Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Gestapistlar á Loftslag.is

Okkur langar að minna á gestapistla á Loftslag.is. Alla gestapistla af Loftslag.is má skoða hér. Nýjustu gestapistlarnir, þ.e. þeir sem birsta hafa eftir áramót eru taldir upp hér undir.

Mynd

 


Himalayajöklar og hlýnun andrúmslofts

Okkur er það ánægja að kynna gestapistil sem birtist í dag (16. feb.) á Loftslag.is. Höfundur er Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands. Hér undir má lesa inngang pistilsins, allan pistilinn má lesa á Himalayajöklar og hlýnun andrúmslofts

Inngangur

Ártalið 2035 hefur verið mjög til umræðu í dagblöðum og vefmiðlum um víða veröld frá því í nóvember sl. Skyndilega komst í hámæli að margumrædd loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC, hefði spáð því í viðamikilli skýrslu sinni að jöklar Himalayafjalla bráðnuðu svo ört í hlýnandi loftslagi að þeir yrðu líklegast með öllu horfnir árið 2035. Það mundi þýða að um 12.000 rúmkílómetrar jökulíss, sem jafngildir meir en þreföldu rúmmáli allra jökla á Íslandi, bráðnuðu úr fjöllunum á komandi aldarfjórðungi og rynnu til sjávar um stórfljót á borð við Ganges, Indus og Brahmaputra. Þessi frægu fljót má kalla lífæðar hundraða milljóna manna í Asíulöndum og þótt ekki mundu þau þurrkast upp ef jöklarnir hyrfu mundu rennslishættir þeirra breytast og áhrifin á landbúnað og lífsskilyrði á Indlandi og víðar yrðu að líkindum veruleg.

Varla er ofmælt að gagnrýni á umrædda spá og fleira í starfi nefndarinnar hafi gengið Himalayafjöllunum hærra í heimspressunni að undanförnu og verður nánar að því máli vikið síðar í þessum pistli. En hugum fyrst að stuttu yfirliti um snjó- og ísþekju í þessum mesta fjallgarði Jarðar, sem stundum hefur verið nefndur Himinfjöll á íslensku.

Nánar á Loftslag.is:

Hægt er að gera athugasemdir við færsluna á Loftslag.is.


Árstíðarsveiflur í náttúrunni breytast

Vor og sumar á Bretlandseyjum byrja fyrr en áður, samkvæmt nýrri rannsókn. Ef miðað er við miðjan áttunda áratuginn, þá endar vetur að meðaltali 11 dögum fyrr nú en þá.

Rannsóknin er fyrsta kerfisbundna tilraunin til vöktunar langtímabreytinga í náttúrufarsfræði (e. phenology – þ.e. fræði árstíðabundna tímasetninga) í vistkerfum sem ná yfir ferskvatn , sjó og land. Grein um rannsóknina birtist í tímaritinu Global Change Biology, en kannaðar voru 25 þúsund leitnilínur breytinga frá 1976-2005, sem samanstóð af 726 tegundum plantna og dýra – allt frá þörungum og yfir í skordýr og spendýr.

Nánar má lesa um þessa rannsókn á Loftslag.is:

 


Hefur Jörðin kólnað?

Við erum með nýtt myndband á Loftslag.is úr smiðju Potholer54. Þar fjallar hann um þá mýtu sem stundum kemur fram í umræðunni, að Jörðin hafi kólnað síðan 1998, ásamt því hvort aðrar plánetur hafi hlýnað eða ekki. Mikilvægi heimilda er honum einnig ofarlega í huga nú sem áður. Eftirfarandi er hans eigin lýsing á myndbandinu:

Þetta myndband skoðar hvort aðrar plánetur séu líka að hlýna og hvort að internet-mýtan um að NASA hefi rakið hlýnunina beint til sólarinnar sé rétt. Í þessu myndbandi mun ég skoða mikilvægi heimilda – það að rekja heimildirnar til upptakana og fullvissa sig um trúverðugleika þeirra. Ég get heimilda minna í myndbandinu. Heimilda er einnig getið í öllum myndböndunum í röð myndbanda um loftslagsmál hjá mér. Þessi myndbönd eru ekki persónuleg skoðun eða mín eigin kenning; ég er ekki loftslagsvísindamaður eða rannsóknaraðili og ég hef engar forsendur til að gera annað en að greina frá hverju alvöru loftslagsvísindamenn hafa komist í raun um með rannsóknum sínum. Það er því engin meining í því að vera ósammála mér. Ef þér líkar ekki niðurstaðan, taktu það þá upp við rannsóknaraðilana sem ég get í heimildunum. Ef ég hef gert einhver mistök í því að segja frá þeirra niðurstöðum, þá er um að gera að benda mér á það og ég mun með ánægju leiðrétta það. Ef þú telur þig vita betur en sérfræðingarnir, skrifaðu þá grein og fáðu hana birta í virtu, rit rýndu vísinda tímariti.

Já, svo mörg voru þau orð hjá honum. Önnur myndbönd Potholer54 sem við höfum birt má nálgast hér. Myndbandið er svo hægt að sjá í sjálfri færslunni af Loftslag.is - Hefur Jörðin kólnað?


Miklar sjávarstöðubreytingar á síðasta jökulskeiði

Science_12_februaryFyrir stuttu kom út grein, í tímaritinu Science, sem gæti breytt ýmsum hugmyndum sem menn hafa haft um sjávarstöðubreytingar á síðasta jökulskeiði Ísaldar.

Nákvæmar mælingar dropasteinum, í hellum á Majorka (e. Mallorka) sýna að sjávarborð hefur staðið mun hærra en áður var talið fyrir 81 þúsund árum – jafnvel hærra en sjávarborð er í dag. Þessar niðurstöður eru taldar geta kollvarpað hugmyndum vísindamanna um það hvernig jökulbreiður (e. ice sheet – t.d. jökulbreiða Suðurskautsins) vaxa og minnka við loftslagsbreytingar.

Breytingar í sjávarstöðu hafa verið notaðar til að rekja sveiflur í stærð jökulbreiða – en við framrás þeirra frá því á síðasta hlýskeiði, fyrir 125 þúsund árum og fram til hámarks síðasta jökulskeiðs, lækkaði sjávarstaðan stöðugt (með nokkrum sveiflum þó). Á síðasta hlýskeiði var sjávarstaða svipuð og hún er í dag en á hámarki síðasta jökulskeiðs var sjávarstaða um 130 m lægri en hún er í dag.  

Thumb_hellirÞessar rannsóknir, á dropasteinum í hellum Majorka, sýna að fyrir um 81 þúsund árum, þá hækkaði sjávarstaða skart og fór allt að einum metra uppfyrir núverandi sjávarborð.

Við fjöllum um þessa merkilegu grein á loftslag.is sjá: Miklar sjávarstöðubreytingar á síðasta jökulskeiði


Tíðni sterkra storma á Atlantshafi

climate_2010_10-i1Fjöldi sterkra storma í Vestur Atlantshafi gæti tvöfaldast við lok aldarinnar, á sama tíma og heildarfjöldi allra storma minnkar, samkvæmt nýrri rannsókn. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á aukningu á styrk fellibylja, en vísindamönnum hefur nú tekist að þróa líkön sem líkja eftir stormum af styrk 3 eða hærri (sjá skilgreiningu á styrk fellibylja), sem gerir þeim kleift að spá fyrir um storma á þessari öld.

Nánar má lesa um málið á loftslag.is, sjá: Tíðni sterkra storma á Atlantshafi


Er ís á Suðurskautinu að minnka eða aukast?

Röksemdir efasemdamanna…

Ís á Suðurskautinu er að aukast, ef að það væri að hlýna þá myndi hann minnka. Línurit sýna að hann hefur farið stöðugt vaxandi á sama tíma og hann minnkar á Norðurskautinu.

Það sem vísindin segja…

 Á meðan jökulbreiðan þykknar á hálendi Austur Suðurskautsins, þá er jökulbreiða Suðurskautsins í heild að minnka og á auknum hraða. Hafís umhverfis Suðurskautið er aftur á móti að aukast þrátt fyrir hlýnun Suðuríshafsins.

Það er mikilvægt að halda því til haga að það er munur á ís á landi, jökulbreiðunni á Suðurskatutinu (e. ice sheet) og hafís (e. sea ice). Flestir gera sér grein fyrir þeim mun, en oft sést þó að menn rugla því saman þegar verið er að ræða Suðurskautið.

Í stuttu máli þá er staðan þannig með Suðurskautið:

  • Jökulbreiða Suðurskautsins er að minnka og sú minnkun er með auknum hraða
  • Hafís umhverfis Suðurskautið er að aukast, þrátt fyrir hlýnun Suður Íshafsins

Nánar má lesa um ísinn á Suðurskautinu á heimasíðu loftslag.is: Er ís á Suðurskautinu að minnka eða aukast?


Rannsókn á svokölluðu Climategatemáli

Opinber rannsókn í hinu svokallaða climategatemáli er hafin. Sérfræðingar, undir forystu Sir Muir Russell, munu rannsaka hvers vegna tölvupóstar frá CRU höfnuðu á netinu. Þeir munu einnig athuga hvort hægt sé að finna gögn í tölvupóstunum um að rannsóknarfólk hafi hagrætt gögnum eða falið gögn á skjön við viðteknar venjur vísindalegra aðferða.

Rannsóknarnefndin vonast til að geta kynnt bráðabirgðaniðurstöðu vorið 2010. Samkvæmt Sir Muir, þá hefur rannsóknarnefndin frjálsar hendur varðandi það hvernig rannsóknin fer fram.

Ýmislegt varðandi tölvupóstana

Í nóvember voru meira en 1.000 tölvupóstar á milli vísindamanna CRU og samstarfsmanna þeirra um allan heim, birtir á netinu ásamt öðrum skjölum. CRU sér m.a. um mikilvægan gagnabanka varðandi breytingar á hitastigi á heimsvísu. Prófessor Phil Jones, sem var forstöðumaður deildarinnar hjá CRU, vék úr starfi á meðan á rannsókn málsins stendur, en hann segir að hann standi við öll sín gögn.

Sir Muir var settur yfir rannsóknina í desember, til að rannsaka ýmsar staðhæfingar og fullyrðingar sem komu upp í kjölfar þess að tölvupóstunum var stolið.

Nánar er hægt að lesa um þetta mál á Loftslag.is, þar sem m.a. kemur fram hvað rannsóknarnefndin leggur áherslu á í rannsókninni. Einnig bendum við þar á ítarefni varðandi þetta mál:


Nokkur einföldun

Það verður að segjast eins og er að þetta virðist vera nokkur einföldun í þessari frétt hjá mbl.is. Vissulega stjórnast veðurfar að miklu leiti af El Nino í Ameríkunum tveimur og nánast allar sveiflur í þurrkum og flóðum má hæglega tengja við El Nino. Það á líka við nú.

Hitt er annað að hlýnun jarðar af mannavöldum er sögð auka á öfgana og hlutur þess í sumum af þeim atburðum sem mbl.is lýsir sem afleiðing El Nino hefur verið útskýrt nokkuð vel með hlýnun jarðar af mannavöldum.

Við skulum líta sem snöggvast á snjókomuna á Austurströnd Bandaríkjanna, en þekktur bloggari og veðurfræðingur (dr. Jeff Masters) lítur svo á að hlýnun jarðar sé meir um að kenna en El Nino, ef við skoðum hluta færslunnar sem vísað er í:

Of course, both climate change contrarians and climate change scientists agree that no single weather event can be blamed on climate change. However, one can "load the dice" in favor of events that used to be rare--or unheard of--if the climate is changing to a new state. It is quite possible that the dice have been loaded in favor of more intense Nor'easters for the U.S. Mid-Atlantic and Northeast, thanks to the higher levels of moisture present in the air due to warmer global temperatures.

Hann segir sem sagt að loftslag sé að breyta veðrakerfum vegna aukins raka í loftinu af völdum hlýnunar jarðar í umfjöllun sinni um snjókomu í Bandaríkjunum. En greinina í heild er alveg þess virði að lesa (sjá: Heavy snowfall in a warming world).

Annar bloggari lýsir þessu einnig nokkuð vel: Three feet of global warming, en hann segir meðal annars:

The current blizzard (NWS has issued a blizzard warning for my area), and the weekend's major snow, are indeed things expected for this area from climate change.  The power failures, loss of cable tv, people trapped at home while in need of medication, and so on, that are occurring are all, also, expected things for climate.  It being more common is expected from our understanding of climate change.

Á loftslag.is síðastliðið haust fjölluðum við um annan veðurfræðing og bloggara sem að hefur fundið vaxandi tengsl milli vaxandi öfgaveðurs og hlýnun loftslags, en í færslunni segir meðal annars:

Eins og oft  er bent á, þá er sitthvað veður og loftslag. Það geta alltaf komið öfgar í veðrum og hafa alltaf gert. Undanfarin nokkur ár hafa raddir gerst háværari um að öfgar í veðri séu bein afleiðing af hlýnun jarðar – en sjaldnast hefur verið hægt að færa sönnur fyrir því. Nú hefur bandaríski veðurfræðingurinn og fyrrum efasemdarmaður um hlýnun jarðar af mannavöldum bent á tengsl á milli öfga í veðri og hlýnun loftslags.

Sjá meira á loftslag.is: Tengsl milli öfgaveðurs og loftslagsbreytinga

En aðalástæðan fyrir þessari færslu er eiginlega sú einföldun mbl.is að kenna El Nino um alla öfgana sem eru í veðri nú í Ameríku. Það er vitað að þurrkar og flóð eru öfgakennd þegar El Nino er, en það er einnig búist við að öfgarnir vaxi með hlýnandi loftslagi. Það getur vel verið að hægt sé að tengja El Nino við hríðina sem geysir þessa dagana yfir austurströnd Bandaríkjanna - en það myndi gera þessa frétt mun raunsærri ef þeir myndu þá vísa í álit veðurfræðinga - eða einhverja heimild, svo maður geti fengið fræðilega útskýringu á því.

--

Fyrir skemmstu reyndi mbl.is að spyrða saman kalt veður í Ameríku og Evrópu, við minni virkni sólar - og reyndar gáfu þeir það í skyn að mögulega væri hægt að búast við hnattrænni kólnun jarðar. Ef einhver er enn eftir sem tekur þá umfjöllun trúanlega, þá viljum við benda á mýtu á loftslag.is sem fjallar um það mál:  sjá mýtuna Lítil Ísöld eða kuldaskeið Ísaldar er á næsta leiti


mbl.is El niño veldur usla í Ameríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýrsla um kostnað við bráðnun freðhvolfsins á Norðurslóðum

thumb_cryosphereVegna fyrirsagnarinnar, þá er rétt að benda á að orðið freðhvolf er þýðing á enska hugtakinu Cryosphere, sem er samheiti yfir frosið vatn, þ.e. jökla, hafís, sífrera og annars konar ís á og í yfirborði jarðar.

Út er komin skýrsla á vegum Pew umhverfissamtakanna þar sem reynt er í fyrsta sinn að reikna út kostnað við hlýnun á Norðurslóðum og áætla samtökin að kostnaðurinn gæti orðið um 2,4 billjónir dollara árið 2050.

Skýrslan sem kynnt var á fundi fjármálaráðherra G7-ríkjanna sem haldinn er á Suðaustur Baffinlandi. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að á þessu ári geti kostnaðurinn numið 61-371 milljarða dollara af völdum minnkandi hafíss Norðurskautsins, minnkandi snjóhulu og bráðnunar sífrera.

Sjá nánari umfjöllun á loftslag.is:


mbl.is Gríðarlegur kostnaður af hlýnun á norðurslóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband