Tveggja gráðu markið.

Eitt af því sem mikið er rætt þessa dagana er áætlun evrópusambandsríkja (og annarra ríkja) að reyna að miða við að það hlýni ekki meir en um 2°C, ef miðað er við árið 1990. Þetta er hægara sagt en gert segja sumir - meðan aðrir segja að þetta sé hálfgerð uppgjöf.

Til þess að þetta sé hægt, þarf að draga töluvert úr losun á CO2 eða um sirka 80% fyrir árið 2050.

090502092019-large
Efri myndin sýnir útblástur CO2 með takmörkunum á útblæstri (blátt) og án takmarkana (rautt). Þar neðan við er líkan sem sýnir hvaða áhrif þessar tvær sviðsmyndir myndu mögulega hafa á hitastig jarðar (mynd af ScienceDayly.com).

Það er talið að nú þegar sé farið að styttast í að útblástur manna verði kominn að því marki að hlýnunin verði 2°C, hvort sem þróuninni verði snúið við eður ei. Eftir því sem við drögum það meir að draga úr útblæstri, því erfiðara verður að fara ekki yfir tveggja gráðu markið.

Það verður þó að taka fram að þótt það sé góðra gjalda vert að miða við tveggja gráðu markið, þá er líklegt að sá hiti muni hafa mjög neikvæð áhrif á mannkynið. Tíðari þurrkar, hitabylgjur, flóð og einhver hækkun sjávarmáls - ásamt fylgikvillum sem fylgja þessum atburðum (fólksflótti og stríð). Tveggja gráðu hlýnun myndi þýða að jörðin yrði heitari en hún hefur verið í milljónir ára. En það er þó allavega skárra en fjögurra gráða hlýnun, hvað þá sex gráða hlýnun.

Aðrir hafa fjallað um þetta, meðal annars Einar Sveinbjörnsson og RealClimate.

Smá útúrdúr: Miðað við þessar áætlanir, þá er það skrítið að Íslendingar séu að spá í olíuleit - en jú, það má nota olíu í annað en að brenna - t.d. að framleiða plast - er það ekki? Hver ætli losunin sé við það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

Hér er einnig grein um málið: http://www.newscientist.com/article/dn17051-humanitys-carbon-budget-set-at-one-trillion-tonnes.html

Þar kemur fram að til þess að ná þessum markmiðum þá megi eingöngu brenna 25% af því jarðefnaeldsneyti sem eftir er á jörðinni.

Loftslag.is, 3.5.2009 kl. 09:33

2 identicon

Mark Lynas skrifaði bókina Six Degrees þar sem hann velti fyrir sér afleiðingum þess að jörðin hitni um eina til sex gráður (einum kafla er varið í hverja gráðu). Bókin er hressilegasta lesning svo maður segi ekki meira og tilvalin gjöf handa öllum þeim sem vilja láta hræða sig (ég er persónulega á þeirri skoðun að hræðsluáróður vinni gegn samþykktum í loftslagsmálum fremur en annað). Hættan er auðvitað sú að hvarfpunkti (tipping point) verði náð áður en ferlinu verður snúið við og þá er þetta komið úr okkar höndum. Mér finnst menn vera ansi kaldir þegar þeir þora að veðja á það að vísindalegi sáttmálinn sé orðum aukinn.

Guðni Elísson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 13:13

3 Smámynd: Loftslag.is

Já, hef heyrt af þessari bók.

Loftslag.is, 3.5.2009 kl. 15:42

4 Smámynd: Loftslag.is

Mér sýnist svona þegar ég skoða bækur um loftslagsbreytingar að þær vinsælustu séu í tveimur flokkum:

1: Heimsendabækur: um hlýnun jarðar af mannavöldum og hrikalegar afleiðingar þess. Ýktar bækur - en byggja allavega á vísindalegum grunni. Six Degrees gæti flokkast þannig.

2: Efasemdabækur: efasemdir um hlýnun jarðar af mannavöldum og ýmis mótrök gegn þeim.  Þar er öllu tjaldað til (oft á hæpnum vísindalegum grunni) og rekst ég stundum á gagnrýni á þær bækur. T.d. gagnrýnir bloggsíðan Hot Topic bókina Air Con: The Seriously Inconvenient Truth About Global Warming eftir Ian Wishart  og bloggsíðan Deltoid gagnrýnir bókina Heaven and Earth eftir Ian Plimer.

Svo eru að sjálfsögðu til bækur sem feta milliveginn, en þær er erfiðara að finna.  T.d. bendir RealClimate á nokkrar bækur, en ég veit ekki hvort þær myndu flokkast undir sem heimsendabækur eða hvort þær feta milliveginn. Ég hef síðan heyrt að bókin The Discovery of Global Warming sé nokkuð gott yfirlitsrit um sögu kenningarinnar um hlýnun jarðar.

Loftslag.is, 4.5.2009 kl. 12:32

5 identicon

Ágætis bækur sem taka á vandanum án þessi að týna sér í stóryrðum eru t.d.

Robert Henson: The Rough Guide to Climate Change

Dessler og Parson: The Science and Politics of Global Climate Change

James Garvey: The Ethics of Climate Change

Svo finnst mér að allir ættu að skoða bækur Ross Gelbspan um afneitunariðnaðinn, The Heat is On og Boiling Point. Þótt hann sér ansi harður í horn að taka dregur hann upp fjöldan allan af svakalegum dæmum um aðferðir stjórnmálamanna og stórfyrirtækja til að hafa áhrif á umræðuna.

Mér sýnist reyndar efasemdahópurinn oft ekkert hafa sérstakan áhuga á samræðum um þetta mikilvæga málefni. Þar er marghröktum hugmyndum haldið á lofti út í hið endalausa.

Guðni Elísson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 15:17

6 Smámynd: Loftslag.is

Gott að vita af þessum bókum..

Loftslag.is, 6.5.2009 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband