Ógnvekjandi myndbönd

Greg Craven hefur sett loftslagsvandann upp í ákvarðanabox (e. grid) þar sem hann gerir ráð fyrir fjórum útkomum út frá ákveðnum forsendum (sjá má myndböndin á Loftslag.is). Hann færir rök fyrir því hvernig hægt er að nálgast ákvörðun um loftslagsvandann út frá áhættustýringu (e. risk management). Það eru í raun tvær ákvarðanir sem hægt er að velja á milli varðandi loftslagsmál að hans mati:

  1. Það er gripið til mótvægisaðgerða núna, sem mundi hafa í för með sér efnahagslegan kostnað og útkoman veltur á því hvort kenningar um hnattræna hlýnun af mannavöldum reynast; a) rangar eða b) réttar
  2. Það er ekki gripið til mótvægisaðgerða nú, sem mundi ekki hafa í för með sér efnahagslegan kostnað núna og útkoman veltur á því hvort kenningar um hnattræna hlýnun af mannavöldum reynast; a) rangar eða b) réttar

Myndböndin hafa verið skoðuð oftar en 7 milljón sinnum, samkvæmt heimasíðu Greg Craven, og hann hefur einnig gefið út bók í kjölfar þessara vinsælda á YouTube. Þetta eru engin vísindi en athyglisverður vinkill í umræðuna og umhugsunarverður.

Sjá myndböndin og færsluna á Loftslag.is [Ógnvekjandi myndbönd]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það eru margir mánuðir síðan ég skoðaði þetta... "Old news"

Það sem vantar hins vegar algjörlega í þessar bollaleggingar, er að engin rök eru færð fyrir "Worst cace scenario". þ.e. verstu hugsanlegu afleiðingum loftslagsbreytinga. Þarna eru tilgátur út í loftið og þeim stillt upp sem raunverulegum möguleika.

Frekar óvísindalegt, að mínu mati.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2010 kl. 13:16

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar (það þarf að lesa líka): Það er sérstaklega tekið fram í textanum með færslunni að þetta séu ekki vísindi.

Það eru einnig fleiri mánuðir síðan ég sá þetta fyrst, enda er fréttagildið í þessu ekkert, en þessi vinkill á þetta mál finnst mér fróðlegur. Hann þarf að mínu mati ekki að færa rök fyrir hvað felst í hverjum möguleika fyrir sig, til að hugmyndin komist til skila. Að mínu mati er þetta myndband gert til að fá fram vangaveltur um vandamálið, ekki til að halda því fram að "worst case scenario" sé eitthvað líklegt í sjálfu sér (á hvorn vegin sem er).

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.1.2010 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband