Jöklar heims bráðna

Mér datt í hug að gera óformlega könnun á fréttum um bráðnun jökla í heiminum, vísa í tengla hingað og þangað (meðal annars í sjálfan mig).

Í Sviss hefur rúmmál jökla minnkað um 12% síðan 1999.

swiss_533
Rhone jökullinn í svissnesku Ölpunum.

Á Kerguelen eyju sem er sunnarlega í Indlandshafi (lýtur franskri stjórn) hefur rúmmál jökla minnkað um 22 % á síðastliðnum 40 árum.

280px-Kerguelen_Map090807091435
Kerguelan eyja.

Bandarískir jöklar eru líka að hopa, sjá einnig myndband hér.

gl-thumbgl2-thumb
Jöklar í Bandaríkjunum og massabreytingar í þeim.

Ég fjallaði um jökla í Perú í síðustu færslu, en Einar Sveinbjörnsson skrifaði færsluna Loftslagsrannsóknir og jöklar á miðbaugssvæðum fyrir stuttu. Fleiri jöklar í Suður Ameríku fara minnkandi, sjá t.d. færslu Sveins Atla um jökla í Bólivíu, einnig frétt á mbl.is.

Okkur nær, þá hef ég áður minnst á Grænlandsjökul, en massi hans er að minnka um 179 gígatonn á ári.

En jöklar á Íslandi eru líka að minnka, sjá t.d. bloggfærslu Halldórs Björnssonar, en þar eru tvær myndir af Oki báðar teknar í ágúst með nokkurra ára millibili.

Hér fyrir neðan er svo mynd sem sýnir áætlaða bráðnun þriggja jökla á Íslandi:

HB_Liklegt-Islandi_mynd6
Ath, fyrir Vatnajökul þá er bara sýndur sunnanverður Vatnajökull - V. Svo er H=Hofsjökull og L=Langjökull (af heimasíðu Veðurstofunnar).

Nýlegar fréttir segja okkur að Snæfellsjökull sé að bráðna hratt, einnig Hofsjökull.

snaefellsjokull-map
Snæfellsjökull er að minnka (af heimasíðu Veðurstofunnar).

Skeiðarárjökull er að þynnast og hopa, svo breytingar hafa orðiða á rennsli Skeiðará. Svo má nefna Breiðamerkurjökul en það er reyndar ekki vitað hvað er í gangi þar og svo má nefna að Drangajökull stækkar (að því er virðist vegna breytingu í úrkomu).

Hér er síðan frétt frá því í febrúar, en þar kemur fram að jöklar um allan heim hafi misst massa og það á auknum hraða undanfarin ár:

Glaciers with long-term observation series (30 glaciers in 9 mountain ranges) have experienced a reduction in total thickness of more than 11 m w.e. until 2007. The average annual ice loss during 1980-1999 was roughly 0.3 m w.e. per year. Since 2000, this rate has increased to about 0.7 m w.e. per year.

Ef skoðaðir eru jöklar heims í heild, þá eru þeir að minnka töluvert:

glacier_thickness
Hnattræn breyting á þykkt jökla frá 1961-2005 (mynd frá NSIDC). 

Það er því enginn efi að jörðin er að hlýna og afleiðingar þeirrar hlýnunar er nú þegar farinn að hafa mikil áhrif á jökla heims. Sumir efast enn:

glaciers


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband