Vinnuhópur 1 fær toppeinkun

ipcc-cartoonNýlega birtist samantekt og gagnrýni á fjórðu úttekt IPCC frá árinu 2007 – gagnrýnin er sú að fjórða úttektin innihaldi allt að 30% af óritrýndum greinum (sjá NOconsensus.org). Það skal tekið fram að hér er á ferðinni gagnrýni frá efasemdamönnum um hnattræna hlýnun af mannavöldum.

Það sem þeir virðast ekki hafa áttað sig á er, að með því að flokka niður skýrslurnar eftir vinnuhópum, þá gáfu þeir vinnuhópi 1 toppeinkun. Vinnuhópur 1 (wg1) sá um að skrifa um vísindalega þekkingu á veðurfari og loftslagsbreytingum – eða eins og við höfum áður skrifað hér á loftslag.is:

Það helsta sem verið er að gagnrýna IPCC fyrir, er í kafla um afleiðingar og áhrif á samfélög. Þar er þekkingin götótt og svo virðist vera sem að inn í skýrslu vinnuhóps 2 (wg2) hafi ratað heimildir sem ekki eru ritrýndar – oft skýrslur sem unnar eru upp úr ritrýndum greinum, en þar hefur greinilega slæðst inn villa varðandi jökla Himalaya. Skýrsla vinnuhóps 1 (wg1) sem fór í gegnum ástand jarðarinnar, vísindalega og ritrýnt, hefur sýnt sig að er byggð á ansi góðum grunni – þótt eflaust megi gagnrýna mat þeirra á sumu – t.d. má benda á að jökulbreiður Grænlands og Suðurskautsins eru að bráðna hraðar en búist var við í skýrslunni (og samfara var vanmat á hækkun sjávarstöðu) – einnig hefur bráðnun hafíss verið hraðari en búist var við af IPCC og fleira má nefna.

Í úttekt NOconsensus.org kemur fram að yfir 93% af þeim 6226 greinum sem eru notaðar í vinnuhóp 1 eru ritrýndar. Það þýðir samkvæmt þeim að vinnuhópur 1 fær einkunina A - ekki slæmt - þ.e. hin vísindalega þekking á veðurfari og loftslagsbreytingum er samkvæmt þeim mjög vel unnin af IPCC. Þ.e. þeir hljóta því að taka undir eftirfarandi niðurstöðu:

Megin niðurstaða fjórðu úttektar milliríkjanefndarinnar er að breytingar í ýmsum náttúruþáttum í lofthjúpnum, hafinu og í jöklum og ís bera óumdeilanleg merki hlýnunar jarðar.  – Það er mjög líklegt að meðalhiti á norðuhveli jarðar hafi á síðari hluta 20. aldar verið hærri en á nokkru öðru 50-ára tímabili síðustu 500 árin, og líklega sá hæsti í a.m.k. 1300 ár. – Það er afar ólíklegt að þá hnattrænu hlýnun sem orðið hefur á síðustu fimm áratugum megi útskýra án ytri breytinga. Samanlögð áhrif náttúrulegra þátta, þ.e. eldgosaösku og breytinga á styrk sólar, hefðu líklega valdið kólnun á tímabilinu (úr skýrslu sem unnin var fyrir Umhverfisráðuneytið um Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi).

Fleiri slíkar vel ígrunaðar niðurstöður má finna í skýrslu vinnuhóps 1 (sjá wg1). Vel af sér vikið hjá NOconcensus.org að sýna fram á hversu sterk gögn eru á bak við hinn vísindalega grunn bakvið kenninguna um að Jörðin sé að hlýna af mannavöldum. Að sama skapi má hrósa IPCC fyrir vel unnið starf.

Tengdar færslur af loftslag.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Það skal tekið fram að hér er á ferðinni gagnrýni frá efasemdamönnum"

Áhuginn á þessari síðu minnkar við hverja heimsókn hér

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.4.2010 kl. 18:16

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar, ég hélt að þú værir hættur að lesa síðuna okkar, takk fyrir sýndan áhuga, þú átt greinilega erfitt með að slíta þig frá okkur. Mér þætti þó vænt um að þú myndir fylgja þessum áhuga eftir með efnislegri gagnrýni, þar sem fram kæmi gagnrýn hugsun og efnisleg tök í athugasemdum. Ég sakna þess frá þér. T.d. gætirðu byrjað á að benda á gögn eða eitthvað sem styður þá skoðun þína að gróðurhúsalofttegundir hafi ekki áhrif á hitastig eða þá bara að áhrifin séu lítil (hver sem skoðun þín er á því, átta mig ekki alveg á því hvernig það er hjá þér).

Það er í sjálfu sér ekkert slæmt að vera efasemdarmaður. Ég hef t.d. mínar efasemdir um rök þeirra sem afneita öllum gögnum um það að hlýnun eigi sér stað. Það er þó nokkur munur á því að vera efasemdarmaður eða bara að vera í afneitun um getu vísindanna til að komast að sannfærandi niðurstöðu byggða á mælingum og rannsóknum.

Þessi athugun "efasemdarmannanna" sem um er rætt í færslunni er nokkuð athyglisverð og alveg þess verð að ræða lítillega um hana, þó ekki sé annað. Það er vitað mál að ekki eru öll gögn, sem getið er í heimildum IPCC skýrslnanna, ritrýnd. Mér finnst það allavega athyglisvert að 93% af gögnunum í skýrslu vinnuhóps 1 séu ritrýnd og að það skuli vera notaðar 6226 tilvitnanir í greinar í allt bara hjá vinnuhóp 1. Vinnuhópur 1 skoðar einmitt vísindalega þekkingu á veðurfari og loftslagsbreytingum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.4.2010 kl. 19:09

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Áhuginn væri kannski meiri hjá Gunnari ef ég hefði kallað þá "afneitunarsinna"

Höskuldur Búi Jónsson, 27.4.2010 kl. 20:44

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bara 93%?? Afhverju ekki 100%?

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.4.2010 kl. 23:54

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar, hvers konar gögn heldurðu að það sé verið að tala um sem ekki eru ritrýnd, en eru samt notuð að einhverju leiti...? Heldurðu að þetta séu ómarktæk gögn, kannski eitthvað bull bara...eitthvað sem þeir semja á staðnum kannski...?

Nei, þetta eru alvöru gögn, t.d. frá Veðurstofum um allan heim og öðrum stofnunum, sem talin eru áreiðanleg þrátt fyrir að þau séu ekki úr ritrýndum vísindatímaritum. Þetta geta verið skýrslur um snjóalög, um veðurlag, um sjávarstöðu og fleira sem getur leynst í þess háttar skýrslum sem gerðar eru af sérfræðingum um allan heim. Það eru ýmsar skýrslur gerðar sem ekki er talið að þurfi að vera ritrýndar til að hægt sé að nota þær á sannfærandi hátt við að nálgast frekari upplýsingar um ákveðin efni. Það er engin ástæða til að gefa út skýrslur um veðurfar á Íslandi eitthvað ákveðið ár (svo dæmi sé tekið) í ritrýndu riti, til að upplýsingarnar verði marktækar og sannfærandi.

PS. Þú svarar ekki frekar en fyrri daginn spurningum sem er beint að þér Gunnar. En það kemur mér svo sem ekki á óvart, það virðist ekki vera nokkur hugsun á bak við þetta raus í þér.

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.4.2010 kl. 00:15

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú ert nú varla svaraverður, Svatli, dónar eiga ekki upp á pallborðið hjá mér. Auk þess leggurðu ítrekað, orð og skoðanir mér í munn, sem ég kannast ekkert við. Spyrð mig um skoðanir sem ég hef aldrei haldið fram. Þú spyrð um gögn um fullyrðingar sem ég hef ekki haldið fram.

Þú minnir óþægilega mikið á ofsatrúarmann.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.4.2010 kl. 00:54

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það eru þín orð Gunnar, en það þarf að svara því þegar farið er með  rangfærslur. Reyndar er það líka aðferð til að sverta fólk með því að halda því fram að maður sé dóni fyrir að svara...hálf kjánalegt.

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.4.2010 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband