NASA - Hlýjasti nóvember frá upphafi mælinga

Nóvember s.l. var hlýjasti nóvembermánuður frá upphafi mælinga samkvæmt tölum frá NASA GISS. Einnig var tímabilið desember 2009 til nóvember 2010 það hlýjasta samkvæmt sömu tölum, sjá myndina hér undir.

Hér undir má svo sjá hvernig hitafrávikin á heimsvísu voru fyrir mánuðinn. Þrátt fyrir kulda, m.a. í hluta Evrópu, þá mælist hitastigið í hæstu hæðum, en eins og sjá má er hitastig nokkuð hátt í norðurhluta Asíu svo og í Alaska og Kanada í mánuðinum og hefur það haft áhrif á niðurstöðuna.

Það er því enn opið fyrir að árið endi sem það hlýjast síðan mælingar hófust, samkvæmt NASA, sjá vangaveltur varðandi þann möguleika í gestapistli eftir Halldór Björnsson, Og árið verður…

Heimildir:

Tengt efni á loftslag.is:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Smá ábending.

Samkvæmt NOAA þá var nóvember 2004 hlýrri en nýliðinn nóvember.   Nóvember árin 2005 og 2001 var álíka hlýr.


(ftp://ftp.ncdc.noaa.gov/pub/data/anomalies/monthly.land_ocean.90S.90N.df_1901-2000mean.dat)




2010: 0,6943
2004: 0.7247
2005: 0.6817
2001: 0.6461

 

 

Ágúst H Bjarnason, 18.12.2010 kl. 08:03

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir þetta Ágúst:

Það virðist einmitt, stundum muna smá á milli NOAA og NASA. En það breytir í sjálfu sér ekki þeirri staðreynd hvað tölur NASA sýna. Við bíðum enn eftir skýrslu NOAA fyrir nóvember, en ef þetta er niðurstaðan, þá hefur hitafrávikið hjá NOAA líka hækkað frá október mánuði og þar með gert ársmetið aðeins líklegra, sjá vangaveltur Halldórs varðandi það Og árið verður…, í athugasemd við þá færslu sagði Halldór eftir að tölurnar fyrir október komu í hús:

Benda má á að í dag (22 nóv) komu ný gögn og þ.m.t hitatölur fyrir október. Hitafrávik október er einmitt 0.53 sem er það sem þarf að meðaltali fyrir næstu tvo mánuði til að árið verði metár…..

Samkvæmt þessu þá þarf desember að hrapa til að árið verði ekki metár, sem getur í sjálfu sér alveg gerst, en nú sjáum við til...

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.12.2010 kl. 08:51

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason



Sælir aftur.    Hér kemur meiri leikur að tölum:



Samkvæmt niðurstöðum mælinga frá gervihnöttum (UAH utgáfan) voru nóvember 2009 og 2005 hlýrri en sá nýliðni.


http://vortex.nsstc.uah.edu/

http://vortex.nsstc.uah.edu/data/msu/t2lt/uahncdc.lt

2000 12  0.04
2001 11  0.28
2002 11  0.36
2003 11  0.33
2004 11  0.26
2005 11  0.42
2006 11  0.30
2007 11  0.17
2008 11  0.28
2009 11  0.50
2010 11  0.38


 ---



Samkvæmt niðurstöðum mælinga frá gervihnöttum (RSU útgáfan) voru nóvember 2009, 2005, 2003 og 2001 hlýrri en sá nýliðni.

http://www.remss.com/


ftp://ftp.ssmi.com/msu/monthly_time_series/rss_monthly_msu_amsu_channel_tlt_anomalies_land_and_ocean_v03_2.txt

2000 11    0.021
2001 11    0.331
2002 11    0.306
2003 11    0.366
2004 11    0.263
2005 11    0.363
2006 11    0.240
2007 11    0.131
2008 11    0.216
2009 11    0.328
2010 11    0.312

(Talan 11 eftir ártalinu táknar nóvember).

---





Ef við nú skoðum hitatölurnar frá NASA sem pistillinn fjallar um, þá kemur í ljós:


Janúar var kaldari en 2007, 2005 og 2002.

Febrúar var kaldari en 1998.

Mars var kaldari en 2002.


Apríl var sá hlýjasti frá upphafi mælinga.

Maí var kaldari en 1998.

Júní var kaldari en 2009, 2006, 2005, og 1998.

Júlí var kaldari en 2009, 2008, 2007, 2005, 2003, og 1998.

Ágúst var kaldari en 2009, 2006, 2005, 2003, og 1998.

September var kaldari en 2009, 2006, 2005 og 2003.

Október var kaldari en 2005 og 2003.

Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi mælinga.

-

(Vona að þetta sé rétt hjá mér, en tölurnar sem verið er að skoða eru margar og auðvelt að fipast. Ég vísa því til frumheimilda hjá viðkomandi stofnun til öryggis)
.

---

Eiginlega finnst mér árið 2010 ekki vera neitt spes, sérstaklega þegar tekið er tillit til óvenjulegs El-Nino, þess mesta sem verið hefur á þessari öld. 

Svona talnaleikur getur verið fróðlegur, en maður verður að gæta sín á að oft eru aukastafirnir hálfgerð markleysa. Það er varla vit í hitamælingu lofthita jarðar upp á 1/100 úr gráðu, hvað þá 1/1000.

Þetta er þó bara mitt mat og auðvitað líta aðrir öðruvísi á málið, og auðvitað er það í góðu lagi.

Ágúst H Bjarnason, 18.12.2010 kl. 09:18

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég gleymdi að vísa í NASA gögnin:


http://data.giss.nasa.gov/gistemp/tabledata/GLB.Ts+dSST.txt

Ágúst H Bjarnason, 18.12.2010 kl. 09:20

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir þetta Ágúst, en ekki er ég sammála þér um að 2010 sé "ekki neitt spes", árið gæti orðið það hlýjasta fá upphafi mælinga í fleiri en einni gagnaröð (hugsanlega bæði NASA og NOAA), sem virðist frekar gerast þegar El Nino er í gangi (nýliðin El Nino var t.d. bara meðalsterkur) - en hann hætti þó í sumar, en enn er hitastig tiltölulega hátt, miðað við að núna er La Nina ástand (sem yfirleitt lækkar hitastig og mun hugsanlega gera það á næstunni).

Annað sem er mjög athyglisvert þegar þú telur upp heitari mánuði en í ár, að það er næstum því alltaf mánuðir eftir aldamót (1998 kemur þó fyrir hjá þér), sem er í takti við það sem við höfum verið að segja, t.d. hér, 20 heitustu árin í heiminum frá 1880.

En ég myndi nú orða það sem svo að október hefði verið 3. hlýjasti, september sá 5. hlýjasti, maí sá næst hlýjasti, nóvember sá hlýjasti o.s.frv., samkvæmt NASA, en þú sérð þetta kannski á annan hátt Ágúst.

En þetta segir okkur nú svart á hvítu að hitastig er og hefur verið hátt á undanförnum árum, takk fyrir að undirstrika það Ágúst.

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.12.2010 kl. 09:40

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

Það er merkilega hlýtt miðað við að frekar sterk La Nina er ríkjandi þessa stundina.

http://www.bom.gov.au/climate/enso/

Hörður Þórðarson, 18.12.2010 kl. 18:16

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hörður, ég tek undir það, ég átti persónulega ekki von á að nóvember mældist þetta hlýr, átti frekar von á að hitafrávikið yrði lægra.

Tengillinn þinn vísaði ekki á þann stað sem til stóð, en hér undir er virkni tengilsins rétt:

http://www.bom.gov.au/climate/enso/

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.12.2010 kl. 22:23

8 identicon

Hvað hefur þessi pistill að gera með loftslag?

Eru veðurathuganir núna orðnar loftslag?

Finnur (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 10:13

9 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur:

Er meðalhitastig Jarðar núna orðið veðurathuganir..? Þetta er allavega mjög opin skilgreining á veðurlagi hjá þér...

En þetta er eitt af því sem við skoðum á loftslag.is, það sama á við um útbreiðslu hafís og fleira sem okkur dettur í hug að tengjist loftslagi Jarðar á einhvern hátt, sjá t.d. mánaðargögn. Hitt er svo annað mál að ritstjórn getur ákveðið að fjalla um fleira en bara loftslag, svo það sé á hreinu Finnur :)

Gott dæmi um færslu sem hefur ekkert með loftslag að gera, er t.d. Ljóshraði, Einstein og skammtafræði – Föstudagsfróðleikur...mjög fróðlegt :)

Finnur, viltu vinsamlega kynna þér nánar hvað við fjöllum um og hvernig, áður en þú gerir athugasemdir við nálgun okkar á loftslag.is.

Sveinn Atli Gunnarsson, 19.12.2010 kl. 10:47

10 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Finnur: Þetta er deja vu - mig minnir að nafni þinn (vinur og sálufélagi) Finnur Hrafn hafi einmitt komið með slíka athugasemd.

Ég myndi segja að tölfræðilegar upplýsingar um breytingar á veðurfari væru einmitt það - upplýsingar um loftslag og loftslagsbreytingar. 

Höskuldur Búi Jónsson, 19.12.2010 kl. 10:49

11 identicon

Hér er skilgreining á loftslagi:

"...loftslag er tölfræðileg lýsing á veðurfarslegum þáttum þegar til lengri tíma er litið (oft notast við 20-30 ára tímabil)"

Hitastig í nóvember fellur vart undir þessa skilgreiningu.

Finnur (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 12:28

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur, meðalhitastig á Jörðinni í nóvember er hluti þeirra gagna sem safnað er yfir lengri tíma, eigum við kannski að bíða í 30 ár með að segja frá hitastiginu í nóvember í ár..? Ekki vera svo pirraður yfir þessum upplýsingum að þú getir ekki hugsað rökrétt Finnur :)

Hitt er svo annað mál að við stjórnum þeim upplýsingum sem við teljum áhugaverðar fyrir loftslag.is og svo verður áfram...hvað sem þínum útúrsnúningum líður Finnur...

Sveinn Atli Gunnarsson, 19.12.2010 kl. 12:48

13 identicon

"...eigum við kannski að bíða í 30 ár með að segja frá hitastiginu í nóvember í ár."

 Ef þið eruð að fjalla um loftslag, og ykkur er umhugað um að lesendur þessa bloggs skilji mismunin á veðri og loftslagi, þá ættuð þið ekki að fjalla um veður -- án þess að útskýra samhengið.

Það að hitastig GISS fyrir nóvember sé það hæsta frá upphafi mælinga, segir ekki meir um loftslag en aðrar upplýsingar um veður í nóvember.

Finnur (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 13:23

14 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur, það er samhengi á milli hitastigsins í nóvember, þegar hann er borin saman við hitastig í nóvember áður, þetta sýnir ákveðna þróun. En hefur þú ekkert til málanna að leggja nema heimskulega útúrsnúninga Finnur? Mér er spurn...

Sveinn Atli Gunnarsson, 19.12.2010 kl. 13:26

15 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Finnur (IP):

Þú ert ekki alveg að skilja þetta. Þegar við upplifum einstakt veðurfyrirbæri eins og hitabylgju eða háan meðalhita eins mánaðar er það til marks um loftslagsbreytingar og skelfilega hlýnun af mannavöldum.

Á hinn bóginn þegar við upplifum kuldakast eða lágan meðalhita eins mánaðar telst það til veðurs og er ekki marktækt í umfjöllun um loftslag eða hlýnun af mannavöldum.

Að þekkja muninn á þessu tvennu er bráðnauðsynlegt til að skilja umræðu um loftslagsmál og hlýnun af mannavöldum.

Finnur Hrafn Jónsson, 19.12.2010 kl. 15:40

16 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur Hrafn, þú virðist nú ekki skilja þetta heldur, nema þetta sé einhver Finnssnúningur hjá þér ;)

Það er fróðlegt að fylgjast með þróun hitastigs og hvernig hitastigið t.d. í nóvember er í samanburði við aðra nóvember mánuði. Þar fyrir utan þá höfum við ekki reynt að tengja einstök veðurfyrirbæri við loftslagsbreytingar almennt, hvorki kuldum né hita, heldur reynt að líta á þetta í stærra samhengi og t.d. litið á leitni hitastigs (t.d. leitni hitastigs eftir árum eða mánuðum sem er og hefur verið upp á við, þrátt fyrir einhverjar náttúrulegar sveiflur eins og gengur og gerist). Þannig að þínar fullyrðingar, Finnur Hrafn, um að við tökum einstök veðurfyrirbrigði eins og hitabylgjur sem dæmi um "skelfilega hlýnun af mannavöldum", segir mér að þú hafir ekki kynnt þér hvernig við nálgumst hlutina á loftslag.is.

En við tökum okkur það bessaleyfi að benda á það þegar einhverjir hafa haldið því fram að t.d. kuldakast á href="http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1126417/">Bretlandseyjum eða í Evrópu sé til merkis um kólnun, en á sama tíma er meðalhitastig á heimsvísu í hæstu hæðum.

En þið félagar Finnur og Finnur virðist vera annt um að snúa út úr þessu, sjálfsagt miklir sálufélagar í þessum miklu útúrsnúningum ykkar :)

En eins og ég hef nefnt áður, þá stjórnum við því hvernig við segjum frá efni tengdu loftslagsmálum á loftslag.is og ef ekki má segja frá stöðu meðalhita í heiminum, þá er nú fokið í flest skjól. En okkur er svo sem sama hvernig ykkur félögunum Finni eða Finni líkar það...kannski við ættum bara að fara að kalla þessa útúrsnúninga ykkar sálufélaganna Finnssnúningana :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 19.12.2010 kl. 16:02

17 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Eitthvað misfórst tengillinn á pistilinn um kuldakastið á Bretlandseyjum í síðustu athugasemd minni, svona er þetta rétt:

En við tökum okkur það bessaleyfi að benda á það þegar einhverjir hafa haldið því fram að t.d. kuldakast á Bretlandseyjum eða í Evrópu sé til merkis um kólnun, en á sama tíma er meðalhitastig á heimsvísu í hæstu hæðum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 19.12.2010 kl. 16:07

18 identicon

Eru ekki niðurstöður GISS annars niðurstöður líkans?  Mælingar eru settar inní líkan til að áætla meðalhita-frávik.

Er ekki eðlilegt setja vara við áætlun frá ramm-pólitísku apparati eins og GISS, og taka frekar mark á hefðbundnum veðurfréttum þegar þegar maður spáir í hvernig hitastig hafi verið í nóvember.

Finnur (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 06:23

19 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Finnur:

Þú ert haldinn þeirri meinloku að loftslagslíkön séu óáreiðanleg, sem er fjarri lagi  (sjá Eru loftslagslíkön óáreiðanleg?)

Einnig virðist þú halda að kenningar um hnattræna hlýnun standi og falli eftir því hvernig loftslagslíkön benda, mikill misskilingur (sjá Yfirlýsing frá breska jarðfræðafélaginu um loftslagsbreytingar).

Þá virðist þú halda því fram að tölur frá GISS séu ekki mark takandi á. Á það skal bent að allar helstu mælingar hitastigs á Jörðinni sýna sambærilega niðurstöðu, þó lítilsháttar breytileiki sé á milli þeirra um hvaða ár sé heitast, hvaða mánuðir séu heitastir o.sv.frv - þá er leitni hitastigs svipað (sirka 0,15-0,18 °C á áratug ef ég man rétt). Hér fyrir neðan er mynd frá Tamino sem sýnir hitastig hnattrænt út frá flestum aðalhitaferlum sem í gangi eru:

 http://tamino.files.wordpress.com/2010/12/5t.jpg

Höskuldur Búi Jónsson, 20.12.2010 kl. 08:48

20 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur, Höski er búinn að svara þér ítarlega með því að benda þér á að allar helstu gagnaraðirnar sýna nokkvurnvegin það sama.

Mig langar aftur á móti að benda þér á að það er ekki heil brú í síðustu athugasemd þinni Finnur, þar sem þú segir m.a. eftirfarandi:

Er ekki eðlilegt setja vara við áætlun frá ramm-pólitísku apparati eins og GISS, og taka frekar mark á hefðbundnum veðurfréttum þegar þegar maður spáir í hvernig hitastig hafi verið í nóvember.

Fyrst þá gerirðu ráð fyrir því að þeir sem sjá um að mæla, safna saman og vinna gögnin séu rammpólitískir, sem hlýtur að vera vegna þess að mælingar stangast á við þína hugmyndafræði sem kannski byggir á einhverri pólitík...fáránleg fullyrðing hjá þér. Hitt er svo annað að það eru margar gagnaraðir sem sýna það sama, samanber athugasemd Höska, en það er náttúrulega eitt stórt (pólitískt) samsæri eða hvað???

Svo kemur næsta skrítna atriði þar sem þú spyrð hvort að við eigum ekki bara að taka mark á hefðbundnum veðurfréttum þegar hitastig í nóvember er skoðað??? Ég spyr á móti, hver á að safna saman gögnunum? Þú kannski? Eigum við að horfa á einhverjar sérstakar veðurfréttir, eða bara þær sem henta pólitískri hugmyndafræði þinni? Hvaða veðurfréttir eru "réttar" pólitískt séð - skipta persónur máli þar? Hvernig heldur þú að gögnum sé safnað yfirhöfuð í dag, ef ekki m.a. í gegnum veðurstofur heimsins? Það er t.d. nokkuð ljóst að Veðurstofan á Íslandi tekur þátt í söfnun gagna! En þeir eru kannski pólitískir leppar loftslagsvísindamanna :D

Það sem er hrópandi pólitískt í sambandi við loftslagsfræðin, er afstaða þín til þeirra, Finnur.

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.12.2010 kl. 10:33

21 identicon

"Fyrst þá gerirðu ráð fyrir því að þeir sem sjá um að mæla, safna saman og vinna gögnin séu rammpólitískir,..."

Þið hljótið nú að viðurkenna að Hansen sinnir ansi mörgum hlutverkum hjá GISS, til viðbótar því að vera mjög pólitískt virkur.  Mér sýnist hann vera bæði mikilvægur höfundur í loftslagslíkani GISS ásamt líkaninu til að áætla meðalhita-frávik jarðarinnar -- þ.e. hann er bæði kóngur og prestur

"Ég spyr á móti, hver á að safna saman gögnunum [hitastigi]?"

Ég hefði haldið að það væri nokkuð augljóst.  Veðurfræðingar hljóta að vera hæfastir til að safna saman og birta gögn um hitastig.  Ég held að það myndi auka tiltrúna á loftslagsvísindi ef þeir héldu sig við líkanagerð, en létu veðurfræðinga um að meta nákvæmni þeirra.

Það þarf ekki annað en að skoða veðurstöðvamynd GISS með 250 km jöfnun til að gera sér í hugarlund hversu erfitt það hlýtur að komast að sannfærandi meðal hita-fráviki jarðar (neðri myndin):


Frávikið spannar heil 17 stig, þ.e. frá -4,6 til hvorki meir né minna en 12,5 stigum (hversu áræðanlegar eru mælingar frá Mið-Asíu og Austur-Síberíu).  En samt komast þeir að fráviki sem er einungis 0,06 gráðum frá 2009.

Og þegar verkefnið að fylla inní eyðurnar er falið loftslagsvísindamönnum, þeim sömu og hafa smíðað líkön sem segja að hitastigð fari vaxandi, og þeir smíða síðan líkön til að fylla inní eyðurnar, þá er ég ekkert hissa að þetta falli allt eins og flís að rass.

Finnur (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 12:31

22 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur:

Þú hunsar algerlega þá staðreynd í þessum fabúleringum þínum að aðrar gagnaraðir (HadCRUT, NCDC, UHA, RSS) sýna fram á það sama og GISS. Þú ert algerlega ómarktækur í þessari umræðunu um loftslagsvísindi, enda skilur þú ekki hvað liggur að baki þeim og lætur pólitíska hugmyndafræði sjálfs þíns flækjast fyrir þér. Hansen er bara einn maður með skoðanir (er bannað í þínum heimi að hafa skoðanir - ekki virðist mér þú sitja á þínum allavega?), en eru allir veðurfræðingar lausir við pólitískar skoðanir og þar með marktækir fyrir þína hugmyndafræði - eða þyrfti að flokka þá eitthvað nánar? - Reyndar kom það fram áðan að veðurfræðingar taka líka þátt í söfnun og vinnslu gagna...

Þú ert að afneita heilli vísindagrein og gera því í skónna að það sé uppi samsæri vísindamanna vegna þess að mælingar og rannsóknir, allra sem safna gögnum stangast á við hugmyndafræði þína...en það er svo sem ekkert nýtt í að þú afneitir vísindunum, það hefur marg oft komið fram í athugasemdum hér. En ef þú ætlar bara að fullyrða um óheiðarleika vísindamanna, þá verður þú að færa betri rök fyrir máli þínu en svona fabúleringar sem sýna fyrst og fremst fram á algert þekkingarleysi þitt, Finnur. Reyndu nú að spyrja sjálfan þig gagnrýnina spurninga í stað þess að opinbera algert þekkingarleysi þitt hér.

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.12.2010 kl. 13:05

23 identicon

"Þú hunsar algerlega þá staðreynd í þessum fabúleringum þínum að aðrar gagnaraðir (HadCRUT, NCDC, UHA, RSS) sýna fram á það sama og GISS."

Sýna allar þessar gagnaraðir sömu tölulegu niðurstöðu á fráviki meðalhita í nóvember, þ.e. sýna þær allar 0,74 gráður?

"Reyndu nú að spyrja sjálfan þig gagnrýnina spurninga í stað þess að opinbera algert þekkingarleysi þitt hér."

Afhverju reynir þú ekki að bæta úr þessu algjöra þekkingarleysi mínu með því að svara einhverjum af þeim athugasemdum sem ég setti inn hér að ofan.

T.d.:

Frávikið spannar heil 17 stig, þ.e. frá -4,6 til hvorki meir né minna en 12,5 stigum, hversu áræðanlegar eru mælingar frá Mið-Asíu og Austur-Síberíu?

Með fráviksskala uppá 17 gráður, hvernig komast þeir að meðal fráviki sem er einungis 0,06 gráðum frá 2009?

Finnur (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 14:50

24 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gagnaraðirnar sýna sömu heildarniðurstöðu, þó svo einhver einstök tölugildi séu ekki þau sömu...Höski var búinn að benda þér á það, ekki vissi ég að ég þyrfti að endurtaka allt fyrir þig...

Ég nenni ekki að svara útúrsnúningum, enda virðist þitt markmið bara vera að trufla umræðuna með þessum útúrsnúningum, það kemur allavega ekki mikið af viti frá þér. Reyndu nú að kynna þér málin (ef þú hefur snefil af áhuga), það er hægt á ýmsan hátt, m.a. lesa sér til um efnið, það er til margt um það t.d. á þessum tengli (passaðu þig samt, þetta er efni frá samsærisköllunum hjá NASA :D ) http://data.giss.nasa.gov/gistemp/.

Þú gætir líka prófað að gúgla eitthvað um tölfræði, það gæti svarað eitthvað af þínum spurningum, þar sem þú telur (án þess að þekkja til) að vísindamenn stundi falsanir, byggt á því að þú skilur ekki fræðin...

Annars breytir engu hverju ég svara (til hvers er ég eiginlega að því við þig, það skil ég ekki sjálfur), þar sem þú (Finnur) munt alltaf reyna að snúa út úr hlutunum á þinn hátt, að venju ;) - En ok, ef þú vilt opinbera þekkingarleysi þitt hérna, vertu velkominn, en ekki ætlast til þess að við svörum öllu sem þú veist ekki hið minnsta um...prófaðu að kynna þér málin áður en þú fullyrðir um svindl og falsanir af því að þér líkar ekki niðurstaðan.

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.12.2010 kl. 15:15

25 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur:

Svona til að hjálpa þér aðeins meira (why bother...), þá ætla ég að setja inn einföld dæmi sem þú getur svo skoðað:

1) 1 + 1,5 = 2,5 -> meðaltalið af þessum 2 tölum er 1,25 (erum við ekki sammála um það?)

2) 1 + 1,6 = 2,6 -> meðaltalið af þessum 2 tölum er 1,3 (erum við ekki sammála um það?)

Mismunurinn á þessum 2 meðaltölum er 0,05 - getum við ekki verið sammála um það? Hvað segir þetta okkur? Er mismunurinn ómarktækur af því að hann er "aðeins" 0,05 - þú virðist kjósa að segja það Finnur, samkvæmt þinni rökfærslu...

Tek það fram að þetta er mikil einföldun...en vísindamenn þekkja þó sín gögn og óvissuna í þeim gögnum, þó svo þú viljir hunsa þá staðreynd Finnur, af því að niðurstaðan er þér ekki ásættanleg...

Sveinn Atli Gunnarsson, 20.12.2010 kl. 15:45

26 identicon

"Gagnaraðirnar sýna sömu heildarniðurstöðu, þó svo einhver einstök tölugildi séu ekki þau sömu...Höski var búinn að benda þér á það, ekki vissi ég að ég þyrfti að endurtaka allt fyrir þig..."

Fljótt á litið sýnist mér sveiflan í línuritinu vera nálega 0,4 gráðum þarna í lok 2010.  Þannig að varla er hægt að nota það sem staðfestingu á því hversu rétt 0,74 gráðu GISS niðurstaðan er.

GISS notar væntanlega einhver hundruð, eða jafnvel þúsundir mæliniðurstöður (er hægt að nálgast þessar mælingar?).  Og þessar mæliniðurstöður sveiflast um 17 gráður.  Eftir að þessar tölur eru meðhöndlaðar í líkani GISS, þá er meðaltal þeirra aðeins 0,06 gráðum frá meðaltali 2009.  Var sveiflan í 2009 mælingunum líka 17 gráður?  Sýndu hitamælarnir í Mið-Asía og Austur-Síbería kannski "bara" 12,4 gráðu frávik 2009?

"...en vísindamenn þekkja þó sín gögn og óvissuna í þeim gögnum..."

Hversu vel þekkja loftslagsvísindamenn veðurfræði?

Finnur (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 23:26

27 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur:

Var einhver að segja að þessi línurit sem öll sveiflast nokkuð vel í takt staðfesti nákvæma tölu hjá GISS í nóvember 2010..? (náttúrulega ef þér hefði dottið í hug að skoða heimildina þá hefðirðu líka vitað að ferillinn nær til október 2010). En, ó nei, að venju þá ætlar þú að reyna að snúa út úr, það virðist vera þitt eina markmið hérna og þú gerir það að venju nú sem fyrr, án innihalds...

Auðvitað er hægt að nálgast mælingar og mæliraðir, þú getur prófað að leita sjálfur, eða bara klikkað á eftirfarandi tengla, þar sem hægt er að nálgast slatta af gögnum, http://www.realclimate.org/index.php/data-sources/ eða bara beint hjá GISS http://data.giss.nasa.gov/gistemp/station_data/. Var þér að detta það í hug fyrst núna að gögnin gætu verið til (þú ert búinn að saka vísindamennina um fals, en samt virðistu ekki hafa meira vit á þessu en svo að þú veist ekki að gögnin eru til), þér hafði kannski ekki dottið það í hug fyrr að hægt væri að nálgast gögnin??? Neibs, fullyrða og snúa út úr, það er þinn leikur, og saka vísindamenn um fals af því að þér persónulega fellur ekki við niðurstöður og mælingar vísindamanna.

Loftslagsvísindamenn þurfa ekki að vera sérfræðingar í veðurfræði, en það þurfa veðurfræðingar aftur á móti að vera, svo þetta er bara enn einn kjána útúrsnúningurinn hjá þér Finnur. Ef þú skoðar starfsheitin, þá segir þetta sig sjálft, það er, veðurfræðingur og loftslagsfræðingur, tveir sérfræðingar, hver á sínu sviði, en þeir geta þó unnið saman eins og fram hefur komið...en þú hefur náttúrulega ákveðið að hunsa það, af því að það passar ekki inn í þína hugmyndafræði Finnur...

Reyndar er ég alveg viss um að loftslagsfræðingar vita ansi mikið um veðurfræði, en spurningar um daglegt veðurfar, eru ekki þær sem loftslagsfræðingar þurfa að svara dags daglega, og spurningar sem veðurfræðingar þurfa að svara eru ekki endilega tengdar loftslagi til lengri tíma, meira að segja þú hlýtur að geta séð munin á þessu tvennu..?

Ef þú ætlar bara að snúa út úr því sem ég segi hér, án innihalds, þá skaltu ekki eiga von á svörum Finnur.

Sveinn Atli Gunnarsson, 21.12.2010 kl. 00:16

28 identicon

Ég er búinn að vera dunda aðeins í þessum gögnum, þakka þér krækjuna Svatli.

Það sem mér fannst stinga í stúf er þetta 12.5 gráðu frávik í Mið-Asíu og Mið-Síberíu (Mið- er líklega nákvæmara en Austur-).  Hitastigið á þessu svæði virðist hafa talsverð áhrif á meðal-frávik GISS.

Ef maður skoðar veðurstöðvamynd frá nóvember 2009, með 250 km jöfnun, þá spannar frávikið 18,5 gráðum, móti 17,1 í 2010 (meðal-frávik .85 móti .96).  Það sem er hinsvegar merkilegra að Mið-Síbería sýnir öfgarnar hinumegin á skalanum, þ.e. er -6,3 í nóvember 2009 móts við +12,5 í 2010.  Þannig að frávikið milli ára er 18,8 gráður.  2008 fer síðan aftur í sömu öfgar og 2010, í +8,4.
Þið þurfið að fara inná http://data.giss.nasa.gov/gistemp/maps/ til þess að fá þessar veðurstöðvamyndir.  Ég notaði 250 km jöfnun og "none" fyrir hafið.

Ég skoðaði nokkrar veðurstöðvar á svæðingu með -6,3 gráðu frávík í nóvember 2009.  Stöðvarnar sem ég valdi eru Bratsk, Vanavara, Kirensk, Erbogacen, Bogucany, Zigalovo, Nizneangrask, Vitim og Bajkit.  Allar þessar stöðvar eru innan 1000 km radíus vð hverja aðra, og sýna meðaltalssveiflu frá -26,7 til -6,5 á árunum 2008-2010.  Eða sveiflu á meðalhita nóvember um 20,2 gráður milli stöðva, frá 2008-2010, sem gefur vísbendingu um hvaðan 18,8 gráðu frávikin í GISS niðurstöðunni koma.

Ég dreg þessar ekki tölur í efa, en þær eru ótrúlegar.  Sveiflur á meðalhita mánaða milli ára um 20 gráður!  Varla er hægt að kenna auknum koltvísýringi í andrúmsloftinu um þessa sveiflu.  En er þetta áreiðanlegur mælikvarði á meðalhita jarðarinnar?

Til samanburðar á sveiflu meðalhita, þá kíkti ég á þá traustu heimild Stykkishólmur, einungis til að uppgötva mér til vonbrigða að henni hefur verið sleppt milli 1980 og 2008.  Ekki er það nú mjög traustvekjandi, en þið getið kannski útskýrt hvers vegna?

Finnur (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 07:38

29 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þú ættir að hringja í NASA og láta vita að þú hafir fundið út úr að þetta sé ótraustvekjandi og það tók þig bara smá stund að skilja þetta :D

Kannski það sé einhver ástæða að menn fara í gegnum langt nám til að greina svona gögn en það er ekki hver sem er sem gerir bara stutta skoðun á gögnunum sem leiðir til misskilnings og mistúlkanna eins og var fyrirséð hjá þér Finnur :D

Sveinn Atli Gunnarsson, 21.12.2010 kl. 08:13

30 identicon

"Kannski það sé einhver ástæða að menn fara í gegnum langt nám til að greina svona gögn..."

Ég held að þú sért að mikla þetta fyrir þér Svatli.  Tölfræði er ekki einka-eign þeirra sem hafa farið í gegnum langt nám.  Þú átt fullan rétt á að skoða þessi gögn, efast og spyrja spurninga -- án þess að hafa farið í gegnum langt nám.

Það sem GISS gerir er ekkert annað en að reikna meðaltöl -- vissulega flóknari meðaltals-útreikningur en þú sýndir hér að ofan, en meðaltöl engu að síður.

Ímyndum okkur dæmi.  Við höfum meðaltals-frávik fyrir nóvember frá tveimur veðurstöðvum, við getum kallað þær Klone Dyke og Bratsk:

Ár            Klone Dyke    Bratsk    Meðaltal
2009:            10                -8               1
2010:            24               -20              2

Það er augljóst að nóvember 2010 er hlýrri en 2009 -- eða hvað.

Finnur (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 12:05

31 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur:

Ég sagði ekki að sérfræðingar ættu einkarétt á tölfræði, en maður (það ert þú Finnur) sem virðist ekki hafa vitað um gögnin fyrirfram og fer svo að gramsa í þeim í smá stund, er kannski ekki neinn sérfræðingur í þessu, hvað sem öðru líður... En ég skil hvað þú ert að fara, en geri fastlega ráð fyrir að þeir sem vinna við að meta tölfræðigögn, geri sér grein fyrir skekkjunni, þó þú virðist halda að þú sért að gera nýjar uppgötvanir :)

En einfaldanir eru ágætar til útskýringar, en þó að hop jökla og bráðnun hafís á norðurskautinu virðist vera í takti við þróun hitastigs á undanförnum árum og áratugum, hvernig ætli þú útskýrir það - kannski bara samsæri jökla og hafíss til að vera í takt við hinar meintu falsanir vísindamanna sem þú ert sífellt að ýja að...eða enn betra, bara enn meiri falsanir vísindamanna á gögnum :D

PS. Í dæminu þínu, er meðalhitastig jú 1 gráðu hærra 2010 en 2009, það er ljóst, þó svo önnur talan fari upp en hin niður. Það gerist jú oft í náttúrunni að sveiflurnar eru ekki allar í sömu áttina - ég hélt þú vissir það Finnur...?

Sveinn Atli Gunnarsson, 21.12.2010 kl. 12:24

32 identicon

"En ég skil hvað þú ert að fara, en geri fastlega ráð fyrir að þeir sem vinna við að meta tölfræðigögn, geri sér grein fyrir skekkjunni..."

Þarna skilur einmitt á milli okkar, ég geri ekki ráð fyrir að Hansen et al. sé óskeikull.  Við getum þá allavega verið sammála um hvað við erum ósammál um.

Finnur (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 13:15

33 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur:

Það er engin óskeikull, en þó svo Hansen að þínu mati sé skeikull (ég hef t.d. aldrei haldið því fram að hann persónulega sé óskeikull, en tek þó samt mark á gögnum GISS), þá er enn eftir að útskýra hop jökla og bráðnun hafíss á Norðurskautinu ef ekki er að hlýna - samkvæmt þínum rökfærslum...

Við erum ósammála um að gagnaraðirnar (GISS, NCDC, RSS, UHA, Cru) séu ómarktækar, eins og þú virðist vera að færa veik rök fyrir Finnur. Það er nefnilega merkilega mikið samræmi í gögnum um þessi mál, þó þú virðist ekki geta komið auga á það Finnur (enda virðast þessi vísindi ekki samrýmast þinni hugmyndafræði - hver sem hún nú er...)

Ég get s.s. verið sammála þér í því að vera ósammála um þessi mál almennt (ef það er það sem þú ert að meina), enda eru gögnin of sterk að mínu mati (og flestra sem skoða þessi gögn), til að hægt sé að finna einhverjar einstakar persónur eða stök gögn sem geta skekkt allt dæmið, eins og þú virðist halda fram Finnur...

Sveinn Atli Gunnarsson, 21.12.2010 kl. 13:35

34 identicon

"Við erum ósammála um að gagnaraðirnar (GISS, NCDC, RSS, UHA, Cru) séu ómarktækar,.."

Ég hef einungis verið gera athugasemd við þá fullyrðingu GISS að nóvember sl. hafi verið sá hlýjasti frá upphafi mælinga.  Er það annars samdóma álit NCDC, RSS, UHA og Cru að nóvember sl. sé sá hlýjasti frá upphafi?

Finnur (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 14:25

35 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Smá innlegg. Það er í raun ekki hægt að mæla meðalhita jarðarinnar í heild með mikilli nákvæmni, enda allt annað mál að mæla meðalhita svæðis heldur en eins staðar. Það er t.d. aldrei talað um meðalhitann á Íslandi. Mismunandi niðurstöður um hvort nóvember sé sá hlýjasti á jörðinni eða ekki, skýrist af mismunandi aðferðarfræði þar sem GISS notar sínar aðferðir NCDC aðrar.

GISS fær t.d. út hærri hita á jörðinni ef norðurpólssvæðið er hlýtt vegna þess að aðrar gagnaraðir sem byggja á veðurathugunum sleppa heimskautasvæðunum. GISS hinsvegar reynir að meta hitann á heimskautunum með því að framlengja í norður hitann á norðlægustu svæðunum. Þetta er því alltaf viss ónákvæmni en það sem skiptir máli er að halda sig við sömu aðferðafræði til langs tíma því þannig er hægt að lesa út langtímabreytingar, en það er það sem málið snýst um. Og það sem mestu skiptir er að allar gagnaraðir sýna langtímahlýnun, sama hvaða aðferð er beitt. Hvort einstaka mánuðir skora hærra hér eða þar skiptir ekki öllu máli.

Emil Hannes Valgeirsson, 21.12.2010 kl. 15:07

36 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur, byrjum á að svara spurningunni:

Nei, það er ekki algert samdómaálit um að nóvember sé hlýjasti mánuður í öllum röðum, enda eru gagnasöfnin ekki alveg eins - en leitnin er mjög svipuð á milli gagnraðanna. Ég helda að NCDC sé með mánuðinn í 2 sæti, það munar þó ekki miklu á 1-4. sæti hjá þeim.

En eins og þinn málflutningur hefur verið í athugasemdum hér, þá er ekki hægt að skilja það á annan hátt en að þú sért ósammála flest öllu í loftslagsvísindunum. Ef þú tekur undir að gagnaraðirnar séu almennt réttar, þá fagna ég því. En einhver endaleysa um það hvort að nóvember 2010 sé 0,0X gráðum heitari eða kaldari í einni gagnaröð, af því að þér líkar ekki við hinn "skeikula" Hansen, er alger tímasóun.

En, mig langar að leggja áherslu á að ég fagna því ef að þú telur að mælingar loftslagsvísindamanna á hitastigi séu almennt marktækar, hvað sem þú heldur um ákveðin einstakan mánuð úr einni af gagnaröðunum - gott að vita það Finnur :)

En rökvillan, þín Finnur, um að hinn "skeikuli" Hansen sé einhver alráður og sá eini sem vinni að þessum gagnasöfnum er þó enn fyrir hendi frá þér...hvað sem öðru líður.

Sveinn Atli Gunnarsson, 21.12.2010 kl. 15:18

37 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Emil orðar þetta nokkuð vel í sinni athugasemd, mæli með að þú skoðir hana Finnur.

Sveinn Atli Gunnarsson, 21.12.2010 kl. 15:21

38 identicon

Emil: "Og það sem mestu skiptir er að allar gagnaraðir sýna langtímahlýnun, sama hvaða aðferð er beitt"

Ég hef heyrt þessi rök ansi oft.  Ónákvæmni einstakra líkana skiptir ekki máli, svo fremi sem þau öll sýni langtímahlýnun.

Finnur (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 22:57

39 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Finnur: Það er mikil rökvilla að kenna mælingum, líkönum og úrvinnslu um - sérstaklega þegar allt annað í náttúrunni styður það sem þau gögn segja. Auðvitað má deila um nákvæmni einstakra mánaða í hverju gagnasafni fyrir sig - en leitnin segir sína sögu.

Höskuldur Búi Jónsson, 22.12.2010 kl. 07:59

40 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Finnur, var ég að tala um líkön? Nei, en ég var að tala um að niðurstöðum þeirra aðila sem mæla og taka saman gögn um hita jarðar ber saman um að það hafi hlýnað á jörðinni, sama hvaða aðferð er notuð.

Emil Hannes Valgeirsson, 22.12.2010 kl. 09:29

41 identicon

Þið hljótið að vita að hitastig jarðar samkvæmt GISS, NCDC, RSS, UHA og Cru er ekki einfalt meðaltal, heldur niðurstaða reiknilíkana.  GISS mælir ekki hitastig, heldur safnar saman hitastigi víða að úr heiminum og notar reiknilíkan til að finna út meðaltals-frávik á hitastigi jarðar.

Ef mat okkar á því hvort jörðin er að hitna eða ekki byggist á þessum líkönum, og við metum áræðanleika þessara líkana á því hvort þau öll sýna langtímahlýnun -- stutt af huglægu mati okkar á að allt annað í náttúrunni styðji þá niðurstöðu; þá eru þetta ekki lengur vísindi.

Finnur (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 11:30

42 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ertu að meina af því að tölvur og tölvuforrit eru notuð við útreikningana þá séu þetta ekki vísindi Finnur? Kannski við ættum að taka upp talnagrindur við þetta, þá getum við hugsanlega sagt frá því eftir 10 ár, hvert meðaltalhitastig nóvember 2010 er... Tölvur, tölvuforrit og tölvulíkön eru alveg nothæf til síns brúks, þó svo þú fullyrðir um annað.

Þar fyrir utan er það ekki huglægt mat okkar að jöklar hopi og hafíss Norðuskautsins bráðni, það liggja mælingar að baki. Jafnvel er hægt að sjá það á ljósmyndum hvernig ýmsir jöklar hafa hopað í gegnum tíðina...

Þetta er nú bara kjánalega útúrsnúningar hjá þér Finnur.

Sveinn Atli Gunnarsson, 22.12.2010 kl. 12:13

43 identicon

"Ertu að meina af því að tölvur og tölvuforrit eru notuð við útreikningana þá séu þetta ekki vísindi..."

Alls ekki Svatli.  Það sem ég er að segja er að ef mat á áræðanleika þessara líkana byggist á því að þau öll sýni langtímahlýnun, þá er það ekki vísindi.  Það er ekki vísindi að ákveða niðurstöður fyrirfram.

"Þar fyrir utan er það ekki huglægt mat okkar að jöklar hopi og hafíss Norðuskautsins bráðni, það liggja mælingar að baki."

Mælingarnar eru ekki huglægar, huglægnin er tilfinningalegt mat á þýðingu þessara mælinga.  Hopa jöklar og bráðnar norðurskautið vegnað þess að hitastig jarðarinnar er að hækka?

Finnur (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 13:16

44 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það sem ég er að segja er að ef mat á áræðanleika þessara líkana byggist á því að þau öll sýni langtímahlýnun, þá er það ekki vísindi.

Þetta er nú einhver misskilningur hjá þér...ekki í fyrsta skiptið reyndar. Getur ekki verið að hitastig sé að hækka, eins og mælingar, rannsóknir, líkön, hop jökla, bráðnun hafíss og fleira sýnir okkur? Að þetta gerist ekki bara til þess að sýna fram á að líkönin séu rétt heldur af því að það er tilfellið? Er það ekki til vitnis um áreiðanleika að þau sýna það sem er í gangi, þó þú virðist ekki trúa því í þínum huga Finnur.

Það þarf nú meira samsærið til að þessir hugarórar þínir gangi upp. Þessi fræði byggja ekki á huglægu mati, þó svo þú virðist halda það og fullyrða það Finnur...

Sveinn Atli Gunnarsson, 22.12.2010 kl. 13:46

45 identicon

"Er það ekki til vitnis um áreiðanleika að þau [líkönin] sýna það sem er í gangi.."

Ef það er fyrirfram ákveðið hvað er í gangi, þá skil ég ekki tilganginn með líkönum.

Þetta hefur allavega ekkert að gera með vísindi.

Finnur (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 14:40

46 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Finnur: Það hefur verið staðfest á fleiri en einn máta að það er að hlýna. Sjá 10 vísar hnattrænnar hlýnunar en þar eru neðangreindar myndir. Athugaðu að á bak við hverja mynd hér fyrir neðan eru mismunandi gagnasett og mismunandi rannsóknarhópar.

Hvað af þessum mælingum geturðu útilokað með þinni röksemdarfærslu?

Kvarðar sem sýna aukningu (smella á til að stækka)
 
 
 

Höskuldur Búi Jónsson, 22.12.2010 kl. 14:44

47 identicon

Þessi línurit hljóta að vera rétt, fyrst þau öll sýna langtíma hlýnun.

Mörg ónákvæm líkön skila nákvæmri leitni, þannig að það er ástæðulaust að efast um niðurstöðu einstakra ónákvæmra líkana, ef það fylgir þessar leitni.

Þetta er snilldartölfræði.

George Monbiot setur þetta allt í rökrétt samhengi:

"There is now strong evidence to suggest that the unusually cold winters of the last two years in the UK are the result of heating elsewhere."

Janvel kuldakastið í Evrópu er afleiðing að hlýnun jarðar.  Við sem efuðumst, höfum nú sönnun á því hversu rangt við höfðum fyrir okkur -- það snjóar á Bretlandseyjum!

Finnur (IP-tala skráð) 23.12.2010 kl. 01:34

48 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur, þú mátt afneita eins mikið af gögnum og þú vilt í þínum huga, ekki málið. Það er ekki mikið mál að afneita heilli vísindagrein, þegar þú kemur ekki einu sinni fram undir nafni og gætir þess vegna verið búsettur í Ástralíu.

Jæja, en þú um það - Gleðileg jól :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 23.12.2010 kl. 08:51

49 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Finnur: Þú ert semsagt á því að það sé langtímahlýnun í gangi. Gott mál. 

Varðandi það sem Monbiot segir þarna, þá er hann að bergmála það sem vísindamenn hafa sumir hverjir komið fram með undanfarið. Sjá t.d. á loftslag.is Kaldari svæði við hnattræna hlýnun - þar er vísað í grein eftir Petoukhov og  Semenov (2010):  A link between reduced Barents-Kara sea ice and cold winter extremes over northern continents en í ágripi greinarinnar stendur: 

The recent overall Northern Hemisphere warming was accompanied by several severe northern continental winters, as for example, extremely cold winter 2005/2006 in Europe and northern Asia. Here we show that anomalous decrease of wintertime sea ice concentration in the Barents-Kara (B-K) Seas could bring about extreme cold events like winter 2005/2006. 

Þeir sem hafa þekkingu á veðri Norðurskautsins og aðliggjandi svæða hafa einmitt tekið eftir þessari breytingu, sem virðist að einhverju leiti tengt minni hafísútbreiðslu (sem er afleiðing hlýnandi loftslags).Sjá einnig  Freak Pattern Brings Europe Record Cold and Snow. Það er reyndar ekki eina ástæða sem vísindamenn hafa fundið fyrir undarlegri dreifingu hitans (sjá t.d.Lítil sólvirkni kælir Norður-Evrópu).

En það er allt í lagi að hafa efasemdir Finnur, en skoðaðu hvað liggur á bak við það sem þú efast um áður en þú kemst að lokaniðurstöðu um hversu gáfulegt það er að efast um nákvæmlega það. Efasemdir þínar lykta nefnilega af því að vera afneitun, líkt og Sveinn ýjar að, hér fyrir ofan.

Að lokum vil ég benda öðrum lesendum á að Finnur svarar helst ekki spurningum sem hann ræður ekki við og virðist í flestum tilfellum breyta um áherslur og færa umræðuefnið til eftir því sem fleiri og fleiri gloppur birtast í rökum hans. 

Höskuldur Búi Jónsson, 23.12.2010 kl. 09:24

50 identicon

Já þetta er magnað, kaldir vetur, rétt eins og mildir vetur í Evrópu eru nú orðin enn ein sönnunin á að jörðin er að hlýna af okkar völdum.

Gleðlieg jól sömuleiðis.

Finnur (IP-tala skráð) 24.12.2010 kl. 05:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband