Þróun loftslagslíkana

Til gamans þá horfum við á hvernig upplausn loftslagslíkana hefur breyst undanfarin ár. Reynið að stelast ekki til að sjá hvernig þetta lítur út neðst og giskið á hvaða landsvæði verið er að líkja eftir í efstu myndinni – smám saman skýrist myndin eftir því sem upplausnin eykst:

Mynd 1.4 í IPPC skýrslu vinnuhóps 1 AR4 frá árinu 2007. Landfræðileg upplausn mismunandi kynslóða loftslagslíkana sem notuð voru árið 1990 (FAR), 1996 (SAR), 2001 (TAR) og svo 2007 (AR4).

Skemmtilegt að sjá hvernig útlínur landa Norður Evrópu verða smám saman greinilegar.

Heimildir og ítarefni:

Rakst á þetta hjá David Appel: Progress in Climate Models

Úr skýrslu IPCC: AR4 WG 1 kafli 1 sjá mynd 1.4 á blaðsíðu 113.

Tengt efni á loftslag.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband