Gott mál... ef...

 Þetta gæti mögulega orðið "gott" mál fyrir okkur Íslendinga... ef allt fer á versta veg fyrir meirihluta jarðarbúa. Þá er það bara spurning hvort það er siðleysi að ætla að græða á eymd annarra þjóða - en við höfum svo sem gert það áður.

Samhliða íslausum pól er útlit fyrir að það verði þurrkar víða um heim, flóð og sjávarflóð, ólíft í marga mánuði á hverju ári vegna hita í sumum löndum og landsvæðum. Allt þetta þýðir uppskerubrestur, hungursneyðir og búferlaflutningar í mörgum af þeim löndum sem fjölmennust eru - stríð og almenn eymd fylgja yfirleitt í kjölfarið á slíku.

Við skulum þó vona að þetta verði ekki og að hægt verði að snúa hlýnun jarðar til baka og mér finnst að við ættum frekar að einbeita okkur í því að gera okkar besta til að snúa hlýnuninni við, frekar en að ætla að græða á henni. 

Ef það gengur eftir að það verði íslaust á Norðurskautinu (í lok sumars, áfram verður lagnaðarís að vetri), sem allt bendir til (sjá færslu hér)... þá gæti nefnilega svo margt annað verið búið að fara úrskeiðis í heiminum að ég efast um að það verði eitthvað til að flytja, jú kannski hjálpargögn frá þeim fáu stöðum sem verða aflögufærir til neyðaraðstoðar til staða sem verr fara út úr þessu.

Íslendingar ættu því að gera sitt besta til að þetta verði ekki að veruleika, t.d. með því að segja nei við CO2-útblástursríka stóriðju og nýta orkuna frekar til einhvers annars, t.d. til ræktunar (fyrirsjáanlegur matarskortur í heiminum myndi leiða til þess að það yrði örugglega hagstætt einhvern tíman) eða til að framleiða rafmagn á bíla - sem myndi enn fremur hjálpa í baráttunni gegn hlýnun. Við eigum ekki að þurfa undanþágu frá alþjóðasamningum til að losa meira CO2 en aðrir.

Ég skil vel fólk sem hugsar mest um sinn eiginn hag, auðvitað vil ég að minn hagur og hagur minna barna verði sem bestur, en helst ekki á kostnað annarra.

Auðvitað ef við gerum okkar besta til að snúa hlýnuninni við og samt sem áður verður hlýnun, þá getum við með betri samvisku nýtt okkur það okkur til hagsbóta, án þess að samviskubitið verði alltof mikið.


mbl.is Góð skilyrði fyrir umskipunarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband