Styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu á miðlífsöld

Í nýrri færslu á loftslag.is er fjallað um nýlega rannsókn á styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti Miðlífsaldar (fyrir 251-65 milljón árum), sem er með heitari tímabilum í sögu jarðar og í upphafi Nýlífsaldar (fyrir u.þ.b. 55 milljónum ára).

Samkvæmt rannsókninni gæti styrkur CO2  hafa verið mun minna en áður var talið - en greining á styrk þess er erfið og óvissa mikil. Greindur var jarðvegur og myndun kalsíts við núverandi aðstæður og bendir rannsóknin til þess að styrkur koldíoxíðs, í andrúmslofti þessara tímabila hafi verið svipaður og spáð er að geti orðið í lok þessarar aldar.

Sjá frétt á loftslag.is: Styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu á miðlífsöld


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Samstarfsmaður minn við University of Rhode Island í mörg ár var Roger heitinn Larson. Hann sýndi framá að eldgos hefðu verið miklu tíðari á mið parti Krítartímabilsins, fyrir um það bil 100 miljón þarum. Þá voru flekahreyfingar helmingi hraðari, og stórkostleg basaltgos gerðust í Kyrrahafinu. Út frá þessu reiknaði Roger að koldíoxíð magn hefði borist út í andrúmsloftið frá möttli jarðar í miklu magni, og ég held að þaðan sé komin þessi gamla hugmynd um hátt CO2 á þeim tíma. Fróðlegt að sjá að nú eru aðrar kenningar á lofti. Hins vegar vitum við að heimshöfin flæddu yfir strandir og láglendi á þessum tíma, ef til vill vegna hæækandi sjávarstöðu af völdum miklu stærri og fyrirferðarmeiri úthafshryggja.

Haraldur Sigurðsson, 30.1.2010 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband