Ekki eini jökullinn sem er að minnka.

Ég hef áður minnst á Grænlandsjökul, en massi hans er að minnka um 179 gígatonn á ári. Þar minntist ég á mynd sem sýnir þróun í þykkt jökla í heild í heiminum undanfarna áratugi, þ.e. áætlað meðaltal:

glacier_thickness
Hnattræn breyting á þykkt jökla frá 1961-2005 (mynd frá NSIDC).

En jöklar á Íslandi eru líka að minnka, sjá t.d. bloggfærslu Halldórs Björnssonar, en þar eru tvær myndir af Oki báðar teknar í ágúst með nokkurra ára millibili.

Hér fyrir neðan er svo mynd sem sýnir áætlaða bráðnun þriggja jökla á Íslandi:

HB_Liklegt-Islandi_mynd6
Ath, fyrir Vatnajökul þá er bara sýndur sunnanverður Vatnajökull - V. Svo er H=Hofsjökull og L=Langjökull (af heimasíðu Veðurstofunnar).

En fyrir þá sem hafa gaman af jöklum og myndum af þeim, þá er hér nokkuð góð síða.


mbl.is Jökull hverfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlýnun jarðar er barasta ekkert af mannavöldum eins og kemur fram í textanum hjá þér um höfund bloggsíðunnar.

Hér er um ósköp eðlilegt náttúrufyrirbæri að ræða.

Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 00:30

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gígatonn er víst alveg gígantísk stærð. Eða þyngd öllu heldur. Eins gott að því oki sé lyft af vesalings jöklunum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.5.2009 kl. 00:52

3 Smámynd: Loftslag.is

Páll: Þessi yfirlýsing þín væri nálægt lagi, ef úblástur vegna brennslu jarðefnaeldsneytis væri ekki af mannavöldum, heldur nátturufyrirbæri

En við vitum að aukning CO2 í andrúmsloftinu er vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og að ef önnur náttúrufyrirbæri réðu hitastiginu þá væri að kólna (sjáðu t.d. neðri myndina á þessari síðu).

 Sigurður: Einhvern tíman heyrði ég að miðja Grænlands væri undir sjávarborði þar sem jöklarnir þrýsta því svo mikið niður. Það yrði skrítið landslag sem kæmi í ljós ef Grænlandsjökull hyrfi skyndilega.

Loftslag.is, 13.5.2009 kl. 07:52

4 identicon

Yfirgnæfandi meirihluti losunar koldíoxíðs í heiminum kemur ekki frá mönnum, heldur náttúrunni. Eitt lítið eldgos veldur meiri losun koldíoxíðs heldur en maðurinn gerir á einu ári, og á Hawaii hefur verið samfellt eldgos í tugi ára(man ekki nákvæma tölu en það er eitthvað í kringum 20 ár). Hins vegar þá hefur aukin losun mannsins ekki góð áhrif, og ekki síst eyðilegging regnskóganna. Minnkun gróðurhúsalofttegunda ætti að vera forgangsmál, vegna staðbundinna áhrifa. Það er ógeðslegt að labba um götur stórborga og finna megnunarbrækjuna

Á sögulegum tímum hafa jöklarnir hér á landi verið mikið minni en þeir eru í tag. Vatnajökull var kallaður Klofajökull til forna  vegna þess að hann var klofinn.

Finnur (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 08:49

5 Smámynd: Loftslag.is

Finnur: þú ferð með rangt mál varðandi eldgos, skoðaðu þessa færslu frá mér.

Margt bendir til þess að jöklar hafi verið minni fyrr á öldum hér á Íslandi og að hér hafi verið hlýtt, jafnvel eins hlýtt og nú - en ef við skoðum málið hnattrænt þá er hitinn nú sá mesti í að minnsta kosti þúsund ár, sumar rannsóknir segja jafnvel að nú sé jafnvel næstum jafn heitt og það hefur verið heitast í milljón ár.

Loftslag.is, 13.5.2009 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband