Súrnun sjávar

Við höfum í nokkrum færslum að undanförnu fjallað um súrnun sjávar. Súrnun sjávar (e. ocean acidification) er aukaafurð losunar á CO2 út í andrúmsloftið og oft kallað ”hitt CO2-vandamálið”. Vegna aukningar CO2 í andrúmsloftinu gleypir sjórinn aukið magn CO2 og við það verða efnaskipti sem breyta pH gildi sjávar og lækkar kalkmettun sjávar. Einnig er talin hætta á því að hlýnun sjávar geti valdið aukningu á því að metan losni úr sjávarsetlögum sem myndi efnasambönd við sjóinn með sömu áhrifum.

Hægt er að lesa nánar um súrnun sjávar á Loftslag.is. Í nokkrum færslum að undanförnu höfum við fjallað nánar um þetta mál. Við höfum m.a. gert það til að minna á fyrirlestur Jóns Ólafssonar haffræðings, sem verður á laugardaginn næstkomandi (20. febrúar). Erindi hans kallast Sjór, súrnun og straumar og er hægt að nálgast frekari upplýsingar um erindið á Loftslag.is.

Ítarefni



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Var þá ekki einhver að lauma smá sýni úr súrmatnum - saman við prufurnar ... til að fá "hagstæða" niðurstöðu fyrir  málflutninginn... annað eins hefur nú skeð... - eins og með  þessa "hlýnun loftslags"... allt meira og minna tómt "feik".... aðallega meira...

Kristinn Pétursson, 20.2.2010 kl. 00:42

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Við vitum að það er sama hvað vísindamenn segja - þú telur þá hafa rangt fyrir sér - einnig í þessu. Verst að þú hefur ekkert fyrir þér, nema eigin fordóma gagnvart þeim sem eru menntaðir.

Höskuldur Búi Jónsson, 20.2.2010 kl. 19:34

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Alvöru vísindmenn halda því fram að martg sé ýkt í heimi "vísindanna"....

Albert Einstein sagði: "Ef við vissum hvað það væri sem við værum að gera, væru störf okkar ekki lölluð rannsóknarstörf - er það"?

Ég forðast blessunarlega fordóma - en gleypi ekki það sem ekki stenst röksemdir.

Heilbrigða dómgreind- og almenna skynsemi - gefur almættið okkur í vöggugjöf - við getum svo þroskað þessa gjöf með mismunandi reynsluheimum - úr bókum - í kennslustofum - eða á eigin hátt með okkar starfsreynslu og  eftirtekt í umhverfinu hverju sinni....

Kristinn Pétursson, 21.2.2010 kl. 21:36

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég get nú ekki betur séð Kristinn en að fyrsta innleggið hér að ofan sé yfirfyllt fordómum um vísindamenn og vísindalegar aðferðir. Talandi um röksemdir, hvernig væri að þú kæmir með efnislegar röksemdir Kristinn, í stað þess að ræða það sem þú fékkst eða fékkst ekki í vöggugjöf. 

Sveinn Atli Gunnarsson, 21.2.2010 kl. 22:09

5 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þetta er lágkúrulegt bull hjá þér Svatli. Eru það einhverjir fordómar að  telja blekkinguna um "hlýnun andrúmsloftsins" plat. Lestu síðu Ágústar H Bjarnasonar - og þar eru heimildir um 4 ísaldir á 400 þúsund árum... við erum bara í eðlilegu ferli þó það hlýni aðeins....

Sjávarhiti í S3 á 50 m dýpi við Silgunes - vantar enn 0,74°C upp á meðtalhita sjávar á sama stað 1924-1960 (heimasíða Hafró) þetta eru röksemdir.

Veðurhjúpurinn nær ekki nema 150 km upp í loftið - það er ekki löng leið - lárétt ( c.a. Akureyri Kolbeinsey?)....   Góð veðurspá er 75% örugg í 12 klst....

hvernig í fjandanum dettur ykkur í hug að hægt sé að "reikna veðrið" eða hitastigið fram í tímann - hvern andskotann veist þú  um stöðu sólgosa og sólgeisla eftir 10 ár.... Svar: ekkert.

Heilbrigð skynsemi í vöggu gjöf er miklu betri en að láta glepjast af svona bulli.

og hvað með ósonlagið... Er það týnt núna - eða hvar eru öll ósköpin sem áttu að gerast með "gatið" í ósonlaginu.... er það allt gleymt núna - eða ekki lengur í  tísku  að fjalla um það....

Mér finnst sumir "vísindamenn" ver frekar einhvers konar "vísindahórur"... til sölu  fyrir hvaða málstað sem er - ef þeir fá að ferðast á Saga Class og verða ú umfjölluninni.

Sjáðu svo alla "hlýnunina" í Danmörku Þýskalandi Póllandi og USA.... allir að drepast úr kulda og hvar er þá öll þessi "hlýnun"...

Eru ekki  vara veðurguðirnir og almættið að sýna ykkur svart á hvítu að þið eru að fara með dellu... 

Kristinn Pétursson, 23.2.2010 kl. 17:34

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kristinn: Mér þykir það nú frekar undarlegt að koma með staðhæfingar um svindl vísindamanna, samanber fyrstu athugasemd þína hér að ofan og verða svo reiður þegar þér er bent á fordómana sem liggja í því... en þú um það.

Fínt að koma með rök fyrir máli sínu, ég styð það. Það væri fínt að fá tengil á hitastig sjávar við Siglunes og svo rökin á bak við hvað það hefur með meðalhitastig á heimsvísu að gera.

Loftslag og veður eru ólík fyrirbæri, sjá t.d. "Geta vísindamenn spáð fyrir um loftslag?" þar sem komið er inn á þetta.

Kuldarnir í Danmörku, Þýskalandi, Póllandi og BNA eru í sjálfu sér veðurfyrirbæri sem geta gerst þrátt fyrir hlýnunina og ekki á öðru von en að einstöku harðir vetur komi, sjá t.d. "Hríðarbylir og loftslagsumræðan í BNA". Það hefur í sjálfu sér ekkert með langtímaleitni hitastigs í heiminum að segja, þó svo margir í einfeldni sinni haldi því fram. Til fróðleiks má nefna að síðasti janúarmánuður var sá fjórði heitasti janúar á heimsvísu frá því mælingar hófust, sjá "Hitastig janúar 2010 á heimsvísu".

Talandi um ósonlagið, þá er enn verið að ræða um það, þó svo að það sé á "batavegi" þar sem hætt var að nota ákveðin efni sem hafa áhrif á það (ætli það hafi ekki verið vísindamenn sem fundu út úr því hvaða efni það voru).

Þegar rök þín (Kristinn) eru m.a. byggð á því að uppnefna hópa fólks ("vísindahórur"; Kristinn Pétursson, 23.2.2010 kl. 17:34) og nota blótsyrði til að undirstrika orð þín, þá grunar mig að dellan (eins og þú orðar það) sé algerlega þín megin.

Sveinn Atli Gunnarsson, 23.2.2010 kl. 19:18

7 Smámynd: Kristinn Pétursson

Hvað della er það að ég sé "reiður".... .... ég er bara að benda á margvíslegar staðreyndir um að þessi "vísindi" eru álíka og þegar maðurinn sagði að "fregnir af andláti sínu væru stórlega ýktar"....

Orðavalið "vísindahóra"  skýri sig sjálft. Það er vísindamaður sem fer með  ósannað fleipur og "selur" það svo sem hræðsluáróður í fjölmiðlum...

Eruyekki tvær fréttir í dag -

  • Alþjóða hvalveiðiráðið er að samþykkja hvalveiðar - draga í land með delluna -
  • og hækkun á yfirborði sjávar var vitlaust reikanð sbr tilvitnaða frétt í dsag...

... og nýlega búið að viðurkenna blekkingar um "hlýnun loftslags"..

Er ég svo að "gera eitthvað af mér" með því að  fjalla um þessar blekkingar á heiðarlegan og opinskáan hátt......   Ég er ekkert að "uppnefna" neinn.

"Vísindahóra" er ágætt orð yfir þann sem fer meðrangan málstað á plat - "vísindalegum" forsendum....

Kristinn Pétursson, 24.2.2010 kl. 01:09

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er gott að þú ert ekki reiður, þó svo það hafi skinnið út úr næst síðustu athugasemd hjá þér. Gott mál.

Tvennt sem mig langar að nefna:

  1. Það var búið draga til baka eina skýrslu þar sem talið er að rangar forsendur hafi verið notaðar til að ná fram til niðurstöðu, það rýrir ekki gildi allra rannsókna um sjávarstöðu eða að sjávarstaða hækki að meðaltali um ca. 3 mm á ári við núverandi aðstæður (30 cm. á 100 árum). Sumar aðrar skýrslur gera ráð fyrir meiri hækkun sjávar en þessi tiltekna skýrslu sem þú vitnar í.
  2. Jöklar heims eru að hopa, þrátt fyrir þessa meinlegu villu sem gerð var í skýrlsu IPCC. Sjá t.d. "Jöklar Himalaya og álitshnekkir IPCC" og "Vangaveltur varðandi mistök IPCC".

Það að kalla öll vísindastörf "plat" og "blekkingu" er ákveðinn grunnhyggja hjá þér Kristinn, þú snýrð þér ekkert út úr því með því að koma með heimatilbúna útskýringu á orðinu "vísindahór". Þetta er í mínum bókum kallað að uppnefna fólk.

Sveinn Atli Gunnarsson, 24.2.2010 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband