Að stela bíl og nota fyrir sjónvarp

nullVið skrifuðum um ansi heitt málefni fyrir tveimur dögum á loftslag.is (sjá Hakkarar afrita tölvupósta og skjöl).

Hakkarar náðu að afrita tölvupóst loftslagsvísindamanna sem starfa við rannsóknarmiðstöð háskólans í East-Anglia (CRU) í Norwich. Þessir tölvupóstar – eða hluti af þeim hefur birst á vefsíðum sem sérhæfa sig í að efast um hlýnun jarðar af mannavöldum og margir fjölmiðlar eru nú farnir að bergmála það sem efasemdamennirnir segja – oft án þess að kynna sér hvað vísindamennirnir voru í raun og veru að segja.

Við fjölluðum í raun ekki ítarlega um þetta í upphafi, því okkur fannst líklegt eftir dálítinn lestur að það þyrfti ansi hreint magnaða samsæriskenningasmiði til að sjá eitthvað samsæri og falsanir út úr þessum tölvupóstum.

Meðal annars hafa íslenskir fjölmiðlar birt skrumskældar útgáfur af þessum fréttum – það selur víst að skrifa svona fréttir, þótt þær séu illa unnar.

Við tökum eina svona frétt og leiðréttum misfærslur sem þar koma fram í nýrri bloggfærslu á loftslag.is. Sjá Að stela bíl og nota fyrir sjónvarp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Meðal annars hafa íslenskir fjölmiðlar birt skrumskældar útgáfur af þessum fréttum – það selur víst að skrifa svona fréttir, þótt þær séu illa unnar.

Þetta segið þið að ofan.

Það hafa engir íslenslir fjölmiðlar fjallað um þennan skandal nema DV, allir aðrir fjölmiðlar hafa þagað þunnu hlóði. Það er tæplega hægt að segja að fréttir, sem hafa aldrei verið fluttar, séu illa unnar.

Í mínum huga eru falsanir Michael Mann með Hokkýstafinn nægileg sönnun á hvílíkar falsanir hafa verið í gangi hjá IPCC en eins og þið vitið, og hafið viðurkennt, er Hokkýstafur MM ein af aðalundirstöðum kenningarinnar um að CO2 sé að hita upp heiminn.

Hver sá sem hefur lesið Sturlungu og aðrar Íslendingasögur sannfærist um það einstaka loftslag og háa meðalhita sem var á miðöldum. Það eru til annálar, sem hafa verið lystilega settir fram á einfaldan og læsilegan hátt í "Öldunum" sem segja okkur hve skelfileg tíð og kuldaskeið var á 17. og 18. öld hér á landi á "Litlu ísöld" Meira að segja gengu hvítabirnir á land í Skaftafellssýslum. Það árið gengu 30 hvítabirnir á land á Íslandi (þá var engin Þórunn til að taka á móti þeim!). Hafís var eitt árið allt umhverfis Ísland og allt að 15 sjómílum suður af landinu.

Allt þetta segir Michael Mann hafi aldrei gerst, eftir Hokkýstaf hans var loftlag það sama allt frá árinu 1000 fram á 20. öld.

En ég veit að þið eruð "sanntrúaðir" og líklega er sama hvað rök væru lögð fram, trú ykkar er einlæg. 

Sigurður Grétar Guðmundsson, 24.11.2009 kl. 10:19

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vísir.is hefur líka fjallað um þetta mál, það myndirðu vita hefðirðu klikkað á tengilinn á færsluna á Loftslag.is.

Sveinn Atli Gunnarsson, 24.11.2009 kl. 10:49

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Fjölmargir kannast við George Monbiot. Til hans hefur m.a verið vitnað í Loftslag.blog.is

Hann er mjög virkur í umræðum um hnatthlýnun af mannavöldum og vill að strax verði gripið til  mjög harðra aðgerða. Kannski er hann meðal þeirra allra hörðustu í þessum málum.

 Hann skrifar m.a í The Guardian í gær:

 "It's no use pretending this isn't a major blow. The emails extracted by a hacker from the climatic research unit at the University of East Anglia could scarcely be more damaging. I am now convinced that they are genuine, and I'm dismayed and deeply shaken by them.

Yes, the messages were obtained illegally. Yes, all of us say things in emails that would be excruciating if made public. Yes, some of the comments have been taken out of context. But there are some messages that require no spin to make them look bad. There appears to be evidence here of attempts to prevent scientific data from being released, and even to destroy material that was subject to a freedom of information request.

Worse still, some of the emails suggest efforts to prevent the publication of work by climate sceptics, or to keep it out of a report by the Intergovernmental Panel on Climate Change. I believe that the head of the unit, Phil Jones, should now resign. Some of the data discussed in the emails should be re-analysed...."

Ef sjálfur Monbiot skrifar svona, þá er málið grafalvarlegt.

Ágúst H Bjarnason, 24.11.2009 kl. 14:18

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er engin að gera lítið úr því að þetta er grafalvarlegt mál, bæði stuldurinn og í einhverjum tilfellum þarf að skoða nánar það sem um er rætt í gögnunum, eins og Monbiot leggur til. Ég efa ekki að þetta mál á eftir að hafa eftirmála fyrir einhverja einstaklinga. En að það velti vísindunum sem liggja að baki sem heild, tel ég mjög ólíklegt, þar sem það er of mikið af gögnum sem benda í þá átt að aukning gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu hafi áhrif á hitastig jarðar.

Annars finnst mér vanta í þetta fjórðu málsgrein Monbiot, sem er eftirfarandi, tekið úr sömu grein og Ágúst vitnar í hér að ofan, alla færslun má sjá hér:

But do these revelations justify the sceptics' claims that this is "the final nail in the coffin" of global warming theory? Not at all. They damage the credibility of three or four scientists. They raise questions about the integrity of one or perhaps two out of several hundred lines of evidence. To bury man-made climate change, a far wider conspiracy would have to be revealed. Luckily for the sceptics, and to my intense disappointment, I have now been passed the damning email that confirms that the entire science of global warming is indeed a scam. Had I known that it was this easy to rig the evidence, I wouldn't have wasted years of my life promoting a bogus discipline. In the interests of open discourse, I feel obliged to reproduce it here.

Sveinn Atli Gunnarsson, 24.11.2009 kl. 14:53

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg er búinn að skoða þetta mál.

Ekkert merkilegt í þessu.  Zero merkilegt.

Það sem gerðist náttúrulega að svokallaðir afnetunarsinnar geta tekið úr samhengi eitthvað í öllum þessum póstum.  Þó þa nú væri.

En þegar samhengið er skoðað á allt sér ósköp eðlilegar ofureinfaldar  skýringar náttúrulega.

Afneitunarsinnar eru að gera sig að algjörum fíflum - yet again !

Hahaha já á nú eru afneitunarsinnar komnir í feitt.  Og hvað ? Er þá bara búið að sanna að það er engin hlýnun ?  Allt bara samsæri 2-3 vísindamanna í bretlandi ??

Hahaha hillaríus.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.11.2009 kl. 15:27

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Getur ekki einhver tekið að sér að hakka efasemdarmennina líka? Annars eru þeir sjálfsagt svo strangheiðarlegir að það væri ekkert upp úr því að hafa. Eða hvað?

Emil Hannes Valgeirsson, 24.11.2009 kl. 17:14

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst: Það er ekki við öðru að búast, en að upp komi krafa um rannsókn á þessu máli. Eðlilegasta mál. En eins og ég kom inn á áðan, þá mun þetta væntanlega ekki koma mikið við grunn vísindanna, þó svo einhverjir aðilar hafi hugsanlega sagt eitthvað í tölvupósti sem ekki þykir eðlilegt (ef svo er).

Sveinn Atli Gunnarsson, 24.11.2009 kl. 17:41

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sko, það sem er fréttnæmt er í rauninni innbrotið, þjófnaðurinn á tölvuskeytum og sú staðreynd að um krítíska tímasetningu er að ræða.  Hvað erlangt í KH fundnn ?

Samsæri ??

En með innihald þessara pósta og annars efnis hefur ekkert komið fram sem dregur vísindalega úr margumtalaðri hlýnun jarðar af mannavöldum.  Ekki neitt.

Sko,  sumir tala þarna illa um nokkra afneitunarsinna og einstaka tilfelli etv ósmekklega.  Jú, ekki fallegt - en er ekki við einhverju slíku að búast í 1000 tölvupóstum ?  Nei eg bara spyr !

Eftirfarandi áratugagömlu e maili gerðu sumir mikið hopp og hí útaf frá sjálfum Dr. Jones:

"I've just completed Mike's Nature trick of adding in the real temps to each series for the last 20 years (i.e., from 1981 onwards) and from 1961 for Keith's to hide the decline." 

Það á sér hinsvegar ofureinfaldar  og eðlilegar skýringarí samhenginu og þegar búið er að skýra út hvað um er að ræða:

"The paper in question is the Mann, Bradley and Hughes (1998) Nature paper on the original multiproxy temperature reconstruction, and the ‘trick’ is just to plot the instrumental records along with reconstruction so that the context of the recent warming is clear. Scientists often use the term “trick” to refer to a “a good way to deal with a problem”, rather than something that is “secret”, and so there is nothing problematic in this at all. As for the ‘decline’, it is well known that Keith Briffa’s maximum latewood tree ring density proxy diverges from the temperature records after 1960 (this is more commonly known as the “divergence problem”–see e.g. the recent discussion in this paper) and has been discussed in the literature since Briffa et al in Nature in 1998 (Nature, 391, 678-682). Those authors have always recommend not using the post 1960 part of their reconstruction, and so while ‘hiding’ is probably a poor choice of words (since it is ‘hidden’ in plain sight), not using the data in the plot is completely appropriate, as is further research to understand why this happens."

http://www.realclimate.org/index.php/archives/2009/11/the-cru-hack/

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.11.2009 kl. 18:11

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já ég er sammála þér Ómar það er ekkert í þessum tölvupóstum sem grefur undan vísindunum sem slíkum. En það eru þarna einhver jaðartilvik sem þarf að skoða nánar, það er sjálfsagt mál, ásamt eins og þú nefnir sjálfu innbrotinu, sem virðist vera ansi vel tímasett.

Annars fórum við nánar í 2 tölvupósta á Loftslag.is, s.s. færslan sem tengt er í hér að ofan, sjá Að stela bíl og nota fyrir sjónvarp

Sveinn Atli Gunnarsson, 24.11.2009 kl. 18:18

11 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Emil: Jú það hefur komið til tals í umræðu í útlöndunum

Ég hugsa þetta þannig: Það er ekkert sem bendir til að um sé að ræða einhverjar falsanir, né neitt þannig vafasamt - það er mikill léttir, þótt það hefði ekki mikil áhrif á loftslagsvísindin í heild. Einna helst er vafasöm einhver tillaga um að stroka út tölvupóst - en það er ekkert sem kemur fram hvort þar sé um eitthvað vafasamt að ræða. Það þarf að rannsaka.

Annað sem þarf að rannsaka er það hvaða samtök standa á bak við þennan gjörning og hvers vegna, þ.e. hvaða hvatir liggja þar á bak við. Það væri fróðlegt að sjá.

Ég verð þó að segja eins og er að ég reikna með að þessi ákafi efasemdamanna í útlöndum eigi eftir að koma í bakið á þeim - það verður líka fróðlegt að fylgjast með því.

Höskuldur Búi Jónsson, 24.11.2009 kl. 22:33

12 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Má ég enn einu sinni koma að kjarna málsins?

Það ætti að vera nokkuð einfalt að fylgjast með því hvort hiti á jörðinni fer hækkandi eða lækkandi. Það er staðreynd að hiti var ýmist á uppleið eða niðurleið alla 20 öldina og það er staðreynd að það sem liðið er af þessari öld er hann ekki á uppleið þó sífellt sé klifað á þeirri villu og sagt að hann sé stöðugt á uppleið.

Hinsvegar er kenningin um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum, afleiðing af kolefnisbruna, afleiðing af aukningu CO2 í andrúmslofti.

Að svo sé hefur aldrei verið sannað, ég bið ykkur enn einu sinni hjá Loftslag.is að sýna mér að það hafi verið sannað vísindalega og óyggjandi. Ég hef skorað á marga að sýna fram á það, enginn hefur orðið við þeim áskorunum.

Er ekki eins líklegt að aukning á CO2 í andrúmslofti sé afleiðing af hækkandi hita, einkum í hafinu?

Er ekki grundvöllurinn undir þessum vísindum þeirra sem kenna CO2 um hækkandi hita svo ótryggur að það er ekki verjandi að eyða öllum þessum gífurlegu fjárhæðum í að halda úti  því rándýra apparati IPCC að ég ekki tali um alla þá yfirgengilegu skattlagningu sem komin er í gang.

Er ykkur ekki ljóst að allur þessi máltilbúnaður um skaðsemi CO2 dregur alla athygli frá þeirri skelfilegu mengun, fátækt, hungri, nauðgunum og drápum sem  viðgangast víða um heiminn?

Eigum við ekki að fara að koma okkur út úr þessu "tískusporti" sem hin endalausa umræða um "gróðurhúsalofttegundir" er?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 25.11.2009 kl. 00:15

13 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Sigurður: Þú endurtekur alltaf það sama og því færðu alltaf svipuð svör. 

1: Við fjöllum um loftslagsbreytingar en ekki veðrið (þó það slæðist stundum með). Því segjum við eins og er að það er að hlýna. En jafnvel þótt við förum einungis 10 ár aftur í tíman þá er að hlýna samkvæmt þeim hitagögnum sem fáanlegar eru.

2: Við höfum bent þér á mæliniðurstöður sem sýna óyggjandi að það er að hlýna, að hlýnun jarðar er af völdum aukins CO2 í andrúmsloftinu og að aukningin sé af mannavöldum. Kenningin er ekki sannanleg, enda kenning. Aftur á móti er hún langlíklegust og allar vísbendingar sem loftslagsvísindamenn safna saman hafa stutt það að hún sé sú besta. Aðrar kenningar hafa ekki vikið henni til hliðar.

3: Aukningin getur ekki verið úr hafinu, því CO2 hefur verið að aukast í hafinu - samanber súrnun sjávar.

4: Ef ekkert verður gert til að sporna við hlýnuninni, þá mun flest sem þú nefnir aukast til muna, t.d. fátækt, hungur og stríðsátök

5: Kenningin er orðin sígild - og alls engin tíska þar á ferðinni, enda gömul kenning - þótt kenningin hafi ekki náð sér á flug fyrr en mælingar á náttúrunni urðu til þess að menn gátu reynt á hana með almennilegum mæligögnum.

Höskuldur Búi Jónsson, 25.11.2009 kl. 01:06

14 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Kenningin er ekki sannanleg, enda kenning.

Þakka þér Höski Búi fyrir þessa yfirlýsingu. Þarna er einmitt kjarni málsins; óljós kenning er að leiða okkur á hrikalegar villigötur, það er búið að trylla all flesta stjórnmálamenn til að eyða milljörðum í baráttu til að halda niðri hnattrænum hita, (sem ekki er hægt og það er heldur ekki að hlýna á jörðinni) og skattleggja framúr hófi atvinnulíf sem mun síðan leiða til  lélegri lífskjara og meiri hörmunga fyrir hinar"gleymdu" þjóðir sem eru að eru án vatns, án heilbrigðisþjónustu og matar.

Þú segir að ég endurtaki alltaf það sama og því neita ég ekki, ég krefst svara, þetta er einmitt það sem þíð á Loftslag.is gerið; endurtakið alltaf það sama. 

Þú segir að þið fjallið um loftslagsbreytingar ekki veðrið. Síðan segið þið að aukning á CO2 og hlýnun jarðar hafi veðurfarslegar afleiðingar.

Hvernig er hægt að komast svona í mótsögn við sjálfan sig?

Nú er rætt um að nautpeningur á Indlandi sé stórhættulegur vegna þess metans sem hann gefur frá sér, ég hef séð "sanntrúaða" predika að það eigi jafnvel allir að hætta að leggja sér kjöt til munns vegna þessa. En á hverju á þá mannfólkið að lifa? Á grænmeti segja sömu spekingar. Er það mögulegt að auka stórlega ræktun grænmetis og djöflast um leið gegn aukningu CO2 sem er undirstaða alls gróður í heiminum?

Að rækta grænmeti er einmitt þau ráð sem Grænfriðungar gáfu Grænlendingum og Inúítum í Norður-Kanada, þá gætu þeir hætta að veita hvali, seli og annað sjávarfang. Ráð af sama toga og franska drottningin gaf almenningi; ef ekki er til brauð því borðar fólkið þá ekki kökur!

Þið segið að aukning CO2 komi als ekki úr hafinu, það verður seint sannað. Þið ættuð að vita það að hver manneskja gefur frá sér umtalsvert CO2 við öndun.

Hefur ekki mannfjöldi í heiminum tvöfaldast á síðustu öld eða réttara sagt seinni hluta seinustu aldar?

Ætlið þið svo að halda áfram að stinga höfðinu í sandinn varðandi hið stóra "ClimateGate" láta eins og það hneyksli hafi aldrei gerst. Er Michael Mann enn einn af ykkar "páfum" í vísindum loftslagsins? Ertu að vísa til hans þegar þú segir "en mælingar á náttúrunni urðu til þess að menn gátu reynt á hana með almennilegum mæligögnum".

Ég veit að ykkur "sanntrúuðum "  er ekki verra við neitt en rökræður, það kemur alltaf betur og betur í ljós.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 25.11.2009 kl. 10:25

15 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Sigurður

1: Nei þetta er ekki óljós kenningi, heldur skýrasta kenningin og sú eina sem gengur upp miðað við þær mælingar og vitneskju sem við búum við í dag. Engin önnur kenning hefur hrakið hana - sem er ástæðan fyrir því að menn ætla að gera eitthvað í málunum áður en í óefni er komið.

2: Við fjöllum um loftslagsbreytingar - afleiðingar loftslagsbreytinga er breytt veðurfar. Ef þú segir að það sé ekki að hlýna og tekur sem dæmi um að hitastig sé lækkandi undanfarin nokkur ár (segjum 11 ár) - þá ert þú að tala um sveiflur í veðri. Nauðsynlegt er að taka 20-30 ára skeið til að hægt sé að fullyrða að um loftslagsbreytingar sé að ræða. Veðrið er samt góð vísbending um að loftslag sé að breytast - en ekki tölfræðilega réttur mælikvarði. Því er ég eingöngu í mótsögn við sjálfan mig í þínum huga - en ekki í huga þeirra sem skilja hvað ég er að meina (ég vona það allavega).

3: Við höfum aldrei sagt að við viljum að fólk hætti að borða kjöt - sjálfir borðum við kjöt og það af ýmsum tegundum dýra. Í kvöld borðaði ég heimareykt bjúgu.

4: Aukningin á CO2 í andrúmsloftinu kemur ekki úr hafinu. Sama hversu menn eru sannfærðir um að það hljóti að vera skýringin, þá geta þeir ekki horft fram hjá mælingum á koldíoxíði (eða afleiddum karbónötum með uppruna í koldíoxíði) sem hefur aukist í hafinu. Hafið hefur tekið við stórum hluta af því koldíoxíði sem út í andrúmsloftið hefur farið af mannavöldum. Það hefur tekið við koldíoxíði en ekki losað sig við það. Úr ágripi Jóns Ólafssonar hafefnafræðings sem hélt fyrirlestur um breytingar á sýrustigi hafsins, fyrir helgi:

Frá upphafi iðnvæðingar hafa heimshöfin dregið í sig um þriðjung þess koltvíoxíðs sem borist hefur út í lofthjúpinn vegna athafna manna. Höfin gegna þannig lykilhlutverki í að milda veðurfarsbreytingar. En þetta kostar hliðrun á efnajafnvægjum karbónatkerfis sjávar í átt til súrnunar.

5: Hver er punkturinn varðandi mannfólkið og öndun þess?

6: "ClimateGate"? Ertu að meina fréttina sem að vísað er í, í þessari færslu? Erum við að stinga höfðinu í sandinn með því að fjalla um hana? Athugaðu að þetta er í annað sinn sem við fjöllum um hana. Gæti verið að þú hafir ekki lesið fréttina, né fyrri fréttina og því sért þú að stinga höfðinu í sandinn?

7: Micheal Mann er einn af þúsundum vísindamanna sem við vitnum í - þótt þú myndir færa sönnur á (á einhver óskiljanlegan hátt) að hann væri að falsa þau gögn sem að hann sendir frá sér, þá myndi það ekki duga til að hrekja kenninguna um hlýnun jarðar af mannavöldum.

8: Aftur á móti getur þú ekki vísað í neina vísindamenn mótfallna kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum - án þess að við getum vísað í mæliniðurstöður og rannsóknir sem að sýna fram á hið gagnstæða og yfirleitt fjölmargar rannsóknir.

9: Ég lít svo á að þeir hljóti frekar að vera "sanntrúaðir" sem að hlusta ekki á rök sem studd eru af mörgþúsund rannsóknarniðurstöðum og mælingum og samkvæmt minni skilgreiningu þá ert þú því mun nær því að flokkast undir "sanntrúaðan" heldur en við.

Höskuldur Búi Jónsson, 25.11.2009 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband