Ísland ætlar að draga úr losun CO2

Jákvæð yfirlýsing frá Umhverfisráðherra: 

Skýr skilaboð - Ísland ætlar að draga úr losun til 2020

Þar segir meðal annars:

Ríkisstjórnin hefur tvö leiðarljós í loftslagsviðræðunum. Annars vegar að Ísland skipi sér í hóp þeirra ríkja sem vilja ná metnaðarfullu hnattrænu markmiði í loftslagsmálum og leggja sitt af mörkum til að ná því markmiði. Hins vegar á íslenskt efnahagslíf og atvinnustarfsemi að búa við réttlátar og gegnsæjar reglur um losun gróðurhúsalofttegunda, sambærilegar við þær sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu. Án metnaðarfullra markmiða og skuldbindinga munu ríki heims ekki ráða við loftslagsvandann. Án sanngirni og gegnsærra reglna mun ekki nást sátt um hnattrænt átak gegn vanda sem ekkert ríki ræður eitt við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband