Er lítil ísöld eða kuldaskeið að skella á?

Það virðast rúmast vel innan marka rökfræðilistarinnar hjá þeim sem efast um hlýnun jarðar af mannavöldum að halda tvennu fram: Annars vegar að vísindamenn hafi spáð ísöld á áttunda áratugnum og því hafi þeir rangt fyrir sér nú og hins vegar að halda því fram að það muni ekki hlýna – heldur kólna og að jafnvel sé yfirvofandi önnur Litla Ísöld eða jafnvel nýtt kuldaskeið Ísaldar.

Þessi viðvörun er merkileg í ljósi þess að þeir sem vara við afleiðingum hlýnunar jarðar af mannavöldum, eru oft á tíðum kallaðir “Alarmistar” – í samhengi við það að margir efasemdamenn vara við yfirvofandi kólnun og meðfylgjandi erfiðu tíðarfari. En við skulum líta aðeins á hvað er til í því að kuldatímabil eða kuldaskeið sé í vændum.

Litla Ísöldin og núverandi hlýnun

Það er ekki langt síðan jörðin gekk í gegnum kuldatímabil sem kallað er Litla Ísöldin (sveiflur eru miklar frá mismunandi stöðum á jörðinni, en almennt er talið að hún hafi staðið frá sautjándu öld og fram til miðja nítjándu öld – sumir vilja meina að hún hafi byrjað mun fyrr jafnvel á þrettándu-fjórtándu öld). Við skulum láta það liggja á milli hluta hvort þá hafi verið töluverð hnattræn kólnun eða lítilsháttar og að einhverju leiti staðbundin kólnun – um það eru menn ekki sammála.

[...]

Nánar má lesa um þetta á loftslag.is, Er lítil ísöld eða kuldaskeið að skella á?

Tengdar efni af loftslag.is:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og hefur verið sagt tugþúsund sinnum, og er ekki of oft sagt.  Er að þú ert að skoða sögu jarðarinnar á örlitlum bletti hennar, og gersamlega hundsar alla þá mankynsögu sem fyrir framan þig er.  Þess vegna er nákvæmlega ekkert að marka það sem verið er að segja um hnattlæga hlýnum.  Jafn lítið að marka um hnattlæga ísöld.

Landrekskenning er röng, hnattlæg hlýnun er rangt, ísaldar þvaðrir er einnig rangt.  Þetta hljómar afskaplega vel, til að geta hrætt heimskan almenning og fengið þá til að punga út peningum í vitleysu.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 17:58

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Landrekskenningin röng? Og hafa ekki heldur komið ísaldir...? Jammogjæja, þær eru merkilegar skoðanirnar sem fólk hefur...

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.6.2011 kl. 18:21

3 identicon

Ég leifi mér að leiðrétta sjálfan mig, að það sé hnattræn hlýnun er alveg möguleiki.  En að hún se af mannavöldum, er það aftur á móti ekki.  Hnötturinn hlýnar og kólnar, með reglulegu millibili.

Hvað varðar ísöld, þá er ekki mikið að óttast á meðan enginn "comet" er nægilega nálægt til að rekast á klakan.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 19:06

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þú mátt hafa þínar persónulegu skoðanir Bjarne...ekki málið...

Við á loftslag.is viljum bara benda á það sem vísindin hafa um málið að segja, m.a. að gróðurhúsalofttegundir hafa áhrif á hitastig... Hitt er einnig vel rökstutt að landrekskenningin stendur styrkjum fótum. Við sjáum nú bara landið hreyfast hérna á Fróni, þannig að það er augljóst hverjum sem það vill sjá að lönd geta hreyfst...eins og mælingar sýna. Það má einnig segja um núverandi hlýnun að mælingar styðja hvað veldur því. En ef þú hefur áhuga á að kynna þér fyrri loftslagsbreytingar, þá langar mig að benda á eftirfarandi tengil, Orsakir fyrri loftslagsbreytinga, það er nú ekki svo "einfalt" að ísaldir byrji á því að loftsteinar eða annað því um líkt rekist á Jörðina... En þú kynnir þér þetta kannski, þarna eru alls kyns hlutir eins og sveiflur Milankovitch, möndulhalli Jarðar, sporbaugur Jarðar og fleira sem hefur áhrif...og svo að sjálfsögðu magn gróðurhúsalofttegunda...

Sveinn Atli Gunnarsson, 15.6.2011 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband