Smávegis um hafís

Örlítið um hafísinn, tekið af síðunni; Helstu sönnunargögn af loftslag.is.

Útbreiðsla hafíssinn á Norðurskautinu hefur dregist saman á síðustu áratugum. Hafís Norðurskautsins er í lágmarki í september ár hvert og eins og sjá má á efri myndinni hérundir, þá hefur útbreiðsla hafíss síðan mælingar með gervihnöttum hófust minnkað úr u.þ.b. 8 miljónum ferkílómetra í um 5,5 miljón ferkílómetra árið 2009. Árið 2009 var 3. minnsta útbreiðsla hafíss síðan gervihnattamælingar hófust. Hafísinn á Norðurskautinu hefur verið að minnka um 11 % á áratug, miðað við meðaltal 1979-2000. Neðri myndin sýnir hvernig þróunin er núna, brotalínan er veturinn 2006-2007, sú bláa er veturinn núna og sú gráa þykka er meðaltal áranna 1979-2000. En auk útbreiðslu hafíssins ber einnig að skoða rúmmál, sem hefur farið minnkandi, þ.e. þykkt hafíssins, sem er þynnri en áður.

Ítarefni af loftslag.is: Myndband: Hafís 101; Er hafísinn á hverfanda hveli; Myndband: Ferðalag um frera jarðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Útbreiðslan er komin undir 2007 línuna sem sýnir vel hvað það er lítið samræmi á milli hámaksvetrarútbreiðslu og þess sem síðar gerist. Ísinn á jaðarsvæðum er óðum að bráðna og nú er eftir að sjá hvernig ísnum á sjálfu Norður-Íshafinu reiðir af í sumar.

Emil Hannes Valgeirsson, 22.5.2010 kl. 16:36

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þetta sýnir, að mínu mati, hversu þunnur hafísinn er um þessar mundir. Væntanlega hefur sá hafís sem myndaðist í mars og apríl, þegar útbreiðslan var nærri meðaltalinu, verið frekar þunnur og bráðnar því hratt aftur.

Sveinn Atli Gunnarsson, 22.5.2010 kl. 17:20

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þegar þessu sló uppundir meðaltalið í mars-apríl kom sérstök frétt í mbl:

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2010/04/05/hafis_eykst_a_nordurslodum/

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.5.2010 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband