Hlýir sjávarstraumar hraða bráðnun Grænlandsjökuls

Thumb_Greenland_Glacier

Nýjar rannsóknir á bráðnun Grænlandsjökuls benda til þess að fjarðarbráðnun gegni lykilhlutverki í minnkun Grænlandsjökuls. Tvær greinar um málið birtust fyrir stuttu í Nature Geoscience. Mælingar á hitastigi sjávar í nokkrum fjörðum Grænlands, sýna hversu mikil áhrif hlýnandi sjávarstraumar hafa á jökulinn.

Austur Grænland

Fiammetta Straneo o.fl, gerðu ýmsar mælingar á sjónum þar sem Helheimajökull, einn af stærstu jökulstraumunum á Austur Grænlandi gengur í sjó fram í Sermilik firði. Þeir benda á mjög mikla blöndun á hlýrri sjó af landgrunninu og sjó í lokuðum firðinum og telja líklegt að núverandi hröðun í bráðnun jökulsins hafi farið af stað við miklar breytingar í straumum sjávar og lofthjúps.

...

Vestur Grænland

Eric Rignot o.fl. rannsökuðu þrjá jökulfirði á Vestur Grænlandi og fundu að bráðnun jökuls  frá heitum sjó væri svipað að mælikvarða og massalosun vegna borgarísjakamyndana – en það var þó mismunandi milli jökla.

...

Nánar má lesa um þetta á Loftslag.is "Hlýir sjávarstraumar hraða bráðnun Grænlandsjökuls" - Frétt um tvær greinar sem benda til að hlýir sjávarstraumar séu að auka hraða bráðnunar á Grænlandi.

Aðrar umfjallanir tengdar Grænlandi á Loftslag.is má finna hér: Grænland


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

  Hitafar í 900.000 ár

Hér eru gögn  af bloggsíðu Ágústar H Bjarnasonar sem sýna að þeð er stutt síðan það var mun hlýrra hérlendis - og þá líka á Grælanlandi

Það er marklaust að koma með gögn nokkur ár aftur í tímann eins og þið gerið.

Kristinn Pétursson, 25.2.2010 kl. 20:26

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Við hikum ekki við að sýna myndir sem ná lengra aftur í tímann en 100 ár - en við pössum okkur að nota nýlegar myndir og helst áreiðanlegar út frá nýjustu rannsóknunum - það er langt síðan ofangreind línurit voru notuð til að sýna hitabreytingar - enda löngu úrellt (með fullri virðingu fyrir ÁHB 1998).

(a) Hér er línurit sem sýnir hitastig eins og það sést út frá ískjörnum:

Taktu eftir hitastiginu sem var á síðasta hlýskeiði - fyrir um 125 þúsundum ára - þá var hitastig um tveimur gráðum hærra en það er í dag, þá var eflaust líka hlýrra á Grænlandi - enda var sjávarstaða um 6 m hærri en hún er í dag. Frummenn okkarar tegundar bjuggu þá enn í Afríku.

(b)

Á þessari mynd eru plottaðir ýmsir hitavísar síðastliðin 12 þúsund ár. Svarta línan sínir meðaltal hitans. Síðastliðin 8 þúsund ár hefur hitastig farið hægt lækkandi  - fyrir utan síðastliðin rúmlega hundrað ár - þau ár hefur hitastig vaxið hratt. Þær breytingar eru það hraðar að þær sjást ekki á línuritinu - en hér hefur verið sett inn hitagildið fyrir árið 2004. Á síðastliðnum nokkrum þúsundum ára þróaðist samfélag manna (fyrir um 6 þúsund árum varð ríki Mesapótamíu til) - við tiltölulega jafnar og góðar aðstæður - nokkuð um hitasveiflur á milli heimshluta - en sjávarstaða nokkuð jöfn. Það hafa því ríkt kjöraðstæður fyrir menn með sína akuryrkju og til að byggja borgir við sjávarmálið undanfarin nokkur þúsund ár.

(c)

Hér sérðu svo hitaplott út frá nokkrum hitavísurum, síðastliðin 2000 ár (efri mynd) og síðustu 1000 ár (neðri mynd). Eins og þú sérð af þessum myndum, þá er hitastigið nú einstakt fyrir núverandi hlýskeið - á því hlýskeiði sem samfélag manna kom fram.

Við þurfum að fara aftur til síðasta hlýskeiðs (fyrir 125 þúsund árum) til að finna jafn mikinn hita og þá var líf manna allt öðruvísi en í dag - það var ekki fyrr en fyrir sirka 70 þúsund árum sem okkar tegund tók sín fyrstu skref út úr Afríku sem dæmi.

Höskuldur Búi Jónsson, 25.2.2010 kl. 21:19

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Eins og þið vitið þá er þessi mynd ekki frá mér sem slík, þó svo ég hafi íslenskað hana og litað árið 1998. Hún er frá einhverri skýrslu sem einhver stofnun sem nefnist IPCC gaf út. Eins og við vitum, þá er margt úrelt sem í þeim plöggum stendur.

 Sjá umfjöllun um myndina í athugasemdum pistilsins:

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1009730/

Ágúst H Bjarnason, 26.2.2010 kl. 06:28

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þar sem menn hafa gaman af hitaferlum:

 http://jonova.s3.amazonaws.com/graphs/lappi/gisp-last-10000-new.png

Hvað segir hann okkur?

Ágúst H Bjarnason, 26.2.2010 kl. 06:31

5 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það fyrsta sem ég geri er að skoða heimildina sem er á myndinni -  Data: R.B. Alley, The Younger Dryas cold interval as viewed from central Greenland Það er undarlegt að ég finn ekkert um myndina sjálfa í þeirri grein. En kannski er það ekki undarlegt, þar sem greinin sem vísað er í, fjallar ekki um þetta tímabil sem birtist á myndinni - heldur fjallar greinin um Yngra Dryas tímabilið. Það er allavega engin sambærileg mynd í greininni sem að myndin vísar í. Eitthvað bogið við heimildarvinnuna á þessari mynd allavega.

En það skiptir ekki máli - eins og þú sérð á miðmyndinni sem ég birti, þá er sambærileg flöktandi lína (ljósblá lína) á þeirri mynd - þannig að þeim myndum ber allvel saman. Nema hvað að sú mynd sýnir einnig sjö aðra langtímahitaferla um allan hnöttinn og tekur meðaltal af þeim (svarta línan). Það sama á einnig við um þessa mynd þína og myndina sem ég setti inn - að hitasveiflan síðustu 100 ár vantar tilfinnanlega.

Höskuldur Búi Jónsson, 26.2.2010 kl. 08:36

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Höski

Þú værir örugglega eldsnöggur að plotta svona mynd:

GISP2 Ice Core Temperature and Accumulation Data
---------------------------------------------------------------------
NOAA Paleoclimatology Program
and
World Data Center for Paleoclimatology, Boulder
---------------------------------------------------------------------NOTE: PLEASE CITE ORIGINAL REFERENCE WHEN USING THIS DATA!!!!!


NAME OF DATA SET: GISP2 Ice Core Temperature and Accumulation Data
LAST UPDATE: 3/2004 (Original Receipt by WDC Paleo)


CONTRIBUTOR: Richard Alley, Pennsylvania State University.
IGBP PAGES/WDCA CONTRIBUTION SERIES NUMBER: 2004-013


SUGGESTED DATA CITATION: Alley, R.B.. 2004.
GISP2 Ice Core Temperature and Accumulation Data.
IGBP PAGES/World Data Center for Paleoclimatology
Data Contribution Series #2004-013.
NOAA/NGDC Paleoclimatology Program, Boulder CO, USA.


ORIGINAL REFERENCE: Alley, R.B. 2000.
The Younger Dryas cold interval as viewed from central Greenland.
Quaternary Science Reviews 19:213-226.



ADDITIONAL REFERENCE:
Cuffey, K.M., and G.D. Clow. 1997. Temperature, accumulation, and ice sheet
elevation in central Greenland through the last deglacial transition.
Journal of Geophysical Research 102:26383-26396.


GEOGRAPHIC REGION: Greenland
PERIOD OF RECORD: 49 KYrBP - present


DESCRIPTION:
Temperature interpretation based on stable isotope analysis, and
ice accumulation data, from the GISP2 ice core, central Greenland.
Data are smoothed from original measurements published by
Cuffey and Clow (1997), as presented in Figure 1 of Alley (2000).


ABSTRACT:
Greenland ice-core records provide an exceptionally clear picture of
many aspects of abrupt climate changes, and particularly of those
associated with the Younger Dryas event, as reviewed here.
Well-preserved annual layers can be counted confidently, with only 1%
errors for the age of the end of the Younger Dryas 11,500 years before
present. Ice-flow corrections allow reconstruction of snow accumulation
rates over tens of thousands of years with little additional uncertainty.
Glaciochemical and particulate data record atmospheric-loading changes
with little uncertainty introduced by changes in snow accumulation.
Confident paleothermometry is provided by site-specific calibrations
using ice-isotopic ratios, borehole temperatures, and gas-isotopic ratios.
Near-simultaneous changes in ice-core paleoclimatic indicators of local,
regional, and more-widespread climate conditions demonstrate that much
of the Earth experienced abrupt climate changes synchronous with
Greenland within thirty years or less. Post-Younger Dryas changes
have not duplicated the size, extent and rapidity of these
paleoclimatic changes.



 Sjá:

ftp://ftp.ncdc.noaa.gov/pub/data/paleo/icecore/greenland/summit/gisp2/isotopes/gisp2_temp_accum_alley2000.txt

Sjá einnig: http://www.gisp2.sr.unh.edu/

Og svo önnur áhugaverð mynd:  Click the image to enlarge    Heimild:Greenland Ice Sheet Surface Air Temperature Variability 1840-2007 http://polarmet.osu.edu/PolarMet/PMGFulldocs/box_yang_jc_2009.pdf  http://ams.allenpress.com/perlserv/?request=get-abstract&doi=10.1175%2F2009JCLI2816.1&ct=1&SESSID=9087248dc16112e5fb9be31ac0ce5d75 Hvers vegna ætli það hafi hlýnað svona snöggt strax eftir 1919?Hvor hlýnunin er meiri: 1919-1932 eða 1994-2007?

  

Ágúst H Bjarnason, 26.2.2010 kl. 09:05

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst; "Eins og við vitum, þá er margt úrelt sem í þeim plöggum stendur" það gerist margt í vísindum sem gera ákveðin gögn úreld, t.d. þau gögn sem þú vitnar í og eru frá 1995. Það má því segja að sú mynd sé barn síns tíma og til séu mun betri myndir, eins og Höski bendir á í athugasemdum hér að ofan og ég geri einnig í athugasemdum við pistilinn sem þú vitnar til.

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.2.2010 kl. 09:08

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Neðsti hlutinn, textinn fyrir neðan myndina, rann saman. Reyni aftur:

Heimild:

Greenland Ice Sheet Surface Air Temperature Variability 1840-2007

Greinin:

http://polarmet.osu.edu/PolarMet/PMGFulldocs/box_yang_jc_2009.pdf  

Samantekt:

http://ams.allenpress.com/perlserv/?request=get-abstract&doi=10.1175%2F2009JCLI2816.1&ct=1&SESSID=9087248dc16112e5fb9be31ac0ce5d75 

Hvers vegna ætli það hafi hlýnað svona snöggt strax eftir 1919?

 

Hvor hlýnunin er meiri: 1919-1932 eða 1994-2007? 

Ágúst H Bjarnason, 26.2.2010 kl. 09:08

9 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Rosalega ertu vel vakandi

Hvers vegna ætli það hafi hlýnað svona snöggt strax eftir 1919?Hvor hlýnunin er meiri: 1919-1932 eða 1994-2007?

Í greininni sem þú vísar í, er svarið:

The annual whole ice sheet 1919–32 warming trend is 33% greater in magnitude than the 1994–2007 warming. The recent warming was, however, stronger along western Greenland in autumn and southern Greenland in winter. Spring trends marked the 1920s warming onset, while autumn leads the 1994–2007 warming. In contrast to the 1920s warming, the 1994–2007 warming has not surpassed the Northern Hemisphere anomaly. An additional 1.08–1.58C of annual mean warming would be needed for Greenland to be in phase with the Northern Hemispheric pattern. Thus, it is expected that the ice sheet melt rates and mass deficit will continue to grow in the early twenty-first century as Greenland’s climate catches up with the Northern Hemisphere warming trend and the Arctic climate warms according to global climate model predictions.

Eigum við ekki að taka undir þessa greiningu bara eða hefurðu betri skýringu?

Höskuldur Búi Jónsson, 26.2.2010 kl. 09:17

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég skoða allar skýringar með opnum hug og er þakklátur fyrir allar tilgátur

Samt finnst mér þessi texti ekki veita svar við spurningu minni "Hvers vegna ætli það hafi hlýnað svona snöggt strax eftir 1919?".



Ágúst H Bjarnason, 26.2.2010 kl. 11:12

11 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ef þú finnur svarið - þá læturðu okkur vita. Alltaf gaman að skoða fleiri kenningar.

Ég hugsa þó að einhver staðbundinn breytileiki ráði þessari hitaaukningu sem að þú bendir á - þar sem þessi hraða hlýnun varð ekki um allt norðurhvel.

Höskuldur Búi Jónsson, 26.2.2010 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband