Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Jarðfræðileg gögn staðfesta ógnina

Breska jarðfræðafélagið (e. Geological Society of London) kom með yfirlýsingu um daginn tengt loftslagsbreytingum - en þar var áhersla lögð á jarðfræðigögn og hvað þau segja okkur. Jarðfræðigögn gefa töluverðar upplýsingar um það hvernig loftslag Jarðar hefur breyst til forna og veita mikilvægar vísbendingar um hvernig loftslagsbreytingum gæti háttað í framtíðinni.  Í færslu á loftslag.is var farið yfir yfirlýsinguna en þar segir meðal annars: 

Jarðfræðileg gögn staðfesta það sem eðlisfræðin segja okkur, að með því að auka styrk CO2 í andrúmsloftinu þá eykst hiti Jarðar og getur leitt til hærri sjávarstöðu, breytt úrkomumynstri, aukið sýrustig sjávar og minnkað súrefni sjávar. Líf á Jörðu hefur lifað af miklar loftslagsbreytingar til forna, en mikill fjöldaúttdauði og breyting á dreifingu tegunda hefur tengst mörgum af þeim breytingum. Þegar mannkynið var fámennt og lifði hirðingjalífi, þá hafði sjávarstöðubreyting upp á nokkra metra ekki mikil áhrif. Við núverandi og vaxandi fólksfjölda, þar sem fjölmennustu svæði Jarðar eru í borgum við ströndina, þá mun slík sjávarstöðubreyting hafa neikvæð áhrif á samfélög manna, sérstaklega ef það gerist skyndilega eins og til forna.

Að auki segir: 

Athafnir manna hafa losað um 500 milljarða tonna af kolefni út í andrúmsloftið frá árinu 1750. Á næstu öldum, ef áfram heldur sem horfir, þá gæti losun manna orðið samtals á bilinu 1500-2000 milljarða tonna – svipað og varð fyrir um 55 milljónum ára. Jarðfræðileg gögn frá þeim atburði og fyrri sambærilegum atburðum benda til þess að slík viðbót af kolefni út í andrúmsloftið gæti hækkað hitastig Jarðar um allavega 5-6°C. Sá tími sem það gæti tekið Jörðina að jafna sig á slíku gæti orðið 100 þúsund ár eða meira. Ef eingöngu er miðað út frá jarðfræðilegum gögnum þá er óhætt að álykta að losun á CO2 út í andrúmsloftið af svipuðum og auknum ákafa og nú er, getur ekki verið skynsamlegt, eins óþægileg og sú tilhugsun er.

 

Sjá í heild - Yfirlýsing frá breska Jarðfræðafélaginu

Heimildir og ítarefni

Yfirlýsing Breska jarðfræðafélagið (e. Geological Society of London) má finna hér:  Climate change: evidence from the geological record (sjá einnig pdf skjal með yfirlýsingunni).

Tengt efni á loftslag.is

 


mbl.is Dauðum svæðum sjávar fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkeppnishæfni og orkunýting

Á loftslag.is má sjá athyglisvert myndband, þar sem Steven Chu, sem hlotið hefur Nóbelsverðlaun í eðlisfræði og er núverandi orkumálaráðherra Bandaríkjanna , fjallar um dalandi samkeppnishæfni Bandaríkjanna á sviði nýrrar tækni, þar á meðal í tækni sem mun knýja iðnframleiðsluna inn í nýja öld, þ.m.t. tækni sem stuðlar að betri orkunýtingu og sjáflbæri orkunýtingu sem ekki losar mikið af koldíoxíði.

Til að sjá myndbandið, vinsamleg smellið á eftirfarandi tengil; Samkeppnishæfni og orkunýting

Tengt efni á loftslag.is:


Ný afstaðið fellibyljatímabil – spár og niðurstöður

Fjöldi fellibylja á ný afstöðnu fellibyljatímabili í Atlantshafi var yfir meðaltali og var það í samræmi við spá NOAA um fjölda fellibylja þetta árið. Á myndinni hér undir, má sjá hvernig tímabilið í ár er í samanburði við fjölda fellibylja í meðalári og einnig við spár síðan í vor.

[...]

Nánari umfjöllun á loftslag.is, Ný afstaðið fellibyljatímabil – spár og niðurstöður

Tengt efni af loftslag.is:

 


Fer ísbjörnum fækkandi?

Eitt af einkennisdýrum afleiðinga hlýnunar jarðar af mannavöldum eru ísbirnirnir – enda talið ljóst að þeir muni eiga erfitt uppgangar við hlýnun jarðar. Það kemur því varla á óvart að efasemdamenn um hlýnun jarðar af mannavöldum haldi því fram að þeim fjölgi. 

Það er nokkuð fjarri lagi, sjá nánar Fer ísbjörnum fækkandi?

Tengt efni á loftslag.is:


mbl.is Ísbjörnum í Alaska skilgreint „nauðsynlegt búsvæði"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Metan og metanstrókar

Það er engin tilviljun að vísindamenn hafa orðið áhyggjur af losun metangass, enda er hún ein mikilvirkasta gróðurhúsalofttegundin. CH4 (e. methane) er um 25 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koldíoxíðs -CO2 (nýlegar rannsóknir benda reyndar til þess að hún sé jafnvel enn öflugri- sjá Örður auka virkni metans sem gróðurhúsalofttegund). En þótt metangas sé öflugra en CO2, þá er metan í mun minna magni en CO2 í andrúmsloftinu og því eru heildargróðurhúsaáhrif eða breyting í geislunarálagi metans (CH4) mun minna en frá CO2.

[...] 

Nánar á loftslag.is, Metan og metanstrókar - þar sem er farið nánar í áhrif metangass, forðabúr þess, metanstróka við Svalbarða og leka metans á Síberíulandgrunninum, svo eitthvað sé nefnt og svo er stutt myndband um efnið í lokin.

Tengt efni af loftslag.is


mbl.is Losun gróðurhúsalofttegunda aldrei meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vatnsflæði eykur hraða bráðnunar jökulbreiða

Bræðsluvatn sem flæðir um glufur og sprungur jökulbreiða, hraðar hlýnun þeirra meir en líkön höfðu bent til, samkvæmt nýrri rannsókn.

[...] 

Nánar um þetta á loftslag.is, Vatnsflæði eykur hraða bráðnunar jökulbreiða

Tengt efni á loftslag.is:


Hitastig á heimsvísu í október og þróun fyrir árið 2010

NOAA hefur gefið út mánaðaryfirlit hitastigs í heiminum fyrir október 2010. Mánuðurinn var 8. heitasti október á heimsvísu síðan mælingar hófust árið 1880. Fyrir tímabilið janúar til október er hitafrávikið það hæsta og jafnt sama tímabili fyrir árið 1998 miðað við hitafrávik fyrir bæði haf og land. Ef aðeins er tekið hitastigið yfir landi, þá er hitafrávikið fyrir tímabilið, janúar til október, það næst heitasta, á eftir 2007, en hitafrávik fyrir sjó er það næst hæsta (jafnt 2003) á eftir 1998.

Eins og vænta má, þá hefur La Nina (sem er náttúrulegt fyrirbæri sem hefur, öfugt við El Nino, almennt áhrif til kólnunar) sett mark sitt til kólnunar hér að undanförnu. Samkvæmt loftslags spá miðstöð NOAA, þá er gert ráð fyrir að La Nina eigi enn eftir að auka styrk sinn og verða viðloðandi allavega fram á vormánuði 2011. Áhrifin á hitastigið á heimsvísu eru talin verða til kólnunar það sem eftir er árs, svipað og gerðist árið 1998.

[...] 

Nánari upplýsingar með gröfum og útskýringarmyndum á loftslag.is, Hitastig á heimsvísu í október og þróun fyrir árið 2010

Heimildir og annað efni af loftslag.is:


Climategate – Nú ár er liðið…skandallinn sem ekki varð

Um þessar mundir er liðið ár frá því að gögnum sem stolið var frá CRU var lekið á internetið og hið svokallað Climategatemál kom fram í dagsljósið. Hinar ýmsu heimasíður þeirra sem afneita loftslagsvísindunum sem fræðigreinar, fóru fremstar í flokki þeirra sem töldu að þessi gögn sönnuðu allt mögulegt varðandi svindl og fals loftlsagsvísindamanna. Í kjölfarið komu fram margar ásakanir á hendur vísindamanna sem voru byggðar á litlu öðru en sérvöldum mistúlkunum eða bara almennum misskilningi á því hvernig vísindastörf eru unnin. En hvernig standa málin svo núna ári seinna?

Tímaritið Nature hefur birt ágæta grein um málið (PDF), þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:

.. More certain is the conclusion that the hack of the server was a sophisticated attack. Although the police and the university say only that the investigation is continuing, Nature understands that evidence has emerged effectively ruling out a leak from inside the CRU, as some have claimed. And other climate-research organizations are believed to have told police that their systems survived hack attempts at the same time.

En það er nú fleira sem vert er að skoða, t.d. hvað hefur gerst áþreifanlegt á þessu ári sem er liðið.

Fyrst er að nefna skýrslu Vísindanefndar breska þingsins þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Phil Jones, sem er einn af þeim sem var miðpunktur hins svokallað climategatemáls, hafi ekki falsað niðurstöður.

[...]

Enn nánara yfirlit á loftslag.is, Climategate – Nú ár er liðið…skandallinn sem ekki varð 

 

Tengt efni á loftslag.is:

 


Hitastig veðrahvolfsins eykst

Veðrahvolfið, lægsti hluti lofthjúpsins sem er næstur yfirborði Jarðar, er að hlýna og sú hlýnun er í góðu samræmi við kenningar og niðurstöður loftslagslíkana, samkvæmt yfirlitsrannsókn á stöðu þekkingar á hitabreytingum í veðrahvolfinu. Breskir og bandarískir vísindamenn tóku saman þau gögn og þær greinar sem safnast hafa saman síðustu fjóra áratugi, um hitastig veðrahvolfsins og leitni þess, auk þess sem þeir skrifa yfirlit yfir sögu þeirra deilna (sjá Thorne o.fl. 2010).

[...]

Nánar á loftslag.is, Hitastig veðrahvolfsins eykst

Tengdar færslur á loftslag.is

 


Hafísútbreiðslan enn lítil þrátt fyrir kröftugan vöxt í október

Eftir að hafísinn náði lágmarki þann 19. september jókst útbreiðsla hafísinn á Norðurskautinu hratt fyrri hluta októbermánaðar áður en það hægði á vaxtarhraða hafísins seinni hluta mánaðarins. En þrátt fyrir hraða aukningu hafíss, er hafísútbreiðslan í október það þriðja lægsta fyrir mánuðinn frá því gervihnattamælingar hófust. Hitastig á Norðuskautinu var hærra en í meðalári.

Nánari upplýsingar, myndir og gröf, Hafísútbreiðslan enn lítil þrátt fyrir kröftugan vöxt í október

Tengt efni á loftslag.is:


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband