Jarðfræðileg gögn staðfesta ógnina

Breska jarðfræðafélagið (e. Geological Society of London) kom með yfirlýsingu um daginn tengt loftslagsbreytingum - en þar var áhersla lögð á jarðfræðigögn og hvað þau segja okkur. Jarðfræðigögn gefa töluverðar upplýsingar um það hvernig loftslag Jarðar hefur breyst til forna og veita mikilvægar vísbendingar um hvernig loftslagsbreytingum gæti háttað í framtíðinni.  Í færslu á loftslag.is var farið yfir yfirlýsinguna en þar segir meðal annars: 

Jarðfræðileg gögn staðfesta það sem eðlisfræðin segja okkur, að með því að auka styrk CO2 í andrúmsloftinu þá eykst hiti Jarðar og getur leitt til hærri sjávarstöðu, breytt úrkomumynstri, aukið sýrustig sjávar og minnkað súrefni sjávar. Líf á Jörðu hefur lifað af miklar loftslagsbreytingar til forna, en mikill fjöldaúttdauði og breyting á dreifingu tegunda hefur tengst mörgum af þeim breytingum. Þegar mannkynið var fámennt og lifði hirðingjalífi, þá hafði sjávarstöðubreyting upp á nokkra metra ekki mikil áhrif. Við núverandi og vaxandi fólksfjölda, þar sem fjölmennustu svæði Jarðar eru í borgum við ströndina, þá mun slík sjávarstöðubreyting hafa neikvæð áhrif á samfélög manna, sérstaklega ef það gerist skyndilega eins og til forna.

Að auki segir: 

Athafnir manna hafa losað um 500 milljarða tonna af kolefni út í andrúmsloftið frá árinu 1750. Á næstu öldum, ef áfram heldur sem horfir, þá gæti losun manna orðið samtals á bilinu 1500-2000 milljarða tonna – svipað og varð fyrir um 55 milljónum ára. Jarðfræðileg gögn frá þeim atburði og fyrri sambærilegum atburðum benda til þess að slík viðbót af kolefni út í andrúmsloftið gæti hækkað hitastig Jarðar um allavega 5-6°C. Sá tími sem það gæti tekið Jörðina að jafna sig á slíku gæti orðið 100 þúsund ár eða meira. Ef eingöngu er miðað út frá jarðfræðilegum gögnum þá er óhætt að álykta að losun á CO2 út í andrúmsloftið af svipuðum og auknum ákafa og nú er, getur ekki verið skynsamlegt, eins óþægileg og sú tilhugsun er.

 

Sjá í heild - Yfirlýsing frá breska Jarðfræðafélaginu

Heimildir og ítarefni

Yfirlýsing Breska jarðfræðafélagið (e. Geological Society of London) má finna hér:  Climate change: evidence from the geological record (sjá einnig pdf skjal með yfirlýsingunni).

Tengt efni á loftslag.is

 


mbl.is Dauðum svæðum sjávar fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jahérna! Þið megið nú ekki gera fólk logandi hrætt.  

Það gæti skapað viðvarandi vanlíðan sem kallar jafnvel á einhver lyf sem þar með eykur kolefnisfótspor fólks.... sem þar með veldur enn meiri vanlíðan, o.s.f.v. 

Það eru nokkur athyglisverð atriði í skáletruðu klausunum. Mér hefur reyndar yfirleitt fundist að reynt sé að gera lítið úr manni, ef maður dirfist að spyrja einhvers hér. Það er óþarfi, jafnvel þó ykkur finnist spurningarnar neðan virðingar ykkar að svara.

Jæja, hér koma nokkur atriði:

  • Jókst ekki hitinn á Jörðinni til forna, áður en Co2 jókst?
  • Athyglisvert orðalag: "..þá eykst hiti Jarðar og getur leitt til hærri sjávarstöðu,.."
  • Og: "..breytt úrkomumynstri". Á lesandinn bara að ímynda sér það versta?
  • Og "...þá mun slík sjávarstöðubreyting hafa neikvæð áhrif á samfélög manna, sérstaklega ef það gerist skyndilega eins og til forna." Sjáum við fyrir okkur að fólk hafi ekki tíma til að flytja sig um set?
  • Og svo þetta með að Jörðin "gæti orðið 100 þúsund ár eða meira" að jafna sig á 5-6 gráðu hitastigshækkun. Flott tala... rosalega langt þangað til.
 

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2010 kl. 01:41

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er sláandi í öllum málflutningi gróðurhúsamanna, að þeir tala alltaf og einungis um „losun“, aldrei um upptöku. Koldíoxíð hefur streymt úr iðrum jarðar frá upphafi og frá sveppagróðri (sem enginn virðist vita um eða tala um nema ég) í milljónir og milljarða ára. Jurtirnar hafa étið það upp jafnóðum og raunar virðist halla mikið á koldíoxíðið sem var 29-30% gufuhvolfsins í upphafi en hefur verið innan við 0.1% síðan fyrir daga risaeðlanna. Upptakan er því gífurleg. En af hverju er aldrei talað um hana? Það er eins og enginn skilji að hér er um hringrás að ræða, hrigrás, sem í rauninni er geysiflókin og menn skilja alls ekki nógu vel. Menn telja sig vita eitthvað um koldíoxíðframleiðslu mannanna, en þeir vita sáralítð um framleiðslu eldfjalla og jarðhitasvæða ofan sjávar og neðan, og, sem fyrr sagði virðast allir hafa gleymt sveppunum.

Meðan ekkert af viti er vitað um upptöku koldíoxíðs er allt tal um „mengun“ mannanna út í hött.

Vilhjálmur Eyþórsson, 1.12.2010 kl. 02:18

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vilhjálmur mælingar sýna okkur að sú aukning sem hefur orðið á CO2 í andrúmsloftinu síðan frá því um iðnbyltingu er vegna bruna jarðefnaeldsneytis, sjá m.a. Mælingar staðfesta kenninguna.

PS. Gunnar við erum að vinna í svari til þín, þú getur byrjað að hlakka til :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.12.2010 kl. 08:45

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Gunnar: Þetta er að mestu þýðing á yfirlýsingu frá Breska jarðfræðafélaginu (e. Geological Society of London) - veit ekki hvort þýðingin er að klikka eða fattarinn hjá þér, en í heildina ætti þetta að vera í lagi (sjá færsluna í heild Yfirlýsing frá breska Jarðfræðafélaginu)

Ef teknir eru punktarnir þínir:

  • Jú hann jókst til forna - við það að CO2 jókst, það sýna jarðfræðileg gögn langt aftur í tímann. Ef þú ert að einblína á þau tilfelli sem að hitinn jókst fyrst og CO2 síðan - þá hafa vísindamenn fyrir löngu útskýrt það - sjá Ískjarnar og CO2
  • Varfærið orðalag í raun - því það er í raun vitað mál að þegar hiti Jarðar eykst þá hækkar sjávarstaða
  • Eitt af því sem erfitt er að spá fyrir eru úrkomubreytingar - flest líkön benda til þess að þurr svæði stækki. Einnig er talið líklegt að á sumum svæðum verði aukin úrkoma - en að hún falli samt á styttri tíma (þ.e. úrhelli - í stað dreifðrar úrkomu)
  • Það fer væntanlega eftir pólitíkinni - hversu viljug eru ríki heims að taka við flóttamönnum?
  • Þetta er ekki beint tala út í loftið - sjá t.d. Mýtuna  Lítil Ísöld eða kuldaskeið Ísaldar er á næsta leiti en þar er meðal annars vísað í Archer og Ganapolski 2005: A movable trigger: Fossil fuel CO2 and the onset of the next glaciation
Þú hefur aldrei þurft að kvarta yfir svarleysi hér, er það Gunnar




Vilhjálmur: Ég vil bæta við svar Sveins Atla til þín - að magn CO2 í andrúmsloftinu er að aukast (og í sjónum samanber súrnun sjávar). Því er til lítils hjá þér að halda áfram að tala um upptöku CO2 - því þó hún sé töluverð (samanber aftur súrnun sjávar), þá er hún langt í frá nóg til að vega upp á móti losun manna (samanber aukningu í styrk CO2 í andrúmsloftinu).

Höskuldur Búi Jónsson, 1.12.2010 kl. 08:56

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Varðandi fyrsta atriðið, þá minnir mig að línuritið fræga hjá Al Gore, þetta sem náði upp í rjáfur, hafi einmitt sýnt fram á það (þegar skoðað var með stækkunargleri) að hitastigshækkunin byrjaði alltaf á undan co2 aukningunni.

Línurit Gores, spannaði að mig minnir 800 þúsund ár og ferlarnir hiti/co2, virtust algjörlega fylgjast að. En þá kom stækkunarglerið góða til skjalanna.

Er þetta kannski allt tómt misminni í mér?

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2010 kl. 10:51

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar:

Í raun skiptir kvikmynd Al Gore engu máli eða notkun stækkunarglers á línurit sem sýnd voru í þeirri kvikmynd, þar sem hann er ekki vísindamaður. En hitt er svo annað mál að það sem hann sýndi samt sem áður í sínu línuriti er að CO2 hefur áhrif á hitastig, sem er rétt og hefur verið sýnt fram á með mælingum - prófaðu t.d. að skoða tengilinn sem Höski benti á varðandi þetta atriði, þú gætir orðið fróðari um hvað vísindin hafa um málið að segja.

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.12.2010 kl. 11:06

7 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Gunnar: Ég vil bæta við það sem Sveinn segir að vísindamenn vita af því að á hlýskeiðum ísaldar þá hækkar hitastig oft á tíðum fyrst (vegna milankovitch sveifla) og við það eykst CO2 í andrúmsloftinu sem magnar upp hitastigið og meira CO2 losnar út í andrúmsloftið - einfalt mál og vísindamenn þurfa ekki lengur að ræða það nánar. Í raun er það staðfesting á gróðurhúsaáhrifunum ef út í það er farið.

Nú er það aftur á móti styrkur CO2 sem hækkar í andrúmsloftinu (af völdum manna) og við það hækkar hitastig.

Höskuldur Búi Jónsson, 1.12.2010 kl. 11:18

8 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég sagði hér fyrir ofan: 

...einfalt mál og vísindamenn þurfa ekki lengur að ræða það nánar

Ég vil því taka það fram að vísindamenn eru að sjálfsögðu enn að rannsaka þessi tengsl CO2 og hlýskeiða/kuldaskeiða ísaldar - en í aðalatriðum eru þeir þó með þau tengsl á hreinu.

Höskuldur Búi Jónsson, 1.12.2010 kl. 11:32

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Síðasta atriðið, þetta með 100 þúsund árin. Ég er ekki raungreinamenntaður maður en ég held ég átti mig samt þokkalega á því að þegar reiknilíkön eru mjög flókin og taka þarf tillit til ótal þátta og þar af nokkurra óvissuþátta, þá þarf lítið útaf að bregða til þess að niðurstaðan verði neyðarlega fjarri sannleikanum.

 Auk þess er alltaf hætta á að óvissuþáttunum sé raðað niður eftir hentugleikum í flóknum formúlum, allt eftir því hver óskar eftir útreikningnum.

Þegar einhver óvissa er í umhverfisþáttum, þá hafa ákveðnar manngerðir, sem ég hef kallað bæði í gamni og alvöru; "vistkvíðasjúklinga", tilhneigingu til að hugsa að allt muni fara á versta veg. Þegar þetta fólk hefur fengið að láta gamminn geysa gagnrýnislaust í fjölmiðlum, fær bölsýnið og vistkvíðinn byr undir báða vængi meðal almennings.  Merkilega oft fylgja skoðanakannanir í kjölfarið, þar sem eitthvert tiltekið umhverfismál fær glimmrandi kosningu. Skoðanakönnuninni er svo hampað í tíma og ótíma, sem röklegu innleggi í umræður um náttúruvernd, jafnvel löngu eftir að könnunin varð úrelt. Dæmi um þetta mátti sjá í umræðunni um Kárahnjúka á sínum tíma.

Þegar vistkvíðasjúklingurinn uppgötvar að meirihluti fólks á ekki í samskonar tilfinningasambandi við náttúruna og umhverfið og hann sjálfur, verður hann örvæntingafullur og reiður.

Hin atriðin í fyrstu athugasemd minni eru spekúlasjónir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2010 kl. 11:58

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar:

Óttalega er þetta ómálefnalegt hjá þér að kalla fólk "vistkvíðasjúklinga", hvort sem er í gamni eða alvöru...öllu gamni fylgir jú einhver alvara.

Mælingar staðfesta að CO2 hefur áhrif á hitastig, að aukning CO2 er af mannavöldum og að Jörðin er að hlýna. Gögn breska jarðfræðifélagsins sýna fram að það sé mögulegt að þessi aukning CO2 geti haft áhrif í fleiri þúsundir ára, jafnvel meira en 100 þúsund ár (að sjálfsögðu er óvissa í svona mælingum - en sú óvissa er einnig í báðar áttir, við höfum ekki haldið neinu fram um að það sé engin óvissa). Það segir okkur að mögulega höfum við á örstuttum tíma (jarðfræðilega) haft áhrif á hitastig Jarðar í mjög langan tíma (hvort sem það eru 1, 10, 50 eða 100 þúsund ár eða jafnvel meira). Með öll þau gögn sem tiltæk eru sem sýna okkur fram á alvarleika málsins, þá ber okkur að taka þau alvarlega og bregðast við á einhvern hátt (minnka losun CO2 virðist liggja beinast við).

Þau gögn sem við bendum á hér og á loftslag.is, eru byggð á niðustöðum vísindamanna, sem hafa með mælingum og rannsóknum fundið út að það er samhengi milli magns CO2 og hitastigs.

Einhverjir persónulegir útúrsnúningar þínir Gunnar, sem ekki virðast byggja á neinu nema einhverri hugmyndafræði sem ekki gengur upp, breyta ekki niðustöðum vísindanna - heldur ekki þínar persónulegu skoðanir á Kárahnjúkum eða þínar persónulegu skoðanir á þeim sem eru á annarri skoðun en þú, breyta þeim niðustöðum. Óvissuþættir eru og munu alltaf verða til staðar í náttúruvísindum, en það að halda því fram að vísindamenn séu að fikta í niðurstöðunum eftir hentugleikum er fullyrðing sem þú þyrftir að rökstyðja betur Gunnar, enda virðist ekki vera hinn minnsti fótur fyrir því...

Ég veit ekki hvaða fjölmiðla þú hefur verið að skoða, en persónulega finnst mér fullyrðingar þeirra sem afneita vísindum fá merkilega mikið pláss í fjölmiðlum almennt, þrátt fyrir vöntun á gögnum sem styðja þá nálgun efnislega...

PS. Við erum langt frá því að vera örvæntingarfullir eða reiðir Gunnar, ekki gera okkur upp einhverjar tilfinningar :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.12.2010 kl. 12:33

11 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Ég fæ oft á tilfinninguna að verið sé að "framleiða" samþykki mitt hvert svo sem málefnið er, etv. bara aðferð sem viðgengs hjá okkur mönnunum. En þá er einmitt gott að geta spurt og tjáð sig eins og gert er hér. En ég hef ekki enn verið sannfærður um orsakakrafta CO2, ég sé samhengið en ekki orsökina.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 1.12.2010 kl. 13:27

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sveinn, takk fyrir athugasemdina. Ég skil vel og finnst það svo sem ekkert undarlegt við það að fólk sé almennt ekki sannfært varðandi þessi mál, enda mikil þrýstingur frá mörgum aðilum um að halda því fram að vísindin séu ekki marktæk og það sjónarmið hefur, að einhverju marki fengið (þvert á gögnin), þó nokkuð pláss í fjölmiðlum - að mínu mati.

En bestu mælingar og rannsóknir vísindamanna gefa sterklega til kynna að samhengi sé á milli aukningar CO2 af mannavöldum (orsök) við hærra hitastig (afleiðing), sem hefur mögulega fleiri áhrif og afleiðingar, bæði "fyrirsjáanlegar" (að því marki sem það er hægt) og ófyrirsjáanlegar, sjá t.d. Mælingar staðfesta kenninguna. Við í ritstjórn loftslag.is viljum bara benda á það sem vísindin hafa um þessi mál að segja, hvort sem að allir verða sannfærðir eður ei. Við leitumst við að hafa sem best gögn varðandi þessi mál og höfum einnig "kortlagt" helstu mýturnar sem koma upp í umræðunni.

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.12.2010 kl. 13:48

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er ekki að kalla fólk almennt þessu nafni, heldur er ég að tala um ákveðnar manngerðir sem orðið hafa á vegi mínum, beint og óbeint. Oft er fólk þessarar manngerðar í fararbroddi í umræðunni um náttúruvernd og umhverfismál.

Og vel að merkja "Vistkvíði" er viðurkenndur sjúkdómur hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni. Einkenni sjúkdómsins er stöðug depurð og stundum, í alvarlegustu tilfellunum, sem munu vera fremur sjaldgæf, yfirþyrmandi örvinglan yfir hugsanlegum örlögum náttúrunnar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2010 kl. 14:22

14 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þetta er alltaf sama tóbakið.

"Rétttrúnaðarmenn" virðast þeir sem trúa því að þeir reikni  alltaf allt rétt  bæði ofan og neðan  við yfirborða sjávar - og allt fari til andskotans -  ef  þeir fá ekki að ráða....

Við  þessir  varfærnu - með natural efasemdir um allan útreikninginn - að hann standist - við virðumst "villutrúarmenn"... í augum (heilaþveginna?) heila "rétttrúnaðarmanna".. 

"Rétttrúnaðarmenn" virðast helst vilja  brenna  villutrúarmenn  báli "reiknaðrar vanþekkingar þeirra"....

 "vér einir vitum" skín í geng um boðskap "rétttrúnaðarmanna"...

Merkilegt:

Þú Stalín væri talinn galinn -  var samt aldri svo hrikalega galinn - að hann leiti reikna útáætlanabúskap neðansjávar - eins og svokölluð "fiskveiðistjórn" er í dag...

gamaldags rússneskur áætlanabúskapur neðansjávar.... -

og allt gengur skv. því.

Svo ef minnt er á að fiskar þurfi súrefni (búið að finna súrefnisskort í höfum)... þá má varla ræða það - að hugsanlega sé nú súrefnisskortur - m.a. vegna offriðunar fiskistofna - þó auðvitað komi þar aðrar aðstæður líka ti greina.

eins og ég var að skrifa um á www.kristinnp.blog.is   þá varð súrefnisþurrð í Grundarfirði fyrir þrem árum - mikið magn af síld drapst - og þorskur lika.... 

Kristinn Pétursson, 1.12.2010 kl. 14:25

15 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jæja Gunnar, mér virðist "vistkvíði" (eða aðrir sjúkdómar sem þú getur fundið) ekki koma málinu neitt við í þessu tilfelli. Þú þarft heldur ekki að hafa neinar áhyggjur af okkur, við höfum það gott...hugsaðu bara vel um eigin heilsu, það er mikilvægt :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.12.2010 kl. 14:29

16 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kristinn, ertu að fara eitthvað sérstakt með þessu...? Eða er hugmyndin bara að uppnefna okkur og reyna að gera okkur upp skoðanir..?

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.12.2010 kl. 14:32

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég var bara að reyna að setja ákveðið concept í samhengi, Svatli.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2010 kl. 14:34

18 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jæja Gunnar, það gekk frekar illa hjá þér, enda kemur "vistkvíði" einhverra (ert þú læknisfræðilega menntaður?) ekki alvöru mælingum og gögnum vísindamanna við...

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.12.2010 kl. 14:36

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, kannski ekki. Spurning með upphrópunarstílinn í framsetningunni.... kynningunni á "hugsanlegum" (possibly/maybe) afleiðingum loftslagsbreytinga, á síðunni ykkar.

Þó ég sé ekki læknismenntaður, greini ég örlítil vistkvíðaeinkenni hér. Spurning um að fá "second opinion" hjá fagmanni?

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2010 kl. 15:34

20 identicon

Gunnar, Vilhjálmur og Kristinn, hvernig stendur á að þið komið alltaf og bullið um eitthvað sem þið hafið ekki rannsakað. Mig langar bara að sjá einhverjar rannsóknir eftir ykkur, en ekki þetta endalausa bull um að þið vitið alltaf betur en þeir sem eru að rannsaka þett. Þið eruð týpiskir miðaldra íslenskir karlar sem halda alltaf að þeir vita mest og best.

Þessi súrefnisskortur er meðal annars komin vegna gríðalega næringarefna sem berast í sjóinn og mengunar. Einnig er búið að sýna fram á að hafið er að súrna og við það minnkar súrfefnismagn.

albert (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 15:38

21 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar:

Fullyrðingar þínar um loftslagsmál standast enga skoðun, það hefur marg sýnt sig og enn síður sjúkdómsgreining þín...en ég læt það ekki hafa áhrif á mig eða heilsu mína þó það ekki standi steinn yfir steini í fullyrðingum þínum :)

Hverjar eru annars fullyrðingar þínar, aðrar en að við séum með hugsanlegan "vistkvíða"...? Ég hef ekki áttað mig á því hvaða gögn þú ert að vitna í, því frá mínum bæjardyrum séð eru þínar fullyrðingar bara innihaldslausar staðhæfingar..!

En við munum halda okkar striki, hvað sem líður þessum innihaldslausu staðhæfingum ykkar félaga, Gunnar, Kristinn og Vilhjálmur, svo einhverjir séu nefndir til sögunnar :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.12.2010 kl. 16:40

22 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég hef í sjálfu sér ekki mikið að bæta við það sem að ofan er talið. En þar sem bæði Gunnar og Kristinn eru á móti reikningum og tölvulíkönum, þá má benda á að í yfirlýsingu þeirri sem bent er á í þessari færslu (sjá Yfirlýsing frá breska Jarðfræðafélaginu) þá kemur eftirfarandi fram: 

Yfirlýsingin byggir þannig á gögnum jarðfræðinnar, en ekki á nýlegum  hitastigsmælingar við yfirborð eða með gervihnöttum, né byggir yfirlýsingin á loftslagslíkönum.

Höskuldur Búi Jónsson, 1.12.2010 kl. 19:02

23 Smámynd: Kristinn Pétursson

Til Svatla og Alberts:

Hugmyndin er bara að halda í vonina að geta rætt við ykkur á jafnréttisgrundvelli - án þess að fá eitthvert hrokafullt yfirlæti um að ný og önnur sjónarmið - byggða á XX röksmedum  - sé eitthvað verra innlegg í umræðuna - en eitthvað annað.

Svo spurning Alberts - hvað ég hafi "rannsakað" - ég hef t.d. rannsakað gögn Hafrannsóknarstofnunar  - frá árinu 1988  og það er gífurlegur rannsóknargrunnur

Vandinn er sá - að gögnin benda til annarrar niðurstöðu en stofnunin sjálf boðar. - vaxtarhraði smáþorsks fellur við friðun - nýliðun versnar og dánartíðni viðist hækka töluvert.

Samt er haldið áfram  - með sömu kenninguna - þrátt fyrir að allir mælar sýni að stefnan sé röng.....

Af þessari ástæðu - er ég frekar  hvekktur og tortryggin út í svona "vísindi".

Ég verð svo næstum jafn tortryggin (ápari) út í  allar heimsendaspár  um "hnattræna hlýnun" ...

... vegna þess að hvoru tveggja "vísindin" - eru einhvers konar "tískuvísindi" - það er í tísku (meirihluta fjölmiðla) að hafa þessar skoðanir - og mannsskepnan er þannig gerð - að menn vilja endilega vera í "stóra liðinu"... þar eru fleiri tækifæri - fleiri kokteilboð - og meiri fjárhaglegir möguleikar á að "koma sér á framfæri" - sem "gildur limur" í félagsskapnum....

Ég er gamla staðfasta týpan - sem er ekki til í að svíkja föðurlandi með því að sleikja mér upp við tískuvísindi sem virðast  að einhverju leyti sýndarmennska - en að hve miklu leyti - hef ég ekki áttað mig á hvað varðar þessa meintu "hlýnun" - en mér finnst líklegt að 70% leyti sé þetta ýkjur - en hugsanlega 30% byggt á staðreyndum - sem enn hafa þó ekki verið staðfestar þannig að það dugi mér...

Ég ég lofa að fylgjast vel með - með jákvæðu hugarfari..... og vona að þið gerið það sama - á hinn bóginn... kv KP

Kristinn Pétursson, 2.12.2010 kl. 12:19

24 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kristinn:

Það ber að taka það fram að við erum ekki að boða neinar "heimsendaspár", þannig að það þýðir ekkert að demba því á okkur og það án frekari röksemda... Við erum tiltölulega bjartsýnir, þó svo við leyfum okkur að benda á að þetta sé ógn, enda samband gróðurhúsalofttegunda og hitastigs þekkt, hvað sem þú heldur sjálfur, Kristinn. Við erum einnig duglegir að benda á lausnir, ég ráðlegg þér að skoða það einnig.

Við í ritstjórn loftslag.is, erum að benda á alvöru vísindagögn máli okkar til stuðnings, hefur ekkert með tísku að gera, þó svo þú teljir þig sannfærðan um það. Við erum af þeirri manngerð sem viljum skoða gögn með gagnrýnni hugsun, það á bæði við um rannsóknir og mælingar vísindamanna á loftslaginu og fullyrðingar "efasemdarmanna" um að allt sé í stakasta lagi... Það hefur skilað sér í því að við teljum engar líkur á því að innihaldslausar staðhæfingar og fullyrðingar þeirra sem afneita vísindum, um að t.d. aukning gróðurhúsalofttegunda hafi ekki áhrif á hitastig, geti staðist. Ég ráðlegg þér að skoða t.d. mýturnar með opnum huga, þar er í mörgum tilfellum útskýrt hvers vegna ýmsar röksemdir "efasemdarmanna" standast ekki skoðun.

Hvað þú telur þig vita og ekki vita varðandi fiskifræðina er ekki til umfjöllunar hér, Kristinn!

Kristinn, að lokum skoðaðu fyrstu athugasemd þína hér að ofan enn og aftur og spurðu sjálfan þig að því loknu, þeirrar gagnrýnu spurningar hvort það falli undir þínar eigin hugmyndir um "vandaða þjóðmálaumræðu", sem þú talar um á eigin bloggsíðu..?

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 12:42

25 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Manni flökrar við þessu yfrlæti.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 15:34

26 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jæja Gunnar, það er annars merkilegt, að alveg sama hvernig við svörum ykkur, þá er hætt við að maður fái svona heimskuleg ónot, eins og þú hendir fram, í höfuðið. Reyndu nú að vera aðeins málefnalegri en að falla í þennan fúla pytt, Gunnar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 15:47

27 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

PS. Gunnar:

Þú ættir að skoða þína aðkomu að athugasemdum hér á þessari síðu, þetta er eins og skæruhernaður... Þú kemur með einhverjar athugasemdir, sem við svörum af yfirvegun, og hvað fáum við í staðinn, jú bara heimskulegar pillur og ónot (eins og þín síðasta athugasemd, 15:34)...

Reyndu nú að róa þig niður karlinn og taka þig saman í andlitinu og reyna að nálgast málin málefnalega. Þín nálgun virðist byggjast á einhverjum persónulegu stríði við okkur persónulega, slakaðu nú á og hættu þessu bulli Gunnar. Við erum boðnir og búnir að svara málefnalegum spurningum, en það er fyrir neðan allar hellur að þú ætlir að eiga í einhverju ómálefnalegu stríði við okkur persónulega.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 15:58

28 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekkert stríð af minni hálfu. Mér blöskraði bara svar ykkar til Kristins Péturssonar

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 16:51

29 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar, lastu athugasemd Kristins Péturssonar? Báðar kannski, væri fínt hjá þér að lesa þær aftur og kannski líka mitt málefnalega svar í stað þess að vera með þessar persónulega stríð á hendur okkur.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 16:55

30 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hér er smá úrdráttur úr fyrri athugasemd Kristins, sem að Gunnari þykir greinilega vera hið besta mál og væntanlega málefnalegt og án allra fordóma...

"Rétttrúnaðarmenn"

allt fari til andskotans - ef þeir fá ekki að ráða....

"villutrúarmenn"... í augum (heilaþveginna?) heila "rétttrúnaðarmanna"..

"Rétttrúnaðarmenn" virðast helst vilja brenna villutrúarmenn báli "reiknaðrar vanþekkingar þeirra"....

"vér einir vitum" skín í geng um boðskap "rétttrúnaðarmanna"...

Þú Stalín væri talinn galinn - var samt aldri svo hrikalega galinn - að hann leiti reikna útáætlanabúskap neðansjávar

Þetta er ómálefnalegt að mínu mati.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 17:23

31 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hér er svo úrdráttur úr athugasemdum Gunnars Th. Gunnarssonar, til að hafa það með líka:

...viðvarandi vanlíðan sem kallar jafnvel á einhver lyf...

Mér hefur reyndar yfirleitt fundist að reynt sé að gera lítið úr manni, ef maður dirfist að spyrja einhvers hér

- [þess ber að geta að við höfum reynt að svara öllum spurningum Gunnars, sem settar eru upp sem spurningar og reynt að nálgast allan hans málflutning málefnalega]

"vistkvíðasjúklinga"

...bölsýnið og vistkvíðinn byr undir báða vængi...

Þegar vistkvíðasjúklingurinn uppgötvar að meirihluti fólks [...] örvæntingafullur og reiður

"Vistkvíði" er viðurkenndur sjúkdómur hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni

...yfirþyrmandi örvinglan yfir hugsanlegum örlögum náttúrunnar.

...upphrópunarstílinn...

...greini ég örlítil vistkvíðaeinkenni hér [...] fá "second opinion" hjá fagmanni?

Manni flökrar við þessu yfrlæti

...blöskraði bara svar ykkar...

En þetta virðumst við þurfa að lifa við, af því að við völdum að taka þátt í þessari umræðu. En það má kannski benda á þessa vitleysu, þetta nær engri átt að fólk helli sér bara yfir okkur með persónulegum svívirðingum og láti svo bara sem við séum dónar fyrir að dirfast að svara fyrir okkur...

Ég ráðlegg lesendum að skoða nálganir þeirra Gunnars og Kristins í athugasemdum hér.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 17:29

32 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er  það slæmt að fá fræðslu og fróðleik um nýskilgreindan sjúkdóm Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 17:55

33 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Gunnar: Lestu sjálfan þig krítískt - ef þú getur.

Höskuldur Búi Jónsson, 2.12.2010 kl. 18:47

34 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar:

Þegar þú ýjar að því að skilgreindir aðilar séu með sjúkdóminn og það kemur ekki efninu við, þá er svarið já.

En ef þú hefur efnislegar spurningar varðandi pistilinn hér að ofan, þá er þér velkomið að koma þeim að. En svona ómálefnaleg vitleysa eins og þú ert búinn að koma fram með í athugasemdum er ekki svara verð og bara helber dónaskapur að þinni hálfu Gunnar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 18:52

35 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er nebblega það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 18:55

36 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

... en það kemur samt efninu við  (hún snýst samt)

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 18:56

37 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar, þú hættir ekki bullinu, jæja, ég átti svo sem ekki von á því...

PS. Þú veist að það var alvöru vísindamaður (Galileo Gallilei) sem á að hafa sagt þessa setningu (eitthvað á þennan vegin, "Hún snýst samt"), sjá nánar Galileo affair. En þetta gerðist einmitt eftir að afneitunarsinnar kirkjunnar höfðu dæmt hann fyrir að stunda rannsóknir sem stóðust tímans tönn... Ég held að þú eigir ekkert að vera að líkja sjálfum þér við Galileo, þú átt frekar heima í hópi þeirra sem afneita vísindunum (eins og kirkjan á sínum tíma), Gunnar.

Reyndar merkilegt að þú virðist ekki sjá það sjálfur að "röksemdir" (ef einhverjar aðrar en persónulegt skítkast) þínar standast engan vegin skoðun...

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 19:13

38 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú ert ekki dómbær á það, svatli

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 19:21

39 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar, telur þú þig vera dómbær á það? Þú afneitar heilli vísindagrein, kemur ekki með röksemdir fyrir máli þínu, bendir ekki á heimildir til að styðja mál þitt, ræðst að okkur persónuleg og er dónalegur, svo eitthvað sé nefnt.

Ef þú hefur minnsta áhuga á að nálgast þína nálgun við efnið efnislega, þá fagna ég því og hvet þig til að koma með þína bestu röksemd (án þess að vera með persónulegt skítkast) og við skulum ræða málin á þeim nótum. Ef ekki þá ertu ekki marktækur í umræðunni, Gunnar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 19:26

40 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú ert greinilega ólæs Svatli. Hvenær hef ég afneitað "heilli vísindagrein".

Þú ert greinilega bjáni og ekkert annað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 20:41

41 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þú veist greinilega ekki hvenær þú átt að hætta Gunnar :)

Ertu að segja að þú afneitir ekki loftslagsvísindunum og teljir sem sagt að aukning gróðurhúsalofttegunda hafi áhrif á hitastig (og þar með loftslag) og að aukning CO2 í andrúmslofti sé af mannavöldum, ef svo er þá er það bara skref í rétta átt og hið besta mál að þú sért farinn að átta þig. Þú hefur þó ekki hagað orðum þínum á þann hátt að hægt sé að skilja á annan hátt en að þú teljir þetta bara bull, þrátt fyrir þær rannsóknir og mælingar sem vísindamenn stunda.. sem sagt er ekki hægt að skilja orð þín og gerðir á annan hátt en að þú afneitir loftslagsvísindunum.

Annars er svona persónulegt skítkast þeim verst sem það stundar, Gunnar, prófaðu að spá í það Gunnar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 21:05

42 Smámynd: Kommentarinn

Ég hef aldrei séð Gunnar svara neinu málefnalega ever.. t.d. að vísa í gögn. Bara útúrsnúningar og kjánalegheit.

Kommentarinn, 2.12.2010 kl. 23:43

43 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er "kommentarinn" nýtt blogg hjá þér, Svatli?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2010 kl. 01:01

44 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kommentarinn, ég hef mjög sjaldan séð Gunnar svara neinu málefnalega...sjá t.d. svar hans síðan í nótt sem dæmi um ómálefnaleg kjánalegheit.

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.12.2010 kl. 07:59

45 identicon

Svatli, hættu nú að láta Gunnar "trolla" þig.

http://en.wikipedia.org/wiki/Troll_(Internet)

Tryggvi (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 14:44

46 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir hugulsemina Tryggvi, en ég hef valið að svara honum, og það er alveg ljóst að hans framganga hérna er upplýsandi varðandi hans "þekkingu" á þessum málum. Þetta smá kvabb Gunnars, hefur engin áhrif á mig, en takk fyrir að benda á þetta, Tryggvi. Stóra spurningin er svo kannski hver er að "trolla" hvern í þessu tilfelli ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.12.2010 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband