jah, ég hef í raun verið að kynna mér málið í nokkrar vikur af fullum krafti (hef þó haft áhuga á þessu frá því fyrir Gore), nú nýverið las ég bókina Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar eftir Halldór Björnsson - mæli með bókinni, ansi sannfærandi - niðurstaða mín er sú að ekki hafa enn fundist viðhlýtandi skýringar á þeirri hlýnun sem á sér stað á jörðinni - nema með því að tengja hlýnunina við gróðurhúsalofttegundir og aðallega CO2.

Að sjálfsögðu skoða ég það með opnum huga að aðrir þættir geti haft áhrif á hlýnunina t.d. sveiflur í sólinni (sem ekki hefur tekist að færa sönnur á), einnig skýjahula (samanber Lindzen - en hann notast þó við úrellt gögn og því erfitt að taka hann hátíðlega) og svo eru ný gögn sem benda til að rykagnir á norðurhveli jarðar (aerosols) hafi haft töluverð áhrif á undanfarna hlýnun við Norðurskautið (á eftir að fjalla um það þegar ég hef tíma).

En ég hef áður heyrt gagnrýni á Hokkýstafinn - en miðað við það sem ég hef lesið, þá á þín gagnrýni ekki lengur við. Það kom allavega út grein eftir Mann og fleiri í fyrra. Þar er fleirum aðferðum beitt en að greina árhringi trjáa, sem styðja fyrri rannsóknir. Niðurstaðan er því svipuð og áður, þ.e. hokkýstafurinn heldur gildi sínu. Hér er umfjöllun um þessa grein.

Loftslag.is, 15.4.2009 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband