8. dagurinn í Kaupmannahöfn

COP15Áframhald var á mótmælum í Kaupmannahöfn í dag, þó meiri ró væri yfir þeim og mun færri handtökur en um helgina. Tölvupóstur sem um tíma var talin vera frá samninganefnd Kanadamanna olli ruglingi, þar sem það kom fram í tölvupóstinum að Kanadamenn ætluðu að draga nokkuð meira úr losun, miðað við fyrri tillögur. Síðar kom í ljós að þessi tölvupóstur var blekkingarleikur og ekki hefur komið í ljós hver sendi hann. Í morgun kom staðfesting frá nokkrum Afríkuríkjum að þau vildu ekki vera með á fundum sem áætlaðir voru í Bella Center í dag, ef ekki yrðu breytingar á viðræðunum. Þetta hefur haft áhrif á viðræður dagsins. Hugsanlegar sjávarstöðubreytingar framtíðarinnar voru einnig í kastljósi dagsins.

Nánar má lesa um helstu atriði 8. dagsins á Loftslag.is - Vanda afstýrt, mótmæli og biðraðir

Eldri yfirlit og ítarefni:


mbl.is Gagnrýna danska formanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband