Samhengi hlutanna - Ístap Grænlandsjökuls

Oft er gott að fá samhengi í hlutina. Það er hægt að gera með því að bera hlutina sjónrænt við eitthvað sem við teljum okkur þekkja. Stundum vill það verða þannig að gögnin og tölfræðigreiningarnar skyggja á stærðarsamhengið. Gott dæmi um þetta er sá massi sem Grænlandsjökull missir á ári hverju. Þegar vísindamenn ræða um massatap Grænlandsjökuls er oftast talað um gígatonn. Eitt gígatonn er einn milljarður tonna. Til að gera sér þetta í hugarlund, þá er gott að hafa það í huga að 1 gígatonn er u.þ.b. “1 kílómeter x 1 kílómeter x 1 kílómeter”, (reyndar aðeins stærra í tilfelli íss, ætti að vera 1055 m á hvern veg). Til að gera sér í hugarlund hvað 1 gígatonn er þá skullum við bera það saman við hina frægu Empire State byggingu:

Hversu mikið er massatapið á Grænlandsjökli? Með því að fylgjast með og mæla breytingar í þyngdarafli í kringum ísbreiðuna hafa verið notaðir gervihnettir síðasta áratug (Velicogna 2009). Á árunum 2002 og 2003 var tap í ísmassa Grænlandsjökuls u.þ.b. 137 gígatonn á ári.

En massatap Grænlandsjökuls hefur meira en tvöfaldast á innan við áratug. Hraði massatapsins á tímabilinu 2008 til 2009 var um 286 gígatonn á ári.

Þetta er skýr áminning um það að hlýnun jarðar er ekki bara tölfræðilegt hugtak, sett saman á rannsóknarstofum, heldur hefur raunveruleg áhrif.

Þessi færsla er lausleg þýðing af þessari færslu á Skeptical Science.

Tengt efni á Loftslag.is:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fáið þið greitt fyrir að copy/paste greinar frá www.skepticalscience.com ?

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.4.2010 kl. 01:12

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ah... ég ætti nú kannski að segja "Fáið þið greitt fyrir að þýða og birta greinar af www.skepticalscience.com 

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.4.2010 kl. 01:13

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þú ert svo fyndinn Gunnar - það hugsa ekki allir í peningum, sem betur fer

Höskuldur Búi Jónsson, 30.4.2010 kl. 08:21

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Er tekið tillit til aukinnar úrkoma og þykktaraukningar á miðjum jöklinum í þessu reiknisdæmi ?

Kristján Hilmarsson, 30.4.2010 kl. 08:43

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kristján, texti úr færslunni, heimildarinnar er getið:

Með því að fylgjast með og mæla breytingar í þyngdarafli í kringum ísbreiðuna hafa verið notaðir gervihnettir síðasta áratug (Velicogna 2009).

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.4.2010 kl. 09:09

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar: Eins og Höski bendir á, þá hugsa ekki allir í krónum og aurum... Þess má geta að öll vinna sem fer í þetta hjá okkur er í sjálfboðavinnu...ekki nóg með það, við tökum líka útgjöldin á okkur persónulega. En við sjáum ekki eftir því

John Cook hjá Skeptical Science gaf okkur sitt góðfúslega leyfi til þýða færslur af síðunni hans. Það á einnig við um fleiri sem þýða af síðunni hans, m.a. á finnsku, spænsku, kínversku og japönsku svo einhver tungumál séu nefnd af handahófi. 

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.4.2010 kl. 10:23

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eyðist þegar af er tekið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.4.2010 kl. 12:53

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er John Cook "Jesú" og þið lærisveinarnir?

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.4.2010 kl. 13:29

9 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar, hvar lærðir þú mannasiði. Þarftu alltaf að koma með kjánalegar og ómálefnalegar athugasemdir án innihalds...þetta er orðið verulega kjánalegt hjá þér. Ætli þetta sé ekki í u.þ.b. 117 athugasemd þín sem er á þessum nótum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.4.2010 kl. 13:43

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það lá að... enginn húmor á þessum bæ. Enda kannski skiljanlegt, útbreiðsla fagnaðarerindisins er háalvarlegt mál

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.4.2010 kl. 13:46

11 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ertu búinn að vera djóka allan tímann Gunnar, þá er þetta náttúrulega bara fyndið

Tek þessu bara sem djóki héðan í frá

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.4.2010 kl. 13:52

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"(Reuters) - The world's floating ice is in "constant retreat," showing an instability
which will increase global sea levels, according to a report published in Geophysical Research Letters on Wednesday.

Floating ice had disappeared at a steady rate over the past 10 years, according to the  first measurement of its kind."

http://www.reuters.com/article/idUSTRE63R49220100428

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.4.2010 kl. 15:13

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir tengilinn Ómar, kíki á þetta við tækifæri.

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.4.2010 kl. 15:49

14 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 "Svatli" í stað þess að svara nú spurningu minni, vænir þú mig um ólæsi og endurtekur einmitt það sem olli spurningu minni, nefnilega "Með því að fylgjast með og mæla breytingar í þyngdarafli í kringum ísbreiðuna hafa verið notaðir gervihnettir síðasta áratug (Velicogna 2009)" það er nefnilega vel þekkt en ekki haldið mjög á lofti af "heittrúarmönnum" að meðan ísinn "hopar" við ströndina á Grænlandi, þá eykst hann inn á hálendinu vegna aukinnar úrkomu, sem aftur stafar jafnvel af auknum meðalhita,en menn greinir á um þetta eins og margt annað, en aukningin á hálendinu er staðreynd, þar af mín spurning.

Ég er hvorki hársár né móðgunargjarn, mest svekktur útí sjálfan mig að halda að hér væri hægt að fá vel orðuð og rökstudd svör, en ekki svona ofnfrá og niður oflæti.

Hrokinn gagnvart Gunnari Th, staðfestir þetta bara enn meir, ég skal ekkert vera að vaða á "skítugum" skónum um "musterið ykkar hérna.  

Kristján Hilmarsson, 30.4.2010 kl. 18:54

15 identicon

Kristján. Ég held að þú takir orðin "í kringum" of bókstaflega. Gerfihnettir fljúga ekki í kringum jökulinn. Þeir fara yfir hann, aftur og aftur, á ferð sinni kringum jörðina. Ég held að það sé ekki deilt um það sem þú segir, að jökullinn eykur við massann í miðjunni en minnkar við jaðrana. Þetta er aðferð til þess að mæla heildarmassabreytinguna, óháð því hvar hún nákvæmlega er. Þyndarkrafturinn er langdrægur, sbr. sjávarföllin.

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 19:19

16 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kristján, það var ekki hugmyndin að móðga þig og ég væni þig ekki um neinn hlut, en mig langaði bara að benda á þann hluta færslunnar sem þú spurðir um. Ég get þó svarað því betur.

Það er búið að gera ráð fyrir bæði ofankomu og bráðnun, þar af leiðandi er þessi massabreyting. Massabreytingin er í raun sú breyting sem verður á heildarísmagni jökulsins, sem þýðir í raun úrkoma - bráðnun = massabreyting og mælingin er gerð út frá því að mæla breytinguna með gervihnöttum. Til að skoða þetta nánar benti ég á (Velicogna 2009).

Ég biðst forláts ef ég móðgaði þig Kristján, það var alls ekki ætlun mín. 

PS. Saga okkar Gunnars nær mikið lengur aftur en bara þessa færslu, þar sem hann hefur ítrekað komið með smá skot á okkur, sjá t.d. hér, hér, hér, hér, hér, hér, hér og hér svo og í þessari færslu svo einhver dæmi séu tekin, vonandi útskýrir það eitthvað fyrir þér.  Ekki að það sé eitthvað að því að fá athugasemdir, en það getur orðið leiðigjarnt til lengdar að svara smá pillum en fá ekkert til baka. Mér finnst allavega tilefni til þess að gera athugasemd við það að minni hálfu, það er þó alltaf hætt við að svona hlutir misskiljist ef samhengið sést ekki. Ég viðurkenni það fúslega.

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.4.2010 kl. 20:10

17 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 

OK OK ! kaupi þetta ;) en samt sem áður þá segir það sitt að til að fá svar sem hæfir kurteislegri spurningu sem sett var fram án nokkurra dylgja eða efasemda, þá þurfti ég að "hvessa" mig svoldið.

Endurtek, er ekki móðgunargjarn og þar með ekki móðgaður, en er svekktur útí sjálfann mig fyrir að halda...osfrv.

Svo þetta að Gunnar er eitthvað að stríða ykkur, er skýringin á því að þið séuð svona á varðbergi fyrir "efasemdamönnum" eins og mér kannski, "fair enough" það er leyfilegt að "bíta" frá sér inn á milli. Jón Erlingur ! það er talað um "mæla breytingar á þyngdarafli í kringum" ekki að gervihnettir fljúgi í kring um jökulinn, ef þið vanmetið alla sem vilja sannreyna fullyrðingar sem settar eru fram hér svona eins og þið virðist meta mig, er ég ekki hissa á að ykkur sé "strítt" stundum, en held að akkúrat þetta séu þýðingarmistök, sýnist það allavega þegar maður les enska textann. 

En "No hard feelings" bara sýna aðeins meiri virðingu, þá fáið þið virðingu tilbaka

Kristján Hilmarsson, 30.4.2010 kl. 21:02

18 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kristján, takk fyrir athugasemdina. Það er rétt að stundum þarf að bíta frá sér til að fá sanngjarna "meðferð" ef svo má að orði komast. Ég er alveg til í að ræða þessi mál á sanngjörnum forsendum, við alla. Ég get þó alveg verið harðorður á köflum, en það getur stundum verið nauðsynlegt og mér leiðast ómálefnlegar athugasemdir (alls ekki taka það til þín). Ég var stuttorður í dag, þar sem ég var önnum kafinn þá og gaf mér ekki meiri tíma til að svara og var það alls ekki meint sem nein mógðun.

En, enn og aftur takk fyrir athugasemdina, vonandi heldurðu áfram að lesa síðuna og spyrja spurninga í framtíðinni :)

PS. Ég veit svo sem ekki hvað vakir fyrir Gunnari með þessum athugasemdum hans, en ef það er djók, þá er það orðin langdregin brandari.

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.4.2010 kl. 21:20

19 identicon

Kristján. "Í kringum Grænlandsjökul" getur átt við "Grænlandsjökul og nágrenni". Þannig skil ég það og held að það sé ofur eðlilegur skilningur þegar umræðan snýst um þyndarsvið mælt með gervihnöttum.

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband