Mýtur Moncktons

Þeir sem fylgst hafa eitthvað með umræðum um loftslagsbreytingar kannast eflaust við Monckton “Lávarð“, en við höfum minnst á hann hérna áður. Ósjaldan vísa “efasemdamenn” um hnattræna hlýnun í myndbönd eða greinar þar sem Monckton kemur við sögu – en útúrsnúningar og bjaganir á vísindarannsóknum virðast vera hans sérgrein. Allavega hefur hann engar loftslagsrannsóknir sem styðja gífuryrði sín. Þrátt fyrir það er hann fenginn til að halda fyrirlestra og til ráðgjafar um loftslagsmál víða um heim. Það er ráðgáta hvers vegna.

Nú hafa snillingarnir á Skeptical Science tekið saman gagnagrunn þar sem farið er yfir algengustu rök Moncktons og þau brotin niður til mergjar og leiðrétt. Smellið á myndinni hér fyrir neðan til að skoða mýtur Moncktons og rök gegn þeim:

Að auki er rétt að minnast  á að nú nýverið var á BBC heimildamynd um “efasemdamenn” um hnattræna hlýnun, þar sem skyggnst var á bak við tjöldin. Svo skemmtilega vill til að Monckton kemur eitthvað við sögu í þessari heimildamynd og reyndi hann að fá heimildamyndina bannaða – en svo virðist sem efasemdamenn um hnattræna hlýnun séu frekar hrifnir af ritskoðun, eins og fjölmörg dæmi sanna. Heimildamyndin heitir samkvæmt áreiðanlegum heimildum Meet the Climate Skeptics, en erfitt hefur reynst að komast að eintaki sem hægt er að horfa á hér á Íslandi*. Hér fyrir neðan má þó allavega nálgast sýnishorn úr heimildarmyndinni, smelltu á myndina til að skoða sýnishornið:

*Ef einhver kemst að tengli þar sem hægt er að horfa á téð myndband, þá endilega látið vita – annað hvort í athugasemdum eða á loftslag@loftslag.is

Tengt efni á loftslag.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Já, hann er stórfurðulegt apparat.

Páll Jónsson, 14.2.2011 kl. 23:29

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er stórmerkilegt að einhverjir skuli gagnrýnislaust vísa í hann sem einhverja heimild um fræðin.

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.2.2011 kl. 09:01

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hér má horfa þáttinn Meet the Climate Sceptics á youtube.

Hluti 1 af 4
Hluti 2 af 4
Hluti 3 af 4
Hluti 4 af 4

Mjög áhugavert

Höskuldur Búi Jónsson, 21.2.2011 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband