Spurning um siðferði

Án þess að ég ætli að blanda mér mikið í deilur um olíuleitina (sem jarðfræðingur þá finnst mér það spennandi, en hef áhyggjur af umhverfisáhrifunum), þá vil ég benda á siðferði þessarar fullyrðingar félagsmálaráðherra. Feitletra það sem ég hjó eftir.

„Með breytingunum skapast nýtt ástand í nánasta nágrenni Íslands í norðri. Við verðum að aðlaga okkur að því og nýta þau tækifæri sem felast í breyttu ástandi. Við bentum á að innan fárra ára kynnu að opnast ný siglingaleið til Kyrrahafsins um Norður-Íshafið. Þá geti verið hagkvæmt að hafa umskipunarhöfn á Íslandi fyrir  flutninga á milli Evrópu og Norður-Ameríku yfir til Asíu."

Fyrst og fremst finnst mér að við íslendingar ættum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ástandið breytist ekki (við eigum ekki að þurfa neinar undanþágur frá losun CO2). Við þurfum að gera okkar til að draga úr útblæstri á CO2, því við og aðrar iðnvæddar þjóðir erum að skapa geigvænlegt ástand í vanþróaðri löndum og þá sérstaklega í löndum umhverfis miðbauginn.

Þar eru lönd sem hafa lítið gert til að skapa þetta ástand, en þau verða verst úti - minni úrkoma yfir árið, en samt meiri rigning á styttri tíma - það munu því skiptast á þurrkar og hrikaleg flóð í mörgum af þessum löndum. Hækkandi sjávarstaða skapar síðan vandamál fyrir margar af fjölmennustu þjóðirnar, en margar af stærstu borgum heims eru við sjávarmál.

Mögulega jákvætt fyrir Ísland: Margt bendir til þess að einhver partur af hlýnuninni geti verið til góðs fyrir Íslendinga - mögulega opnast siglingaleiðir, mögulega eykst gróður og allavega eykst tímabundið rennsli í jökulám (til að virkja), jafnvel getur verið að nýta nýjar tegundir dýra til sjávar og sveita (ræktun á strútum kannski Cool). Svona má eflaust lengi telja.

Mögulega neikvætt fyrir Ísland: Siglingaleiðir við Ísland (mengunarslys aukast), ágengar tegundir nema land (gróður, skordýr o.fl). Fergingalosun við bráðnun jökla - auknar líkur á eldgosum. Þetta er ekki tæmandi heldur (t.d. sýring sjávar sem er hluti af CO2 vandamálinu og hefur áhrif á grunnstoðir lífríkis sjávar).

Ég vil þó segja að þótt ekkert neikvætt fylgi þessari hlýnun fyrir okkur Íslendinga, þá er það rangt siðferði að ætla að hagnast á ástandinu, hagnast á eymd annarra - sérstaklega ef við gerum ekki okkar besta til að draga úr losun á CO2. Við erum ekki að standa okkur vel í að draga úr losun.


mbl.is Hlýnunin felur í sér tækifæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband