Samhengi hlutanna

Alla síðustu viku þá var umræðan sterk í ýmsum bloggmiðlum og fréttamiðlum, bæði hér heima og erlendis, um að vísindamenn við Háskólann í East Anglia (CRU) hefðu stundað falsanir á loftslagsgögnum og hefðu fleira misjafnt í pokahorninu (sjá Blogg: Að stela bíl og nota fyrir sjónvarp).

Svo virðist sem þetta mál sé þannig að vexti að sumir telja að hægt sé að afneita heilli öld loftslagsrannsókna og afgreiða hlýnun jarðar af mannavöldum sem eitt risastórt samsæri. Því miður er það mikill misskilningur á því hvernig vísindin virka.

Þótt við þyrftum að henda öllu því sem þau hjá CRU hafa gert (sem ekkert bendir til) þá hefði það lítil sem engin áhrif á stöðu málanna í dag. Það eru aðrar stofnanir sem stunda loftslagsrannsóknir, t.d. má finna óháðar hitastigsmælingar á heimasíðu NASA, NOAA og JMA - sem sýna svipaða sögu og gögnin frá CRU.

Þetta eru ekki einu gögnin sem sýna að hitastig fer hækkandi, sem dæmi má nefna gögn um hörfun jökla, sjávarstöðubreytingar, úr ískjörnum, snjóalög, sjávarhita og hafísmælingar, svo við nefnum nokkur af þeim gögnum sem vísindamenn nota til að staðfesta hlýnun jarðar. Út frá þessum gögnum hafa þúsundir vísindamanna skrifað tugþúsundir greina um vandamálið: Hlýnun jarðar af mannavöldum.

Það verður að teljast ansi langsótt að vísindamenn séu búnir að fikta við öll þessi gögn og séu allir í einhverju stórkostlegu samsæri. Ef það kemur svo í ljós að vísindamenn CRU hafi átt við gögnin, þá er það vissulega ámælisvert fyrir þá vísindamenn – en það segir ekkert um alla hina.

Sjá meira á loftslag.is: Samhengi hlutanna


mbl.is Pachauri ver loftslagsfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í fréttinni sem má sjá sem hengt er við - mér finnst þetta skrítin frétt.

 "Fram kemur að þeir hafi stundum breytt gögnum til að þau pössuðu betur við kenningarnar um gróðurhúsaáhrif af mannavöldum"

 Nú hef ég svo sem eigi tékkað á þessu máli síðan þarna í byrjun og auljóst var að svo komu máli að um var að ræða storm í vatnsglasi og spinn útúr öllum kortum - en hva - hefur eitthvað nýtt komið fram ?  Breytt gögnum til að þau pössuðu betur ?  Hvernig þá.  Hvað er mogginn að fara eiginlega.

 "og beitt sér af alefli gegn þeim kollegum sínum í heiminum sem efast um kenninguna."

Þetta er ofmælt.  Hinsvega kemur fram að ekki er mikill vinskapur á milli og í einu tveimur tilfellum falla ósmekkleg ummæli - en við hverju er aðbúast í 1000 persónulegum tölvupóstum.  Auk þess sem greina má að sumir eru þreyttir á endalausum rangfærslum svokallaðra "skeptíkera" og ennfremur má greina að vísindamennirnir telji sig sæta ómaklegum árásum eða málflutningifrá nefndum "skeptíkerum" og geti alveg hugsað sér að svara í sömu mynt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.11.2009 kl. 22:14

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Varðandi fyrri punktinn, þá gæti ég trúað að þar sé enn verið að ræða myndrænu framsetninguna þar sem plottað eru saman mæld gögn ofan á proxýgögn. Þetta kalla þeir væntanlega að breyta gögnunum. Semsagt það er sama og búið er að útskýra. En hver hlustar á útskýringar nú til dags.

Varðandi seinni punktinn, þá er ég fullkomlega sammála þinni lýsingu.

Getur einhver efasemdamaður komið með betri útskýringu á þessum orðum morgunblaðsins?

Höskuldur Búi Jónsson, 30.11.2009 kl. 22:22

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 "og beitt sér af alefli gegn þeim kollegum sínum í heiminum sem efast um kenninguna."

Þetta hefur lengi verið ljóst öllum sem hafa skilningarvitin opin. T.d. reyndu "rétttrúnaðarsinnarnir" á hlýnun af mannavöldum, að bendla alla "efasemdarmenn" úr röðum vísindamanna, við annarlega hagsmuni og að þeir gengju erinda olíufyrirtækja sem ekki vildu fyrir nokkurn mun að veltan hjá sér minnkaði. Rétttrúnaðarsinnarnir eru þó hættir að þora að nota slík meðul, a.m.k. á meðan almenningsálitið er í lægð hvað þá varðar.

Varðandi hvort um skipulagt alheimssamsæri sé að ræða hjá "rétttrúnaðarsinnunum", þá er það ekki svo, heldur "ómeðvitað alheimssamsæri".

Hvar voru "loftslagsfræðingar" fyrir 20 árum? Þeir voru ekkert sérlega áberandi í umræðunni en nú er þeirra 15 mínútna frægð. Og að sjálfsögðu hafa "fræðingarnir"  nýtt sér hana til hins ýtrasta. Þetta er afar hávær hópur og hann nær athygli fjölmiðla og nýtur að jafnaði virðingar almennings og ráðamanna.

En nú hefur heldur fjarað undan. Hvort það verður tímabundið eða til framtíðar á eftir að koma í ljós, en það myndi ekki skemma fyrir ykkur ef það færi nú að hlýna eitthvað á þessari öld. Gerðu ekki loftslagslíkönin ráð fyrir því með hækkandi Co2? Eða átti að vera "status quo", jafnvel lítilsháttar kólnun? Hvernig var þetta aftur?

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2009 kl. 13:35

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vísindamenn eru á markaði eins og aðrir og segja má að: "They hit the Jackpot".

Athygli, frægð, ráðstefnur, ferðalög. Nokkur hundruð þúsund manns, jafnvel nokkrar miljónir allskyns fræðinga, hafa lífsviðurværi sitt af því að hamra á loftslagsmálum og raddir þeirra hafa greiðan aðgang að fjölmiðlum. Þeir munu því hanga á þessu eins og hundar á roði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2009 kl. 13:47

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki má gleyma í upptalningunni.... "Athygli, frægð, ráðstefnur, ferðalög"... "Þægileg og þokkalega vel borguð innivinna".  ... sem vel að merkja er ekki lítils virði í kreppunni sem gengið hefur yfir heimsbyggðina undanfarin misseri.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2009 kl. 13:57

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jæja Gunnar, þú ert við sama heygarðshornið sé ég

Það á enn eftir að benda á einhver gögn til stuðnings því að um fals sé að ræða, það hefur ekki hið minnsta komið fram sem bendir til að um fals mælinga hafi farið fram. Það er verið að slá ryki í augu fólks með því að taka hluti úr samhengi og búa til samsæriskenningu sem ekki gengur upp. Það má geta þess að þessi áratugur sem er að líða mun að öllum líkindum verða sá heitasti frá því mælingar hófust, sjá t.d. hér.

Það er mikið magn af gögnum sem benda til hlýnunar og þess að aukning gróðurhúsalofttegunda hafi áhrif þar á, að jafnvel þó það sé eitthvað að marka fjaðrafokið sem verið er að gera varðandi þetta mál, þá stendur eftir að jörðin er að hlýna, jöklar að hopa, hafís að bráðna o.s.frv. Hvernig væri nú að fara að snúa sér að málum málanna sem er að hlusta á það sem vísindin hafa að segja í stað þess að snúa út úr persónulegum tölvupóstum fólks. Það eru engin mæligögn sem benda til að um falsanir sé að ræða, enda er og hefur verið hægt að nálgast langmestan hluta þessara hingað til, sjá t.d. hér.

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.12.2009 kl. 13:59

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ertu að segja að áratugurinn 1998-2007, að báðum árum meðtöldum, fari hitastig hækkandi?

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2009 kl. 14:05

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég er að segja að áratugurinn sem er að líða verði sá heitasti sem mælst hafi frá því mælingar hófust. Það er staðreynd, líttu á tölurnar. En ef þú ætlar að fara að velja út 1998, sem var heitasta ár samkvæmt Hadley tölunum (2005 er heitast samkvæmt Giss), og bera það einstaka ár saman við 2007, þá ertu að reikna tölfræðilega á rangan hátt

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.12.2009 kl. 14:11

9 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Jafnvel þótt Gunnar handvelji þann áratug sem honum finnst líklegastur til að sýna kólnun, þá dugar það ekki til - hér má sjá trendið fyrir þann áratug og næsta áratug þar á eftir (sjá bláar línur):

 

Hnattrænn hiti jarðar samkvæmt gögnum frá NASA GISS frá 1980 og til dagsins í dag. Rauða línan sínir gögn á ársgrundvelli, rauði ferningurinn sýnir bráðabirgðagögn fyrir árið 2009. Græna línan sýnir 25 ára línulega leitni gagnanna (0,19°C á áratug). Bláa línan sýnir tíu ára leitnilínur fyrir árin 1998-2007 (0,18°C á áratug) og fyrir árin 1999-2008 (0,19°C á áratug). Þetta sýnir mikið samræmi við það sem kom fram í spám loftslagslíkana sem IPCC notaði.

Höskuldur Búi Jónsson, 1.12.2009 kl. 15:22

10 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

P.S. þetta er úr færslunni sem þessi bloggfærsla vísar í.

Höskuldur Búi Jónsson, 1.12.2009 kl. 15:22

11 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Gagnrýnendur taka það sjaldnast með í reikninginn hvað árin í kringum 1998 voru í rauninni köld miðað við síðustu ár.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.12.2009 kl. 15:32

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef ég man rétt, þá eru réttrúnaðarsinnarnir einmitt gagnrýndir fyrir að "manippúlera" mælagögn.

Þessi "trend" þín eru auðvitað úr ómenguðum gögnum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2009 kl. 17:33

13 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ekki eru þetta mín trend. 

Hér geturðu skoðað gögnin sjálfur, á heimasíðu NASA: http://data.giss.nasa.gov/gistemp/

Höskuldur Búi Jónsson, 1.12.2009 kl. 17:47

14 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Það þurfti ekkert Climategate til að átta sig á því að CRU deildin var skipuð fúskurum en ekki vísindamönnum.

Menn sem vinna ekki eftir því sem kallað hefur verið "Hin vísindalega aðferð", sjá t.d. lýsingu hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Scientific_method geta ekki kallað sig vísindamenn.

Einn meginþáttur hinnar vísindalegu aðferðar er sbr. Wikip.:
"...Another basic expectation is to document, archive and share all data and methodology so they are available for careful scrutiny by other scientists, thereby allowing other researchers the opportunity to verify results by attempting to reproduce them. This practice, called full disclosure, also allows statistical measures of the reliability of these data to be established..."

Það hefur legið fyrir árum saman að CRU hefur ekki uppfyllt þessa kröfu. Tímarit sem hafa birt greinar þeirra hafa líka fallið á prófinu. Fjölmiðlar sem hafa kosið að horfa fram hjá þessu féllu líka á prófinu. Félagar þeirra hjá NASA og víðar eru líka samsekir því að þeir horfðu aðgerðalausir á að þessar niðurstöður voru notaðar hjá IPCC.

Finnur Hrafn Jónsson, 1.12.2009 kl. 18:33

15 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Finnur: Þó það sé ekki okkar verk að verja CRU og allt það, þá væri samt fróðlegt ef þú myndir nefna dæmi um fúsk hjá þeim.

Höskuldur Búi Jónsson, 1.12.2009 kl. 19:03

16 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Höski Búi:

Ég veit að þú fylgist nógu vel með til að vita nákvæmlega hvað ég á við en öðrum lesendum til upplýsingar má nefna að víða hefur komið fram að CRU menn geta ekki lagt fram frumgögn um hitamælingar sem þeir byggja á.

Þeir hafa talið til ýmsar afsakanir á borð við að þeir hafi þurft að spara geymslumiðla og að þeir hafi ekki leyfi til að birta gögnin sem þeir noti. Fáránlegasta afsökunin var þó sú sem Phil Jones nefndi að hann vildi ekki leggja gögnin fram vegna þess að þá myndu menn ekkert gera annað en gagnrýna ævistarf sitt.

Þar til viðbótar má sjá athugasemdir frá mér hjá Ágústi Bjarnasyni ( http://agbjarn.blog.is ) þar sem ég fjalla um ófagmannleg vinnubrögð við hugbúnaðargerðina.

Það liggur einfaldlega fyrir að CRU er ekki að nota viðurkenndar aðferðir við vísindarannsóknir sínar.

Finnur Hrafn Jónsson, 3.12.2009 kl. 07:32

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, ég handvaldi forsendur mínar til að leyfa réttrúnaðarsinnunum að smakka á eigin meðulum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2009 kl. 14:25

18 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Eins og ég segi - ég er ekki hér til að verja CRU en rétt skal vera rétt.

Frumgögn um hitamælingar CRU - tvenns konar sögur eru í gangi þar:

Önnur er að þeir vilji ekki birta gögnin: - hið rétt er að CRU hefur ekki leyfi frá öllum veðurstofum (sem þeir sækja gögnin sín til) til að dreifa gögnum áfram til þriðja aðila. Ekkert við því að gera - nema að reyna að breyta þessu og það hefur CRU reynt.

Hin sagan er sú að þeir hafi eytt frumgögnum: - hið rétta er að þeir eyddu afritum frumgagna (það var á níunda áratugnum og verið var að spara geymslupláss), en hægt er að nálgast frumgögnin hjá NOAA.

Höskuldur Búi Jónsson, 3.12.2009 kl. 14:39

19 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Gunnar: Hvaða handval ertu að tala um?

Höskuldur Búi Jónsson, 3.12.2009 kl. 14:40

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Spurðu Svatla

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2009 kl. 15:51

21 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já, Gunnar er að tala um athugasemd sem hann gerði hér að ofan, sem búið er að svara. Svo talar Gunnar um trú líka sjá t.d. "Mýtan um trúarbrögð í vísindum".

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.12.2009 kl. 16:11

22 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Það má kannski til sanns vegar færa að þeir hafi ekki eytt frumgögnum. Ekki eyddu þeir upprunalega eyðublöðunum á hverri veðurstofu sem mælingar voru skráðar á fyrir tíma tölvanna. Ekki trúi ég því heldur að þeir hafa farið til þeirra vísindamanna í Rússlandi og víðar sem lögðu þeim til "proxy" gögn til þess að eyða þeim.

Við lestur gagna í Climategate kemur fram að útgáfustýring á gögnum og hugbúnaði var í slíkum molum að þeir vissu ekki einu sinni sjálfir hvernig átti að endurskapa hitaferla sem þeir hafa gefið út. Þeir vissu hvorki hvaða gagnaskrár höfðu verið notaðar eða hvaða forrit voru notuð við úrvinnsluna.

Þessi NOAA skýring er býsna langsótt. Hvernig stendur á því að NOAA getur fengið gögn sem birta má án endurgjalds en ekki CRU. Það vita allir að gögn sem hafa birst opinberlega á netinu eru ekki markaðsvara.

Í raun skiptir engu máli hver ástæðan er fyrir því að þeir lögðu ekki fram frumgögnin. Niðurstaðan er sú að þeir beittu ekki vísindalegum aðferðum sem hægt var að sannreyna.

Þar sem engin er hér til að verja CRU treysti ég því að þetta verði síðasta athugasemdin um þetta mál  

Finnur Hrafn Jónsson, 3.12.2009 kl. 18:41

23 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þú sleppur ekki svo auðveldlega - því það verður ekki fyrr en rétt er orðið rétt að ég hætti að kommenta  

Þessi NOAA skýring er býsna langsótt. Hvernig stendur á því að NOAA getur fengið gögn sem birta má án endurgjalds en ekki CRU. Það vita allir að gögn sem hafa birst opinberlega á netinu eru ekki markaðsvara.

Mér finnst þetta ekki langsótt. 

Í fyrsta lagi - þá veit ég ekki hvort um sömu gögn sé að ræða - þ.e. það þurfa ekki að vera sömu gögnin sem urðu fyrir meintri eyðingu og ekki hefur fengist leyfi til að birta. Í öðru lagi er þessi tengill yfir á NOAA af því að Phil Jones sagði opinberlega að NOAA hefði upprunalegu gögnin sem áttu að hafa verið eydd - hvort NOAA geti gefið aðgang að þeim veit ég ekki.

Höskuldur Búi Jónsson, 3.12.2009 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband