Kolefnisfótspor | Bjór

Kolefnisfótspor af hálfum lítra af bjór í koldíoxíð jafngildi, CO2e:

300g CO2e: Innlendur bjór af krana á hverfiskránni
500g CO2e: Innlendur átappaður bjór í Vínbúðinni, eða erlendur bjór af krana á kránni
900g CO2e: Átappaður erlendur bjór í Vínbúðinni, sem kemur langt að
- Athugið að útreikningar eru gerðir út frá breskum aðstæðum og ber því ekki að taka bókstaflega - en geta þó verið leiðbeinandi

thumb_pint_beerBjór er væntanlega ekki stærsti losunarvaldur gróðurhúsalofttegunda hjá meðal fjölskyldunni. Þó geta nokkrir bjórar af innfluttum bjór á dag valdið kolefnisfótspori sem samsvarar allt að einu tonni CO2e á ári.

Það eru nokkrir áhrifavaldar sem skipta máli þegar kolefnisfótsporið er skoðað. Þættir eins og innihald, pökkun, eldsneyti, rafmagn og flutningur skipta miklu máli. Einnig þarf að skoða hluti eins og ferðalög starfsmanna, kolefniskostnaðinn við að skipta út tækjabúnaði þegar þess þarf, ásamt notkun skrifstofuáhalda og búnaðar.

Samkvæmt rannsókn sem gerð var á Keswick Brewing Company, sem er lítið brugghús á Bretlandi, þá er innihaldið rúmlega þriðjungur kolefnisfótsporsins, eldsneyti og rafmagn um fjórðungur og ferðalög starfsmanna um tíundi hluti. Gerjunarferillinn var um það bil tuttugasti hluti.

Nokkrum kílómetrum frá Keswick brugghúsinu, er stórt ölgerðarhús. Afhending vöru frá því til kráa í nágrenninu fer í gegnum dreifingarmiðstöð í nokkur hundruð kílómetra fjarlægð. Þetta er algengt meðal stærri ölgerða erlendis. Það virðist því vera góð hugmynd að kaupa bjór sem er framleiddur í héraði eða innlendann. Hér á Íslandi kemur væntanlega til flutningur hráefnis en kolefnisfótspor sjálfrar framleiðslunnar er mögulega mun minna en framleiðslunnar erlendis, vegna vatnsorkunnar  okkar. Einnig er minna kolefnisfótspor vegna flutninga hinnar fullunnu vöru, þegar flutningur er einungis innanlands. Þess má einnig geta að varðandi flutning bjórs um langan veg og kolefnisfótsporsins, þá er þyngdin mikilvæg og bjór í dós er léttari en flöskubjór, því má ætla að dósabjór sem kemur um langan veg sé með léttara kolefnisfótspor en flöskubjórinn.

Almennt má segja að þá gildi þumalfingursreglan, því lengra sem vörur koma að, þeim mun stærra er kolefnisfótsporið. Pakkningar og þyngd skipta einnig máli í öllum vöruflokkum ásamt flutningsmáta.

Heimild:

Tengt efni á loftslag.is:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Koldíoxíð í bjór, ostum og ýmissi annarri matvöru er afleiðing stöðugrar starfsemi sveppagróðurs í náttúrunni. Það er eins og enginn annar en ég sjálfur viti, að smásæir, yfirleitt ósýnilegir sveppir eru bókstaflega út um allt ofansjávar og neðan og framleiða gífurlegt magn koldíoxíðs sem jurtirnar síðan nýta sér. Hér er um hringrás að ræða, sem staðið hefur ekki í milljónir, heldur milljarða ára. Jurtirnar gleypa allt það koldíoxíð sem þær fá og ef aftur skyldi hlýna verður koldíoxíð-upptaka þeirra að sjálfsögðu enn meiri.

Vilhjálmur Eyþórsson, 24.6.2010 kl. 01:21

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég tel að þú misskiljir þennan pistil Vilhjálmur. Hugsanlega ættirðu að lesa það sem er undir tenglinum Hvað er kolefnisfótspor?, til að átta þig á því hvað um er verið að ræða. Hitt er svo annað mál að koldíoxíð í andrúmsloftinu hefur aukist um ca. 38% frá iðnbyltingunni vegna brennslu jarðefnaeldsneytis, og sú aukning er talin hafa áhrif á hitastig jarðar. Jurtir hafa ekki "gleypt" þessa aukningu (eins og þú orðar það Vilhjálmur) og það hefur haft áhrif á koldíoxíð hringrásina sem þú nefnir.

Sveinn Atli Gunnarsson, 24.6.2010 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband