Hitabylgjur í Evrópu

Ný rannsókn bendir til þess að hitabylgjur í Evrópu muni reynast sérstaklega erfiðar þeim sem búa á láglendum dölum og í strandborgum við Miðjarðarhafið.

[...]

Rannsóknirnar benda til að við lok aldarinnar þá munu íbúar sumra þessara svæða upplifa allt að 40 óbærilega heita daga á hverju ári – samanborið við að meðaltali tvo daga á ári milli áranna 1961 og 1990.

[...] 

Nánar um þetta á loftslag.is; Hitabylgjur í Evrópu 

Tengt efni á loftslag.is

 


mbl.is Hitamet féll í Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Nú er skítkalt víða í S-Ameríku og hitinn víða 5 - 10 gráðum Celcius undir meðaltali. 

Ekki er nein hnatthlýnun þar :-)

 

 


TIME NEWSFEED:

Cold Weather Proves Killer in Parts of South America 

 "Strange but true: despite blazing hot temperatures, sometimes in the triple digits, sweeping across the United States, the opposite is true in much of South America where a cold front has actually claimed more than 400 lives in parts of Peru and Argentina... 
However, the Peruvian government has declared a state of emergency, which will allow officials to spend funds on getting aid to those most affected by the cold snap.


"

 
       Kuldinn drepur
 

Ágúst H Bjarnason, 30.7.2010 kl. 13:31

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já, það er kalt víða þarna niður frá Ágúst, það gerist stundum á vetrum að það koma kuldaköst, skemmst er að minnast þess að það var kuldakast í Evrópu í vetur. Greinin hér að ofan fjallar um rannsóknir á hitabylgjum í Evrópu í framtíðinni. Það er alveg ljóst að bæði hitabylgjur og kuldaköst munu halda áfram að dúkka upp með jöfnu millibili (spurningin er með tíðni hvers fyrir sig) hvað sem hnattrænni hlýnun líður.

Til að mynda var fyrsti helmingur árs 2010 heitasta byrjun árs síðan mælingar hófust, á heimsvísu, sjá nánar Hitastig | Júní 2010.

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.7.2010 kl. 14:02

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þrátt fyrir þá óyggjandi staðreynd að nú sé heitast frá upphafi mælinga (sjá t.d. NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið), þá munu kuldamet halda áfram að falla víða um heim - þau munu þó verða mun færri en hitametin (sjá t.d. Hitamet mun fleiri en kuldamet í Bandaríkjunum).

Það hefur verið sýnt fram á að dauðsföll af völdum hita fjölgaði við aukinn hita - en dauðsföll af völdum kulda breyttist ekki að ráði þrátt fyrir mildari vetur (sjá t.d. Temperature, temperature extremes, and mortality: a study of acclimatisation and effect modification in 50 US cities). Því má eiginlega segja að hlýnunin hafi ekki merkjanleg góð áhrif á fækkun dauðsfalla af völdum kulda.

Höskuldur Búi Jónsson, 30.7.2010 kl. 14:02

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hér má lesa áhugaverða færslu um hitamet (ath notað er Fahrenheit í pistlinum, en oftast er þó getið um Selsíus í sviga í textanum sjálfum): Moscow hits 102°F; hottest day ever in Finland; 90L a long-range theat. Þar kemur meðal annars fram að 2010 er nú þegar komið í annað sætið yfir fjölda landsmeta í hita, þrátt fyrir að nú sé júlí rétt að líða.

Fjöldi landsmeta:

2007: 15 records
2010: 14 records
2003: 12 records
2005: 11 records
1998: 9 records
1983: 9 records
2009: 6 records
2000: 5 records
1999: 5 records
1987: 5 records

Höskuldur Búi Jónsson, 30.7.2010 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband