Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Það er kalt, þ.a.l. er engin hnattræn hlýnun...eða hvað

Nú er komið nýtt myndband frá YouTube notandanum Greenman3610. Nú skoðar hann kuldahretið sem verið hefur víða um heim að undanförnu. Hvað segir það okkur um hnattræna hlýnun ef eitthvað. Að venju eru myndbönd úr myndbandaséríunni, sem hann kallar “Climate Denial Crock of the Week” full af kaldhæðni. Greenman3610 segir sjálfur í lýsingu á myndbandinu, eftirfarandi:

“Við höfum heyrt mikið tal að undanförnu frá afneitunarsinnum um að lágt hitastig sé sönnun þess að ekki sé um neina hnattræna hlýnun að ræða. Það lítur út fyrir að það sé að verða að árlegum viðburði hjá mér, að minna fólk á að það komi vetur eftir sumri. Þar sem það lítur út fyrir að afneitunarsinnar vilji trúa því að hlýnunin sé öll lygi, er hugsanlega gott að koma með smá upprifjun.”

Það má taka það fram að við höfum einnig skoðað þetta kuldakast á Loftslag.is, t.d. í færslunni “Kuldatíð og hnattræn hlýnun“. Einnig er ekki úr vegi að benda á ágæta umfjöllun Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings um þetta kuldakast, “Kuldarnir í Evrópu og Norður-Atlantshafssveiflan“. Það má nálgast fleiri myndbönd Greenman3610 á Loftslag.is.

Til að sjá myndbandið er hægt að smella á eftirfarandi krækju [Það er kalt, þ.a.l. er engin hnattræn hlýnun...]


Hitastig ársins 2009

Nú er komið árlegt yfirlit NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) yfir helstu veðurfarsleg gögn ársins 2009 og hvernig þau eru í samanburði við önnur ár. Hér er það helsta sem kemur fram í greiningu NOAA varðandi hitastig, auk þess sem birt er áhugavert kort sem sýnir veðurfrávik ársins. Við munum væntanlega fjalla eitthvað um önnur gögn, t.d. frá NASA, í bloggfærslum eða fréttum á næstunni.

Helstu atriði varðandi hitastig 2009 á heimsvísu

  • Sameinað hitastig fyrir bæði land og haf fyrir 2009 var jafnt árinu 2006 í fimmta sæti samkvæmt skráningu NOAA, 0,56°C yfir meðaltali 20. aldarinnar.
  • Áratugurinn 2000-2009 er sá heitasti síðan mælingar hófust, með meðalhitastig á heimsvísu upp á 0,54°C yfir meðaltali 20. aldarinnar. Þar með er met 10. áratugs síðustu aldar slegið nokkuð örugglega, en það var 0,36°C.
  • Hitastig hafsins á heimsvísu var það fjórða heitasta síðan mælingar hófust (jafnt 2002 og 2004) með hitastig upp á 0,48°C yfir meðaltal 20. aldarinnar
  • Hitastig yfir landi á árinu varð jafnt 2003, sem 7. heitasta árið síðan mælingar hófust, með gildið 0,77°C yfir meðaltal 20. aldarinnar.
Nánar er hægt að lesa um þetta í færslunni [Hitastig ársins 2009] á Loftslag.is. Þar er m.a. kort sem sýnir ýmis veðurfrávik fyrir árið 2009.


Um línurit sem sýnir sólvirkni og hitastig

Á loftslag.is er fjallað um línurit sem birt var í Morgunblaðinu í gær (15. janúar 2010), í fréttaskýringu - en mikinn hluta textans má einnig lesa á mbl.is við fréttina sem hér er tengt við.

Þetta línurit var reyndar vitlaust teiknað eins og við komumst að, en hér fyrir neðan er leiðrétta útgáfan að þeirri mynd (þakkir til teiknara Morgunblaðsins fyrir að senda okkur myndina). Þetta línurit notar Morgunblaðið til að pæla í meintum tengslum sólarinnar við hitastigsbreytingar og þá í kjölfarið að ýja að því að skortur á sólblettum eigi eftir að færa Ísland aftur til litlu ísaldar – hvað hitastig varðar.

Mynd morgunblaðsins sem sýnir sólvirkni og hita á norðurhveli jarðar (morgunblaðið 15. janúar 2010)

Leiðrétt útgáfa af mynd Morgunblaðsins sem sýnir sólvirkni og hita á norðurhveli jarðar (Morgunblaðið 15. janúar 2010)

Hér fyrir ofan er leiðrétta myndin, en sú sem birtist í Morgunblaðinu sýndi nánast það sama, nema hvað að teygt var á hitagögnunum þannig að Norðurhvelshitinn náði alla leið til ársins 2000, sem gerði það að verkum að svo virðist sem að það hafi kólnað frá árinu 1950-2000. Myndin er eitthvað skárri eins og hún birtist hér - en við fjöllum nánar um vankanta sem eru á henni og hvernig tengsl sólvirkninnar og hitastigs hefur rofnað síðastliðna hálfa öld eða svo.

Sjá á loftslag.is: Sólvirkni og hitastig


mbl.is Ísland bar nafn með rentu á „litlu ísöld“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausnir og mótvægisaðgerðir

Lausnir

Það hafa ýmsir möguleikar verið viðraðir sem mögulegar lausnir við loftslagsvandanum. Hægt er að skipta mótvægisaðgerðunum (lausnunum) í þrjá hluta. Í fyrsta lagi eru lausnir sem stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda,  svo er það kolefnisbinding og í þriðja lagi eru það loftslagsverkfræðilegar (geoengineering) aðferðir sem snúa að því að kæla jörðina.

Minni losun

Í fyrsta lagi eru lausnir sem stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda. Eitt af grunnatriðum kenningarinnar um gróðurhúsaáhrifin gerir ráð fyrir því að gróðurhúsalofttegundir valdi hækkandi hitastigi.  Þar af leiðandi eru t.d. lausnir þar sem gert er ráð fyrir minni losun gróðurhúsalofttegunda  mikilvægar í mótvægisaðgerðunum vegna hlýnunar jarðar. Betri nýting orkunar er t.d. einn af þeim þáttum sem nefndir eru, þar sem það myndi leiða til minni losunar. Önnur tækni við raforkuframleiðslu er mikilvægur hluti þessarar lausnar. Stór hluti orkuframleiðslu í heiminum í dag verður til í orkuverum sem losa mikið magn koldíoxíðs. Þar af leiðandi eru miklir möguleikar til að minnka losun þar, með því m.a. að auka skilvirkni raforkuveranna. Til lengri tíma er mikilvægt að nýta enn betur aðra orkugjafa, t.d. vind-, vatns- og sólarorku. Kjarnorkan hefur einnig verið nefnd sem hugsanleg lausn, þar sem losun koldíoxíðs með notkun kjarnorku er hverfandi. Aukin og betri skilvirkni samgangna er einnig hluti þessara mótvægisaðgerða. Það má því segja að aukin skilvirkni í öllum geirum og breytingar á orkugjöfum þeim sem notaðir verða, séu lykilatriði til minnkandi losunar í framtíðinni.

losun

Kolefnisbinding

Í öðru lagi eru mótvægisaðgerðir sem felast í að koma gróðurhúsalofttegundum úr andrúmsloftinu aftur, t.d. með kolefnisbindingu.

 

-----------------------------------------

Þessi færsla er hluti af ýtarlegri grein af Loftslag.is, og lesa má með því að smella á eftirfarandi krækju:

[Lausnir og mótvægisaðgerðir]


Eru tengsl milli hlýnunar jarðar og sólar?

Skemmtilegt að fá grein um hugmyndir um loftslagsbreytingar og á mbl.is lof skilið fyrir það. 

Það er þó sumt sem hefði mátt vera skýrara í þessari grein:

1: Vísindamenn tala um að á ísöld þá séu hlýskeið (eins og við erum á núna) og kuldaskeið. Á kuldaskeiðum þá er Norður Evrópa og Norður Ameríka mikið til þakin jökulís. Í þessari grein byrjar greinarhöfundur að tala um þær kenningar að lítil virkni sólar valdi tímabundnum kuldaskeiðum á jörðu (og er þar væntanlega t.d. að meina litlu ísöldina) og svo síðar ræðir hann að undanfarið hafi verið kuldaskeið í Evrópu, Bandaríkjunum Kína og víðar - ruglingslegt, er það ekki.

Þetta er samt eiginlega bara spurning um að nota réttu skilgreiningarnar, en eitt er pottþétt og það er að þessir tímabundnu vetrarkuldar í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar eru ekki kuldaskeið og eru í raun ekki skilgreindir sem loftslag - þetta er veður. Sjá t.d. færslu á loftslag.is: Kuldatíð og hnattræn hlýnun

2: Hitt er annað að greinarhöfundur hefði mátt skerpa á því að kenningar þær sem eru uppi um að sólin hafi ráðið hlýnun jarðar undanfarna áratugi hafa ekki hlotið náð hjá vísindamönnum þar sem gögn styðja þær kenningar ekki. Sjá t.d. færslu á loftslag.is: Mýta:  Hlýnunin nú er af völdum sólarinnar. Vegna þess að rætt er um geimgeislakenninguna, sem að vísindamenn telja nú að hafi verið þokkaleg hugmynd sem ekki var hægt að sanna þá er á loftslag.is einnig fjallað um hana: Sjá t.d. færslu á loftslag.is: Mýta: Hlýnun jarðar er af völdum geimgeisla

Að sama skapi og þessar kenningar skýra ekki hlýnunina sem að orðið hefur undanfarna áratugi, þá er ólíklegt að núverandi ládeyða í sólinni muni hafa mikil áhrif til kólnunar - enda hefur ekki orðið vart við þessa kólnun enn. Sjá t.d. færslu á loftslag.is: Mýta: Það er að kólna en ekki hlýna


mbl.is Ládeyða í virkni sólar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er koldíoxíð (CO2) mengun?

loftslagÍ umræðunni um loftslagsmál heyrist oft sú fullyrðing að CO2 sé ekki mengun, því það sé náttúrulegt og nauðsynlegt fyrir líf á jörðinni. Gott og vel, það hljómar sem mjög skynsamleg rök og satt best að segja þá finnst manni við fyrstu sýn að þetta sé gott og gilt.

Skilgreining

Hér er skilgreining á mengun:

mengun -ar KVK: -skaðlegar breytingar í umhverfinu, einkum vegna umsvifa mannsins, geta haft áhrif á heilsufar manna og lífríkið 

Á loftslag.is skoðum við þessa skilgreiningu aðeins betur og reynum að svara spurningunni: Er CO2 mengun?


Saga loftslagsvísindanna

Upphafið

Saga hugmynda og kenninga um loftslagsbreytingar er nokkuð löng. Þegar vísindamenn uppgötvuðu ísaldir fortíðar varð mönnum ljóst að miklar loftslagsbreytingar hefðu átt sér stað í fyrndinni. Menn tengdu það breytingum í hita sólar, eldgos, fellingahreyfingar fjalla sem breyttu vindáttum og sjávarstraumum. Einnig komu fram hugmyndir um að breytingar hefðu átt sér stað í andrúmsloftinu.

Árið 1896 rannsakaði sænskur vísindamaður að nafni Svante Arrhenius þá hugmynd að með brennslu jarðefnaeldsneytis, sem yki CO2 í andrúmsloftinu, myndi meðalhitastig jarðar aukast. Þetta þótti ekki líklegt á þeim tíma, þar sem eðlis- og efnafræðin á bakvið kenninguna var ekki nægilega þekkt.

Svante Arrhenius

Svante Arrhenius

Á fjórða áratug síðustu aldar, tóku menn eftir því að Bandaríkin og svæði umhverfis Norður-Atlantshafið hafði hlýnað töluvert síðastliðna hálfa öld. Vísindamenn töldu að þetta væri bara tímabundið skeið náttúrulegra breytinga af óvissum ástæðum. Reyndar hélt maður að nafni G.S Callandar á lofti kenningu um einhvers konar gróðurhúsaáhrif. En hver sem ástæðan fyrir hlýnuninni var, þá fögnuðu menn henni.

Á sjötta áratugnum fóru nokkrir vísindamenn að kanna gróðurhúsakenningu Callandars með betri tækni og útreikningum. Þessar rannsóknir sýndu fram á að CO2 gæti vissulega safnast upp í lofthjúpnum og myndi valda hlýnun. Mælingar sýndu fram á það árið 1961 að magn CO2 væri í raun að vaxa í lofthjúpnum.

Framfarir

Á næstu áratugum fleygði vísindunum fram, þegar fram komu einföld stærðfræðilíkön sem höfðu getu til að reikna út loftslagsbreytingar. Rannsóknir á fornloftslagi út frá frjókornum og steingervingum skelja tóku einnig kipp og smám saman áttuðu menn sig á því að meiriháttar loftslagsbreytingar væru mögulegar og höfðu  gerst. Árið 1967 sýndu útreikningar að meðalhiti jarðar gæti hækkað um nokkrar gráðu innan 100 ára af völdum útblásturs CO2. Ekki þótti ástæða til að hafa áhyggjur af þessu en sýnt hafði verið fram á að það þyrfti að rannsaka þetta betur.

---------------------------

Þetta er sýnishorn af fróðleik um loftslagsvísindin, af heimasíðunni Loftslag.is. Á næstunni munum við birta meira efni af heimasíðunni hér á blogginu.

[Restina af færslunni er hægt að lesa með því að smella á þennan tengil]

Annar pistill sem einnig kemur inn á sögu loftslagsvísindanna er fróðlegur gestapistill Halldórs Björnssonar sérfræðings af veðurstofunni. Pistill hans nefnist Um gróðurhúsaáhrif og afleiðingar þeirra


Um loftslagslíkön

loftslagÍ nýbirtri færslu á loftslag.is er fjallað um loftslagslíkön, en í umræðunni um loftslagsmál og framtíðarhorfur um hlýnun jarðar af mannavöldum heyrist oft að loftslagslíkön séu óáreiðanleg og að loftslagskerfi séu of flókin til að takandi sé mark á loftslagslíkönum.

Í raun er þetta byggt á misskilningi á uppbyggingu loftslagslíkana og hvað þau eiga að sýna. Enginn loftslagsvísindamaður heldur því fram að þau séu fullkomin, en þau hafa náð að líkja allvel eftir fortíðinni og hafa sýnt að þau geta líkt töluvert eftir því sem síðar hefur komið fram og verið staðfest með mælingum.

Farið er lítillega yfir það hvernig fortíðin er notuð til að stilla loftslagslíkönin, hvernig spár hafa staðist hingað til og hvaða óvissa er. Einnig er velt upp spurningunni hvort við vitum nóg til að grípa til aðgerða gegn hlýnun jarðar af mannavöldum.

Sjá á loftslag.is: Eru loftslagslíkön óáreiðanleg?


Hafíslaust á Norðurskautinu fyrir 3,3-3 milljónum ára

seaice_04

Í frétt á loftslag.is er fjallað um nýlegar rannsóknir á vegum Jarðfræðafélags Bandaríkjanna (US Geological Survey – USGS) en þar koma fram nýjar vísbendingar um að Norður Íshafið og Norður Atlantshafið hafi verið það heitt að hafís hafi horfið yfir sumartíman á mið Plíósen (fyrir um 3,3- 3 milljónum ára). 

Það tímabil einkenndist af svipuðu hitastigi og búist er við að verði í lok þessarar aldar og er mikið notað til samanburðar og skilnings á mögulegum skilyrðum framtíðarloftslags.

Bráðnun hafíss er talin hafa margbreytileg og viðamiklar afleiðingar, líkt og að stuðla að áframhaldandi hlýnun, meira strandrof vegna aukins öldugangs, áhrifa á vistkerfið og veðrakerfið.

Nánar má lesa um fréttina á loftslag.is: Frétt: Hafíslaust yfir sumartímann fyrir 3,3-3 milljón árum


Myndband um 32.000 "sérfræðinga"

smoke.pngÍ myndbandi frá Greenman3610 sem birt er í nýrri færslu á Loftslag.is, fjallar hann um lista sem samkvæmt mýtunni inniheldur 32.000 nöfn sérfræðinga sem skrifað hafa undir sem mótvægi þess að hnattræn hlýnun sé af mannavöldum. Er það satt? Ekki ef marka má myndbandið, en til að komast að kjarna málsins, þá hittum við fyrst fyrir vísindamann sem einu sinni var framarlega á sínu sviði.

Það má sjá fleiri myndbönd frá Greenman3610 hér á síðunum, einnig má geta myndbanda eftir Potholer54 fyrir lesendur.

[Nýtt: Myndband: 32.000 sérfræðingar]


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband