Data Currantly Unavailable

Ansans, nú er ekki lengur hægt að skoða hafísútbreiðslu á heimasíðu NSIDC, nú birtist bara eftirfarandi mynd:

daily_temp_unavailable

Svo virðist sem söfnun gagna hafi farið hrakandi og að ekki væri lengur hægt að treysta á þau gögn sem síðan miðaði línurit sitt við.

Síðasta myndin sem ég á er frá því í byrjun maí:

20090504_Figure2
Gögn frá þessu ári blá, árið sem var með minnstu útbreiðslu þ.e. 2007, grænt og meðaltal áranna 1979-2000 dökkgrá (þarna er einnig tvö staðalfrávik frá meðaltalinu.

Þeir eru víst að reyna að setja af stað nema í nýjum gervihnetti og vonast til að geta haldið áfram að senda út gögn fljótlega - vonandi gerist það.

Á meðan er hægt að notast við japönsk gögn sem sýna útbreiðsluna nokkuð vel (held ég - veit ekki hvort þau eru minna eða meira nákvæm). Þau eru reyndar ekki með meðaltalið til að bera saman við, enda ná þau eingöngu aftur til ársins 2002.  Dálítið kraðak, en gögnin fyrir þetta ár eru sýnd rauð:

AMSRE_Sea_Ice_Extent
Hafísútbreiðsla norðurskautsins frá árinu 2002, af heimasíðu ijis.iarc.uaf.edu. Smellið tvisvar til að stækka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já það er greinilega eitthvað vesen í gangi hjá NSIDC. Fyrir nokkrum dögum, áður en myndin hvarf hjá þeim, var ferillinn óðfluga að nálgast 2007 línuna en það er í góðu samræmi við AMSR-E ferilinn, og líka dönsku línuritin: http://ocean.dmi.dk/arctic/icecover.uk.php.

Þótt hafísinn hafi verið í meira lagi í byrjun mánaðar hefur hann bráðnað talsvert undanfarið og er nú í svipaðri útbreiðslu og verið hefur síðustu ár. Spáði ég ekki einmitt einhverju svoleiðis í athugasemd á sínum tíma?

Emil Hannes Valgeirsson, 28.5.2009 kl. 22:52

2 Smámynd: Loftslag.is

Jú, þú ert glöggur hafísspámaður, þú hlýtur að vera ættaður af Hornströndum 

Fyrir þau sem ætla að smella á tengilinn hjá Emil, þá er auka punktur aftast sem þarf að stroka út - takk fyrir tengilinn.

Loftslag.is, 28.5.2009 kl. 23:20

3 identicon

það má ekki gleyma síðunni frá Cryosphere Today (University of Illinois)

http://arctic.atmos.uiuc.edu/cryosphere/

Á nýjustu myndinni

http://arctic.atmos.uiuc.edu/cryosphere/NEWIMAGES/arctic.seaice.color.000.png

má sjá margt athyglisvert. T.d. er greinilegt að Norðurvökin er nú opin upp á gátt

(Nyrst í Baffinhafi milli Grænlands og Baffinlands). Einnig eru áhugaverðar sveigðar rákir á nokkrum stöðum í samfelldu ísbreiðunni. Slíkar rákir eru líklega ummerki þess að þrýstingur á ísinn (samþjöppun) hafi valdið því að hann brast í á hátt sem á ensku er kallaður "failure in shear" og kalla mætti skerbrest. Það eru til áhugaverðar greinar um myndun þeirra t.d. eftir Björn Erlingsson og einnig eftir Bruno Tremblay (sjá síðarnefndu greinina á http://tinyurl.com/mhwrzx).

Á jaðarsvæðinu í N-Grænlandshafi og víðar er hugsanlegt að þéttleikinn sé meiri en myndin gefur til kynna, því snjóbráð ofan á ísnum getur þvælst fyrir algórismunum sem vinna þessar myndir úr gerfihnattagögnum.

Það er hægt að fá cryosphere today í símann, það er til farsímaútgáfa af vefnum.

Halldór

Halldór Björnsson (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 23:03

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Tek undir þetta með Cryosphere Today kortin. Þar er mjög gott að sjá hvað er að gerast hverju sinni fyrir utan hvað þau eru falleg. Ég ætlaði einmitt að skrifa um og birta eitt slíkt á næstu dögum. Innlegg Halldórs hér kemur sér því ágætlega.

Emil Hannes Valgeirsson, 31.5.2009 kl. 12:48

5 Smámynd: Loftslag.is

Takk fyrir það piltar - skoða það.

Loftslag.is, 1.6.2009 kl. 21:41

6 Smámynd: Loftslag.is

Annars virðist sem NSIDC sé búið að laga gervihnattavesenið.

Loftslag.is, 2.6.2009 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband