Færri Bandaríkjamenn telja traustar sannanir fyrir hnattrænni hlýnun

loftslagNý könnun á vegum Pew Research Center for the People & the Press, gefur til kynna að nú telji 57% Bandaríkjamanna að traustar sannanir séu fyrir hnattrænni hlýnun, á móti 71% í apríl  2008.

Þrátt fyrir sífellt fleiri vísindaleg rök, þá eru færri Bandaríkjamenn sem telja að traustar sannanir séu fyrir hnattrænni hlýnun undanfarna áratugi.

Séu þessar tölur skoðaðar eftir stjórnmálaskoðunum, þá er einnig hægt að greina nánar hvernig breytingarnar hafa orðið allt frá 2006. Hægt er að greina að almenningur telur sig ekki hafa fullnægjandi skýringar og sannanir fyrir því að hnattræn hlýnun eigi sér stað. Einnig er hægt að sjá þar að mesta breytingin hefur orðið undanfarið ár. 

[Nánar er fjallað um þetta á Loftslag.is]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið ættuð að taka þá ykkur til fyrirmyndar og hætta að eltast við og hampa þessum gervivísindum.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 22:56

2 identicon

Þetta er svo sem eftir öðru. Mér skilst að 30 prósent bandaríkjamanna trúi að bandaríkin stóðu með þjóðverjum og ítölum gegn bretum í síðari heimsstyrjöldinni!

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 04:27

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ég hef verið ásakaður fyrir að láta ekki hverju áliti sem frá mér kemur fylgja tilvitnun í einhvern vísindamann sem ég hef skoðunina eftir. Hins vegar er langur vegur frá því að þú/þið fylgið þeirri reglu.

Þrátt fyrir sífellt fleiri vísindaleg rök, þá eru færri Bandaríkjamenn sem telja að traustar sannanir séu fyrir hnattrænni hlýnun undanfarna áratugi.

Þetta segið þú hér að framan og þar er kjarni málsins. 

Það hefur ALDREI verið vísindalega sannað að MAÐURINN hafi áhrif á hnattræna hlýnun svo neinu nemi. Það er kominn tími til að gera rækileg skil á milli a) hnattrænnar hlýnunar b) áhrifa mannsins á hnattræna hlýnun.

Hvort það er að hlýna eð kólna getum við mælt en þó það hlýni er það engin sönnun á hlut mannsins í þeirri þróun.

Það hefur aldrei verið skorið úr því hvort a) aukning koltvísýrings CO2 í andrúmslofti sé svo neinu nemi afleiðing af gjörðum manna, b) að aukning koltvísýrings CO2 í andrúmslofti sé afleiðing af hækkandi hita, aðallega í höfunum.

Mér finnst eðlisfræðileg rök hníga að hinu síðarnefnda.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 24.10.2009 kl. 14:11

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sigurður, þú getur byrjað á að skoða þessar þrjár færslur af Loftslag.is:

Það er ýmislegt annað á vefnum Loftslag.is sem vert er að skoða, yfirleitt fylgir efninu ítarefni sem hægt er að skoða, það á einnig við um fréttina sem vitnað er í hér að ofan, ef hún er lesin til enda á Loftslag.is.

Eftirfarandi eru orð þín og skoðun og ekki er mikið við því að segja:

"Mér finnst eðlisfræðileg rök hníga að hinu síðarnefnda." (Athugsemd; Sigurður Grétar Guðmundsson, 24.10.2009, klukkan 14:11)

Reyndar höfum við ekki ásakað þig um að láta ekki fylgja tilvitnun hverju áliti, en við höfum stundum beðið um að tilvitnanir um ýmislegt sem þú heldur fram, án árangurs.

Sveinn Atli Gunnarsson, 24.10.2009 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband