Pachauri eða ekki Pachauri ?

Persónulega finnst mér merkilegt að vitna í Daily Telegraph varðandi fréttir af loftslagsmálum, þar sem að þeir hafa oft rekið sig á í sinni umfjöllun og verið staðnir að óvönduðum vinnubrögðum í umræðunni um loftslagsmál. En varðandi Dr. Pachauri og hugsanlega afsögn hans, þá teljum við ekki að það muni breyta þeim veruleika sem blasir við okkur við hækkandi hitastig af völdum aukins styrk gróðurhúsalofttegunda.

En í tilefni nýrra frétta um endurskipulagningu starfa Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC), þá viljum við benda á færslu af loftslag.is sem fjallar um mistök IPCC varðandi bráðnun jökla í Himalaya. Loftslagsnefndin hefur starfað í um 22 ár, án mikilla breytinga á stjórn og skipulagi og er því barn síns tíma. Það má kannski segja að hvatinn að hugsanlegu breytingum hafi verið sú gagnrýni sem kom fram m.a. varðandi villuna um jökla Himalaya, en það er þó ljóst í mínum huga að breytingar hafi í raun verið óhjákvæmilegar óháð þessari villu. Öll fyrirtæki og stofnanir fara í gegnum skipulagsbreytingar þegar fram líða stundir, þannig að það er svo sem ekkert nýtt í því. Vísindin á bak við fræðin eru nú sem fyrr traust, hvað sem verður um Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna í framtíðinni eða hvaða skipulag sem þar er. Það má lesa aðeins nánar um hugsanlegar skipulagsbreytingar IPCC á vef New Scientist, en þar kemur m.a. fram:

Shapiro told reporters: “An organisation like the IPCC needs to have its leadership constantly changed” to maintain its “overall virility”. He said that the suggested changes “were not motivated by or connected with Dr Pachauri or any other leader”.

Þannig að ekki er hægt að túlka það sem svo að væntanlegar breytingar séu til höfuðs Dr. Pachauri, heldur hluti eðlilegrar þróunnar. Hvað svo sem verður um hann í framtíðinni, en það var fyrirsjáanlegt, í mínum huga, að einhverjir myndu krefjast afsagnar hans. Þannig að þó spurningin um Pachauri sé á lofti, þá sýna hinar vísindalegu niðurstöður enn að hitastig fer hækkandi og að það muni hugsanlega hafa afleiðingar þegar fram líða stundir.

Sjá nánar á loftslag.is, Jöklar Himalaya og álitshnekkir IPCC 

Tengt efni á Loftslag.is:

 

 


mbl.is Pachauri víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sælir félagar.

Ég rakst á umfjöllun um málið á vef BBC í dag:

UN climate chief resignation call

http://www.bbc.co.uk/news/science-environment-11395194

Ágúst H Bjarnason, 23.9.2010 kl. 17:07

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir Ágúst, þetta er mun betri umfjöllun hjá BBC en hjá Daily Telegraph. Það verður fróðlegt að fylgjast með þróuninni og hvort að Pachauri verður eða ekki, en það kemur mér ekki á óvart að nú komi þetta fram með að hann þurfi að segja af sér, enda var það fyrirsjáanlegt. Í mínum huga þá er vera í starfi ekki nauðsynleg fyrir IPCC, hann er bara ein persóna og það er hægt að finna aðra, ef það verður ákveðið.

Sveinn Atli Gunnarsson, 23.9.2010 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband