Nýr hokkístafur

Ég bara verð að fjalla smá um þessa frétt þótt Kjartan bloggvinur minn sé búinn að því.

Út er komin ný grein í Science sem mér sýnist að eigi eftir að setja allt á annan endan í loftslagsmálum. Nú þegar eru flestar fréttasíður á netinu og bloggsíður sem ég skoða byrjaðar að fjalla um greinina og nú þegar eru efasemdamenn um hlýnun jarðar búnir að dæma þessa grein sem ómerking. Ég hef ekki aðgang að Science og því verð ég að treysta því að umfjöllun um málið sé rétt. Einnig set ég töluvert af minni túlkun í þetta út frá þessari einu mynd.

Málið snýst að mestu um nýtt graf sem sýnir þróun í hitastigi Norðurskautsins síðastliðin 2000 ár:

Fig_final_11
Myndin sýnir langvarandi kólnun á Norðurskautinu, sem endaði snögglega við upphaf iðnbyltingarinnar og með mikilli hlýnun síðastliðin 50 ár. Bláa línan sýnir mat á hitastig út frá proxýgögnum úr vatnaseti, ískjörnum og trjáhringum. Græna beina línan sýnir að leitnin var í átt til kólnunar. Rauða línan sýnir bein mæligögn á hitastigi. Mynd úr Science, breytt af UCAR).
 

Athugið að hér er ekki verið að fjalla um hnattræna lýnun, en hér eru proxýmælingar fyrir norðurhvel jarðar -  Hokkístafurinn endurbætti:fig3
Hokkístafurinn (Mann og fleiri 2008)

Það má eiginlega segja að báðir þessir ferlar sýni nokkurn vegin það sama - hitastig var búið að falla eitthvað síðastliðin 1000 ár (2000 ár skv. ferlinum úr nýju greininni og meira áberandi þar). 

Hér er svo mynd sem sýnir áætlað hitastig núverandi hlýskeiðs í heild:

Holocene_Temperature_Variations
Áætlað hitastig núverandi hlýskeiðs. Nútíminn vinstra megin, hér má sjá hvernig hitastig hækkaði eftir kuldaskeið ísaldar og náði hæstu hæðum fyrir um 6-8 þúsund árum síðan (mynd wikipedia).

Á tölti í átt til til kuldaskeiðs ísaldar

Graphic-showing-reversal--006
Hlýnun jarðar af mannavöldum hefur strokað út þá kólnun sem orðið hefur undanfarin nokkur þúsund ár, sem orðið hafa vegna breytinga í sporbaug jarðar
(Mynd: National Science Foundation)

Það er niðurstaða greinarinnar að breytingar í sporbaug jarðar hafi verið frumororsökin í þessari hægu kólnun í átt til kuldaskeiðs ísaldar - eins og gerist alltaf á hlýskeiðum ísaldar (við erum stödd á einu slíku núna). Það þýðir að smám saman verður kaldara og kaldara og jöklar taka yfir á norðurhveli jarðar - kuldaskeið byrjar smám saman.

Þetta gerist smám saman á nokkrum þúsund þúsund árum. Fyrir rúmri öld, þá gerðist síðan nokkuð sem breytti þessum náttúrulegu sveiflum skyndilega -Iðnbyltingin olli hlýnun jarðar vegna losunar CO2 út í lofthjúpinn af mannavöldum.

Carbon_Dioxide_400kyr_Rev
Breytingar í CO2 nokkur hundrað þúsund ár aftur í tímann.

Þessar náttúrulegu breytingar í hlýskeið og kuldaskeið ísaldar eru að mestu stjórnað af svokölluðum Milankovitch sveiflum (sjá Loftslagsbreytingar fyrri tíma) og þegar hlýnar þá losnar CO2 út í andrúmsloftið vegna hlýnunar sjávar - sem magnar upp breytinguna með svokallaðri magnandi svörun (e. positive feedback).

Hér fyrir neðan má sjá þessar sveiflur - nema hvað að ég er búinn að bæta við einu lóðréttu striki til að sýna fram á að við vorum á hægfara leið í átt til ísaldar:

Nátturuleg
Sveiflur Milankovitch. Rauði ferillinn og svarti ferillinn sýna heildaráhrifin á tvo vegu. Svarti ferlillinn sýnir sólarinngeislun á sólstöðum á 65. breiddargráðu norðurs. Þegar inngeislunin er há, þá er hlýskeið og öfugt. Þetta fellur nokkuð vel að fyrri hlý og kuldaskeiðum ísaldar, til lengri tíma litið. Fyrir neðan eru svo tvö hitastigsproxý (götunga í sjávarsetlögum og ískjarna úr Vostock ískjarnanum) sem styðja þessa kenningu Milankovitch. Rauða lóðrétta strikið sýnir svipaða stöðu allavega myndrænt séð og við erum í núna - þ.e. náttúrulega ferlið segir okkur að hitastig ætti að fara smám saman lækkandi - en ekki hækkandi eins og það hefur gert undanfarna öld.  

Gott eða slæmt?

Það er nokkuð ljóst að margir sem þetta lesa eiga eftir að líta þetta jákvæðum augum, þarna kemur í ljós að útblástur CO2 hefur komið í veg fyrir hægfara kólnun í átt til kuldaskeiðs ísaldar - nokkuð sem við íslendingar fáum allavega hroll yfir þegar við hugsum um það. En hvað mun það kosta okkur og lífríkið í heild?  

Af tvennu illu þá er ljóst að hægfara náttúruleg kólnun í átt til kuldaskeiðs ísaldar (nokkur þúsund ár) hljómar mun betur hnattrænt séð heldur en snöggur ofsahiti af mannavöldum. Kuldinn hefði að vísu smám saman gert óbyggilegt hér í Norður Evrópu og Norður Ameríku, en annars hefði staðan sjálfsagt orðið þokkaleg fyrir meirihluta þeirra sem byggja þessa jörð.

Þess í stað stefnir allt í að við séum búin að koma af stað atburðarrás sem erfitt getur reynst að aðlagast - gríðarlega hraðar breytingar sem ekki hafa sést hér á jörðinni í tugmilljónir ára og þessi hlýnun Norðurskautsins á mögulega eftir að magna upp hlýnun jarðarinnar töluvert (sjá Metanstrókar). Ekki bara breytingar í loftslagi og tilheyrandi afleiðingum (sjá Hækkun sjávarstöðu), heldur einnig í vistkerfi sjávar (svokallaðri súrnun sjávar).

Langbest fyrir jarðarbúa væri að hætta losun CO2 sem fyrst og reyna að halda hinni óhjákvæmilegu hlýnun eitthvað í skefjum. Einnig er rétt að jarðarbúar fari að búa sig undir það versta og stilli saman strengi sína til að reyna að aðlagast þessum breytingum.

Ýmsar umfjallanir um nýju greinina: 

Sjá umfjallanir nokkurra netmiðla um málið:Guardian, BBC, CBC og Telegraph. 
mbl.is Norðurskautið kólnaði í 2.000 ár fyrir hlýnunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

Út er komin ný skýrsla frá WWF sem sýnir stöðuna á Norðurskautinu nú:

Arctic Feedbacks: Global Implications 10.98 MB pdf

Loftslag.is, 5.9.2009 kl. 10:04

2 identicon

Til hamingju með nýju síðuna.  Fáið þið greitt fyrir þetta, eða eruð þið bara svona miklir hugsjónamenn?

Leitt með gamla hokkístafinn, hann reyndist vera argasta svindl, steypuvísindi.  Vonandi reynist þessi nýji betur.

http://www.scroogle.org/cgi-bin/nbbw.cgi?Gw=hockey+stick+scam

Georg O. Well (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 23:05

3 Smámynd: Loftslag.is

Við fáum ekki greitt fyrir þetta - en vonandi komum við út á sléttu ef við fáum einhvern til að auglýsa á síðunni.

Ef þú vilt lesa eitthvað um hokkístafinn, skoðaðu þá þetta: Hokkístafurinn

Loftslag.is, 6.9.2009 kl. 23:19

4 Smámynd: Loftslag.is

Loftslag.is, 6.9.2009 kl. 23:37

5 identicon

Prikið sem notað til að slá í pökkinn í íshokkí kallast hokkíkylfa. Hokkístafur er ekki neitt.

Takk fyrir þarfan vef.

Bjarki (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 11:34

6 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hokkíkylfa skal það vera

http://www.loftslag.is/?page_id=1346

Höskuldur Búi Jónsson, 10.9.2009 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband