Sjávarstöðubreytingar

Ekki ætlum við hér að taka sérstaka afstöðu til þessarar skýrslu sem um er rætt í fréttinni, en við höfum skrifað ýmislegt um sjávarstöðubreytingar á heimasíðunni Loftslag.is. Nýlega kom út skýrsla, sem kölluð er Kaupmannahafnargreiningin, í henni kom eftirfarandi fram:

Sjávarborðshækkun endurmetin: Fyrir árið 2100, er líklegt að sjávarborð muni hækka 2. sinnum meira en áætlanir vinnuhóps 1, í matsskýrslu 4 hjá IPCC gerðu ráð fyrir, án nokkurra mótvægisaðgerða gæti sú tala farið yfir 1 meter. Efri mörk hafa verið áætluð um 2 metra sjávarborðshækkun fyrir 2100. Sjávarborð mun hækka í margar aldir eftir að jafnvægi er komið á hitastig, og nokkra metra sjávarborðshækkun á næstu öldum er því talið líklegt.

Einnig langar mig að benda á fína umfjöllun Halldórs Björnssonar á vef Veðurstofunnar um Kaupmannahafnargreininguna.

Meira ítarefni um sjávarstöðubreytingar:

Jöklabreytingar og hækkun sjávarborðs heimshafanna - Tómas Jóhannesson

Myndband: Bráðnandi ís, hækkandi sjávarstaða - Fróðlegt myndband frá NASAexplorer 

Ítarleg skýrsla um loftslag Suðurskautsins - Nýleg skýrsla um gang mála á Suðurskautinu


mbl.is Hafið gæti hækkað um 2 metra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hversvegna ætlið þið ekki að taka afstöðu til skýrslunnar þó þið takið afstöðu til flestra annarra hluta í þessum málum? Er það vegna þess að þið vitið eins og aðrir sem fylgjast með þessum málum að þessi skýrsla er ekki pappírsins virði sem hún er prentuð á? Vegna þess að þessar dómsdagsfullyrðingar þessara pólítíkusa eru í andstöðu við nær allar ránnsóknir sem gerðar hafa verið á sjávarstöðu og eru ekki annað en pólítískt innlegg í mál sem ætti að vera vísindalegt umfjöllunarefni en er löngu orðið póítískt og trúarlegt bitbein?

Hörður (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 09:35

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hörður, það er af því ég hef ekki lesið hana, né kynnt mér hana nógu vel til að taka afstöðu til hennar. Það er frumskilyrði til að taka afstöðu til einhvers ákveðins hlutar, er að maður hafi  kynnt sér hann.

Ég bendi þó á nokkra tengla, þar sem rætt er um sjávarstöðubreytingar, í sumum af þeim tenglum koma m.a. fram svipaðar niðurstöður og rætt er um í fréttinni, þ.e. að hætt sé við meiri sjávarstöðubreytingum en gert hefur verið ráð fyrir samkvæmt spám IPCC frá 2007.

Sveinn Atli Gunnarsson, 14.12.2009 kl. 10:03

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hörður: Mögulega kíkjum við á skýrsluna fljótlega - og tökum afstöðu

P.S. við erum báðir að þessu algjörlega í okkar frítíma og núna flæðir yfir okkur efni sem við getum alls ekki komist yfir það allt í einu.

Höskuldur Búi Jónsson, 14.12.2009 kl. 22:37

4 identicon

Í júlí 1942 nauðlentu átta herflugvélar á Gænlandsjökli, áhöfnum var bjargað en a.m.k einhverjar af vélunum voru skildar eftir á ísnum. Árið 1988 tókst einhverjum áhugamönnum um flugsögu að verða sér úti um fé til að leita að þessum flugvélum, sérfræðingar sem þeir leituðu til sögðu þeim að þeir mættu búast við að þær væru undir 10 til 12 metrum af ís. Ekki sást neitt til vélanna það árið, en kallarnir héldu áfram að leita , og sumarið 1992 fundu þeir þær um í um 3 km fjarlægð frá áður áætluðum lendingarstað,  c.a. 90 metra undir yfirborði íssins. Semsé á 50 árum á seinnihluta 20 aldar hafði Grænlandsísinn þykknað um 90 metra a.m.k á þessum stað. Er hægt að draga einhver lærdóm af þessu ? Hvað er að minnka ?

Kveðja B.

Bjössi (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 03:22

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er ábyggilega hægt að draga ýmsan lærdóm af þessu, bæði með tilliti til skriðhraða jökulsins, ofankomu og fleiri þætti á þessu tímabili sem um ræðir. Þetta segir okkur aftur á móti lítið um það hvort seinni tíma mælingar geti verið réttar eða rangar og hvaða ályktanir er hægt að draga af þeim.

Sveinn Atli Gunnarsson, 21.12.2009 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband