Viðauki - Hefur Jörðin kólnað?

Ekki leið nema örstutt stund frá síðasta myndbandi Potholer54, þar til honum fannst hann knúinn til þess að koma með viðauka við það. Síðasta myndband hans fjallaði um það hvort Jörðin hafi kólnað “Hefur Jörðin kólnað?” og þar velti hann m.a. fyrir sér þeirri mýtu sem stundum kemur fram í umræðunni, að Jörðin hafi kólnað síðan 1998, ásamt því hvort aðrar plánetur hafi hlýnað eða ekki. Nánast í kjölfarið á síðasta myndbandi hans, birti Daily Mail frétt, þar sem því var haldið fram, m.a. í fyrirsögninni að Phil Jones (sem er loftslagsvísindamaður) teldi ekki að jörðin hefði hlýnað frá 1995. Þessi fullyrðing Daily Mail er gerð eftir viðtali BBC við Phil Jones, en heldur þessi fullyrðing Daily Mail vatni? Enn og aftur er mikilvægi heimilda Potholer54 ofarlega í huga. Eftirfarandi er hans eigin lýsing á myndbandinu:

Hið fullkomna dæmi um það sem ég var að segja í síðasta myndbandi birtis fljólega eftir að ég setti það inn. Internetið varð yfirfullt af tilvitnunum í Prófessor Phil Jones, þar sem hann átti að hafa sagt að það hafi ekki verið hnattræn hlýnun síðan 1995. En er það, það sem hann sagði í raun? Enn og aftur, þá verðum við að fara til grunnheimildanna – hans eigin orð – frekar en að láta slúður internetsins sem er byggt á túlkun á orðum hans ráða ferðinni. EF við skoðum grunnheimildina, þá er sagan allt önnur. Í raun, þá urðu Phil Jones og teymi hans vör við hlýnun síðan 1995. Í þessu myndbandi skoða ég heimildirnar og finn út úr því hvers vegna dagblöðin gerðu þessa vitleysu. Dæmin um “tölfræðilega marktæki” í þessu myndbandi voru sett saman með hjálp frá tölfræðingi. Ég er jarðfræðingur, ekki tölfræðingur”, þannig að ef það eru tölfræðingar þarna úti sem telja að dæmin séu ófullnægjandi eða þarfnis lagfæringar, ekki hika við að lát mig vita.

Sjá myndbandið á Loftslag.is, Viðauki - Hefur Jörðin kólnað?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband